„Held að Cessa hafi verið extra ánægð að fá að hitta Neuer“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 10:00 Leikmenn karla- og kvennaliðs Bayern fögnuðu með stuðningsmönnum á Marienplatz í München á sunnudaginn. Hér er Lucas Hernandez með Glódísi Perlu Viggósdóttur. Getty/Nathan Zentveld Glódís Perla Viggósdóttir segir ánægjulegt hve samheldnin sé mikil hjá þýska stórveldinu Bayern München en leikmenn kvenna- og karlaliðs félagsins fögnuðu saman meistaratitlum sínum um liðna helgi. Karlalið Bayern varð meistari með hádramatískum hætti síðastliðinn laugardag og stóð svo heiðursvörð fyrir kvennaliðið eftir að það tryggði sér sinn meistaratitil á sunnudag, með 11-1 stórsigri á Turbine Potsdam. „Það var ótrúlega gaman og sýnir hvað klúbburinn er að reyna að lyfta kvennaknattspyrnunni og gera þetta að einni heild, en ekki tveimur deildum eins og þetta er á mörgum stöðum. Það er bara frábært. Gaman að þeir nenntu að koma og horfa, og svo fórum við öll saman niður í miðbæ að fagna þessu saman á svölunum þar. Þetta var frábær dagur í alla staði,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Leikmenn karlaliðs Bayern München voru á meðal áhorfenda þegar kvennaliðið varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn, degi á eftir karlaliðinu.Getty/Sven Hoppe Aðspurð hvernig væri að umgangast heimsfrægar stórstjörnur á borð við Thomas Müller, Manuel Neuer og fleiri í karlaliði Bayern svarar Glódís: „Þeir eru langflestir bara mjög vinalegir. Ég er reyndar ekki mikið að tala við þá. Það eru aðallega þýsku stelpurnar sem eru eitthvað að spjalla. En þetta var bara gaman og ég held að Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir, liðsfélagi Glódísar] hafi verið extra ánægð að fá að hitta Neuer.“ Hin 19 ára Cecilía Rán ætti alla vega að geta lært eitt og annað af hinum 37 ára Neuer sem meðal annars hefur orðið heimsmeistari með Þýskalandi, og tvöfaldur Evrópumeistari og ellefufaldur Þýskalandsmeistari með Bayern – stórveldinu sem Glódís hefur nú hjálpað að bæta við í verðlaunasafnið: „Strákarnir voru að vinna í ellefta skiptið í röð og við í fimmta sinn í heildina. Þetta er algjört stórveldi og bara ótrúlega gaman að vera partur af þessu, og upplifa þessa rosalegu stemningu sem myndast þegar vel gengur, eins og núna þegar við unnum tvöfalt.“ Klippa: Glódís um fagnaðarlæti beggja liða Bayern Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Karlalið Bayern varð meistari með hádramatískum hætti síðastliðinn laugardag og stóð svo heiðursvörð fyrir kvennaliðið eftir að það tryggði sér sinn meistaratitil á sunnudag, með 11-1 stórsigri á Turbine Potsdam. „Það var ótrúlega gaman og sýnir hvað klúbburinn er að reyna að lyfta kvennaknattspyrnunni og gera þetta að einni heild, en ekki tveimur deildum eins og þetta er á mörgum stöðum. Það er bara frábært. Gaman að þeir nenntu að koma og horfa, og svo fórum við öll saman niður í miðbæ að fagna þessu saman á svölunum þar. Þetta var frábær dagur í alla staði,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Leikmenn karlaliðs Bayern München voru á meðal áhorfenda þegar kvennaliðið varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn, degi á eftir karlaliðinu.Getty/Sven Hoppe Aðspurð hvernig væri að umgangast heimsfrægar stórstjörnur á borð við Thomas Müller, Manuel Neuer og fleiri í karlaliði Bayern svarar Glódís: „Þeir eru langflestir bara mjög vinalegir. Ég er reyndar ekki mikið að tala við þá. Það eru aðallega þýsku stelpurnar sem eru eitthvað að spjalla. En þetta var bara gaman og ég held að Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir, liðsfélagi Glódísar] hafi verið extra ánægð að fá að hitta Neuer.“ Hin 19 ára Cecilía Rán ætti alla vega að geta lært eitt og annað af hinum 37 ára Neuer sem meðal annars hefur orðið heimsmeistari með Þýskalandi, og tvöfaldur Evrópumeistari og ellefufaldur Þýskalandsmeistari með Bayern – stórveldinu sem Glódís hefur nú hjálpað að bæta við í verðlaunasafnið: „Strákarnir voru að vinna í ellefta skiptið í röð og við í fimmta sinn í heildina. Þetta er algjört stórveldi og bara ótrúlega gaman að vera partur af þessu, og upplifa þessa rosalegu stemningu sem myndast þegar vel gengur, eins og núna þegar við unnum tvöfalt.“ Klippa: Glódís um fagnaðarlæti beggja liða Bayern
Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00
„Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00