„Við þurfum að hjálpa þeim í gegnum þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. maí 2023 13:01 Theodór Elmar Bjarnason hlakkar til að spila sinn fyrsta leik í sumar á grasinu í Vesturbænum. Vísir/Hulda Margrét „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður fyrsti leikurinn minn í Frostaskjóli þannig að ég hlakka til,“ segir Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, um leik kvöldsins við Stjörnuna í Bestu deild karla sem fram fer að Meistaravöllum klukkan 19:15. „Við erum komnir með tvo sigurleiki í röð þannig að það er bjartsýni yfir okkur. Maður verður alltaf allur annar þegar leikir vinnast. Lífið verður hundleiðinlegt þegar maður tapar leikjum. Þetta er klárlega boost fyrir sjálfstraustið,“ segir Theódór en KR vann Fram í síðustu umferð deildarinnar og Fylki í bikarnum þar á undan. „Maður finnur að andrúmsloftið verður miklu léttara. Það eru fleiri bros á vör og allt það,“ bætir hann við. Mikil þyngsli síðustu vikur Fyrir þá tvo leiki tapaði KR fimm leikjum í röð í deildinni, skoruðu ekki mark í þeim leikjum og fengu á sig þrettán. Þeir sátu á botni deildarinnar fyrir sigurinn á Fram sem lyfti þeim af fallsvæðinu. Hann segir þær vikur hafa tekið á hópinn. „Þær voru bara þungar. Það er hundleiðinlegt að tapa leikjum og sérstaklega þegar þú veist að þú átt töluvert inni þá verðuru ennþá meira pirraður. Þetta voru þungar vikur en það var aldrei þannig að menn færu að benda á hvorn annan eða gefast upp eða slíkt. Það var alltaf trú á verkefninu og er enn,“ segir hinn 36 ára gamli Theódór Elmar sem segir jafnframt að hann hafi ásamt öðrum eldri leikmönnum þurft að leiða viðsnúning Vesturbæinga. „Við sem erum eldri og reyndari þurftum aðeins að stíga upp og mér finnst við hafa gert það í undanförnum leikjum. Það voru ekkert allir leikirnir hræðilegir sem töpuðust en það voru nokkrir óásættanlegir og við þurftum að taka okkur saman í andlitinu.“ Vonast eftir fjölmenni í stúkunni Theódór Elmar var í leikbanni þegar KR mætti Breiðabliki í fyrsta leik liðsins á Meistaravöllum fyrr í sumar og mun því spila sinn fyrsta leik á vellinum í kvöld. Hann kveðst spenntur fyrir því. „Ég get ekki beðið. Það er vonandi að það verði ekki of mikið rok og rigning og að fólk sjái sér fært um að mæta. Við vonumst eftir eins mörgum og hægt er og lofum góðri frammistöðu,“ segir hann en KR-klúbburinn og stuðningssveitin Miðjan hefur stutt við bakið á liðinu og látið vel í sér heyra á leikjum KR það sem af er tímabili. Kvennalið KR spilaði bikarleik á grasvellinum í gær og rigningarspá dagsins gæti verið áhyggjuefni fyrir völl sem er laus í sér. Theódór segir ljóst að búast megi við öðruvísi leik en ef hann færi fram á gervigrasi. „Komandi frá gervigrasinu verður þetta aldrei sami fótboltinn en ég er mikill grasmaður og vil spila á góðu grasi fram yfir gervigras á hverjum degi,“ „Ég held að KR hafi gert allt sem þeir geta til að koma vellinum í stand. Hann var fínn í gær og ef hann hefur ekki skemmst um of í gær held ég að þetta verði í fínu lagi,“ segir Theódór Elmar. Stjarnan á svipuðum stað Stjarnan tapaði fimm af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni og ákvað stjórn félagsins í kjölfarið að segja upp Ágústi Þór Gylfasyni, þjálfara liðsins. Aðstoðarmaður hans Jökull I. Elísabetarson tók við keflinu „Þeir er svolítið á svipuðum stað og við eftir erfiða byrjun, eru að ná sér í gang. Ég held að þetta verði bara skemmtilegur leikur. Þeir eru auðvitað ungir og efnilegir þarna í Stjörnunni – mæta með mikinn kraft og hasar – sem við þurfum að mæta,“ sem var þá spurður hvort reynslan ætti ekki að nýtast gegn ungu liði Stjörnunnar. „Já nákvæmlega, það er það sem við þurfum að gera. Við erum nú komnir með marga unga leikmenn, þó við séum eldri inn á milli og við þurfum að hjálpa þeim í gegnum þetta og reyna við stigin þrjú,“ segir Theódór Elmar. KR og Stjarnan mætast klukkan 19:15 í kvöld að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19:00. Fylkir mætir þá ÍBV klukkan 17:00 og FH mætir HK klukkan 19:15. Báðir leikir verða sýndir á Sportrásunum áður en Bestu tilþrifin fara yfir öll mörkin klukkan 21:20 á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. KR Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Við erum komnir með tvo sigurleiki í röð þannig að það er bjartsýni yfir okkur. Maður verður alltaf allur annar þegar leikir vinnast. Lífið verður hundleiðinlegt þegar maður tapar leikjum. Þetta er klárlega boost fyrir sjálfstraustið,“ segir Theódór en KR vann Fram í síðustu umferð deildarinnar og Fylki í bikarnum þar á undan. „Maður finnur að andrúmsloftið verður miklu léttara. Það eru fleiri bros á vör og allt það,“ bætir hann við. Mikil þyngsli síðustu vikur Fyrir þá tvo leiki tapaði KR fimm leikjum í röð í deildinni, skoruðu ekki mark í þeim leikjum og fengu á sig þrettán. Þeir sátu á botni deildarinnar fyrir sigurinn á Fram sem lyfti þeim af fallsvæðinu. Hann segir þær vikur hafa tekið á hópinn. „Þær voru bara þungar. Það er hundleiðinlegt að tapa leikjum og sérstaklega þegar þú veist að þú átt töluvert inni þá verðuru ennþá meira pirraður. Þetta voru þungar vikur en það var aldrei þannig að menn færu að benda á hvorn annan eða gefast upp eða slíkt. Það var alltaf trú á verkefninu og er enn,“ segir hinn 36 ára gamli Theódór Elmar sem segir jafnframt að hann hafi ásamt öðrum eldri leikmönnum þurft að leiða viðsnúning Vesturbæinga. „Við sem erum eldri og reyndari þurftum aðeins að stíga upp og mér finnst við hafa gert það í undanförnum leikjum. Það voru ekkert allir leikirnir hræðilegir sem töpuðust en það voru nokkrir óásættanlegir og við þurftum að taka okkur saman í andlitinu.“ Vonast eftir fjölmenni í stúkunni Theódór Elmar var í leikbanni þegar KR mætti Breiðabliki í fyrsta leik liðsins á Meistaravöllum fyrr í sumar og mun því spila sinn fyrsta leik á vellinum í kvöld. Hann kveðst spenntur fyrir því. „Ég get ekki beðið. Það er vonandi að það verði ekki of mikið rok og rigning og að fólk sjái sér fært um að mæta. Við vonumst eftir eins mörgum og hægt er og lofum góðri frammistöðu,“ segir hann en KR-klúbburinn og stuðningssveitin Miðjan hefur stutt við bakið á liðinu og látið vel í sér heyra á leikjum KR það sem af er tímabili. Kvennalið KR spilaði bikarleik á grasvellinum í gær og rigningarspá dagsins gæti verið áhyggjuefni fyrir völl sem er laus í sér. Theódór segir ljóst að búast megi við öðruvísi leik en ef hann færi fram á gervigrasi. „Komandi frá gervigrasinu verður þetta aldrei sami fótboltinn en ég er mikill grasmaður og vil spila á góðu grasi fram yfir gervigras á hverjum degi,“ „Ég held að KR hafi gert allt sem þeir geta til að koma vellinum í stand. Hann var fínn í gær og ef hann hefur ekki skemmst um of í gær held ég að þetta verði í fínu lagi,“ segir Theódór Elmar. Stjarnan á svipuðum stað Stjarnan tapaði fimm af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni og ákvað stjórn félagsins í kjölfarið að segja upp Ágústi Þór Gylfasyni, þjálfara liðsins. Aðstoðarmaður hans Jökull I. Elísabetarson tók við keflinu „Þeir er svolítið á svipuðum stað og við eftir erfiða byrjun, eru að ná sér í gang. Ég held að þetta verði bara skemmtilegur leikur. Þeir eru auðvitað ungir og efnilegir þarna í Stjörnunni – mæta með mikinn kraft og hasar – sem við þurfum að mæta,“ sem var þá spurður hvort reynslan ætti ekki að nýtast gegn ungu liði Stjörnunnar. „Já nákvæmlega, það er það sem við þurfum að gera. Við erum nú komnir með marga unga leikmenn, þó við séum eldri inn á milli og við þurfum að hjálpa þeim í gegnum þetta og reyna við stigin þrjú,“ segir Theódór Elmar. KR og Stjarnan mætast klukkan 19:15 í kvöld að Meistaravöllum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 19:00. Fylkir mætir þá ÍBV klukkan 17:00 og FH mætir HK klukkan 19:15. Báðir leikir verða sýndir á Sportrásunum áður en Bestu tilþrifin fara yfir öll mörkin klukkan 21:20 á Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
KR Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira