Ég er bókaþjófur Þórhallur Gunnarsson skrifar 31. maí 2023 08:00 Fyrir nokkuð mörgum árum stundaði ég samviskulaust bókaþjófnað. Ég var góðvinur bóksölu Máls og menningar á Laugavegi og þegar enginn sá til renndi ég bók undir úlpuna og labbaði flóttalega út úr búðinni. Leiðin lá í nálæga fornbókaverslun þar sem eigandinn sem keypti bókina af mér á hálfvirði. Þessi glæpaferill minn stóð ekki lengi, ég var gripinn með bók Halldórs Laxness, Seiseijú, mikil ósköp í þriðju ránsferðinni. Ég gleymi ekki vonbrigðasvipnum á mömmu þegar upp um mig komst og hét því að stela aldrei aftur. Ég fæ ennþá sting í magann þegar ég kem í húsnæði þessarar bókabúðar og það sem meira er… ég gæti ekki hugsað mér að lesa þessa bók Laxness. Ég var þrettán ára þegar þetta átti sér stað og afbrotaferlinum lauk snarlega. Í vikunni var áhugavert viðtal við mann á miðjum aldri á Vísi. Hann lýsir því stoltur hvernig hann selur aðgang að íslensku sjónvarpsefni með ólöglegum hætti. Hann segist gera þetta af manngæsku og eingöngu til að hjálpa gamla fólkinu á Spáni. Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir en gleymir að segja gamla fólkinu að þau geti auðveldlega án hans milligöngu fengið aðgang að íslenskum sjónvarpsstöðvum þótt þau búi erlendis. RÚV fá þau í gegnum nefskatt og auðvelt er að fá aðgang að Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Sport og Sjónvarpi Símans. Þau þurfa aðeins að taka myndlykilinn með sér til Spánar eða sækja app þessara miðla sem tekur 2 mínútur. Margir Íslendingar hafa státað sig af þjófnaði á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í gegnum tíðina og finnst þeir svolítið snjallir að komast yfir þetta efni á þess að greiða fyrir það. Þessir aðilar velta ekki fyrir sér frekar en þrettán ára bókaþjófurinn að með þessu ertu að skerða tekjur þeirra sem skapa efnið. Ég sé lítinn mun á því að stela bók sem kostar 5000 kr. í bókaverslun eða stela t.d. áskrift að Stöð 2+ sem er á sama verði. Í gær bárust fréttir af þungum fangelsisdómum í Bretlandi og umfangsmikilli lögregluaðgerð í Hollandi með stuðningi Interpol vegna sölu fullorðinna manna á illa fengnu sjónvarpsefni. Ósanngjörn niðurstaða fyrir fórnfúsa vini eldri borgara? Ég veit það ekki. En hitt veit ég að sem fyrrverandi bókaþjófur á Íslandi þá dauðskammast ég mín enn niður í tær. Vonandi finna þeir sem stunda þjófnað á kvikmyndum og sjónvarpsefni í það minnsta til smá sektarkenndar. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fyrir nokkuð mörgum árum stundaði ég samviskulaust bókaþjófnað. Ég var góðvinur bóksölu Máls og menningar á Laugavegi og þegar enginn sá til renndi ég bók undir úlpuna og labbaði flóttalega út úr búðinni. Leiðin lá í nálæga fornbókaverslun þar sem eigandinn sem keypti bókina af mér á hálfvirði. Þessi glæpaferill minn stóð ekki lengi, ég var gripinn með bók Halldórs Laxness, Seiseijú, mikil ósköp í þriðju ránsferðinni. Ég gleymi ekki vonbrigðasvipnum á mömmu þegar upp um mig komst og hét því að stela aldrei aftur. Ég fæ ennþá sting í magann þegar ég kem í húsnæði þessarar bókabúðar og það sem meira er… ég gæti ekki hugsað mér að lesa þessa bók Laxness. Ég var þrettán ára þegar þetta átti sér stað og afbrotaferlinum lauk snarlega. Í vikunni var áhugavert viðtal við mann á miðjum aldri á Vísi. Hann lýsir því stoltur hvernig hann selur aðgang að íslensku sjónvarpsefni með ólöglegum hætti. Hann segist gera þetta af manngæsku og eingöngu til að hjálpa gamla fólkinu á Spáni. Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir en gleymir að segja gamla fólkinu að þau geti auðveldlega án hans milligöngu fengið aðgang að íslenskum sjónvarpsstöðvum þótt þau búi erlendis. RÚV fá þau í gegnum nefskatt og auðvelt er að fá aðgang að Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2 Sport og Sjónvarpi Símans. Þau þurfa aðeins að taka myndlykilinn með sér til Spánar eða sækja app þessara miðla sem tekur 2 mínútur. Margir Íslendingar hafa státað sig af þjófnaði á kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í gegnum tíðina og finnst þeir svolítið snjallir að komast yfir þetta efni á þess að greiða fyrir það. Þessir aðilar velta ekki fyrir sér frekar en þrettán ára bókaþjófurinn að með þessu ertu að skerða tekjur þeirra sem skapa efnið. Ég sé lítinn mun á því að stela bók sem kostar 5000 kr. í bókaverslun eða stela t.d. áskrift að Stöð 2+ sem er á sama verði. Í gær bárust fréttir af þungum fangelsisdómum í Bretlandi og umfangsmikilli lögregluaðgerð í Hollandi með stuðningi Interpol vegna sölu fullorðinna manna á illa fengnu sjónvarpsefni. Ósanngjörn niðurstaða fyrir fórnfúsa vini eldri borgara? Ég veit það ekki. En hitt veit ég að sem fyrrverandi bókaþjófur á Íslandi þá dauðskammast ég mín enn niður í tær. Vonandi finna þeir sem stunda þjófnað á kvikmyndum og sjónvarpsefni í það minnsta til smá sektarkenndar. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun