Sorpa Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 26. maí 2023 08:01 Hugmynd um endurvinnslustöð Sorpu við Kópavogskirkjugarð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra. Almennt er staðsetning endurvinnslustöðva í miðri íbúabyggð ekki heppileg, einkum vegna mikillar umferðar þungaflutningabíla sem skapast í kringum slíkar stöðvar. Núverandi staðsetning endurvinnslustöðvar Sorpu við Dalveg er því ákaflega óheppileg enda ekki í samræmi við aðalskipulag og stefnu bæjarins. Mikil slysahætta er við Dalveginn vegna starfsemi stöðvarinnar. Íbúar nærliggjandi byggðar hafa ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi enda gerir deiliskipulag svæðisins ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa og aðra vegfarendur í Kópavogsdalnum, eins og kaffi- og veitingastöðum, leiksvæði o.s.frv. Í áratug hefur málið verið rætt í bæjarstjórn, verið í opinberri umræðu og í samskiptum við forsvarsmenn Sorpu án þess að málið þokist eitthvað áfram. Ótækt var að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Nú þegar fyrir liggur að Sorpa flytur af Dalvegi í september 2024 þarf að huga að næstu skrefum. Við ætlum að efla grenndarstöðvar í hverfum Kópavogs og hefst undirbúningur á þeirri vinnu fljótlega. Þá blasir við að gera þarf ítarlega þarfa- og valkostagreiningu á mögulegri endurvinnslustöð sem skilar raunhæfri niðurstöðu. Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa er byggðarsamlag í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því. Eitt er þó víst að endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð var aldrei raunhæfur möguleiki frá upphafi að okkar mati. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Sorpa Kirkjugarðar Kópavogur Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Hugmynd um endurvinnslustöð Sorpu við Kópavogskirkjugarð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra. Almennt er staðsetning endurvinnslustöðva í miðri íbúabyggð ekki heppileg, einkum vegna mikillar umferðar þungaflutningabíla sem skapast í kringum slíkar stöðvar. Núverandi staðsetning endurvinnslustöðvar Sorpu við Dalveg er því ákaflega óheppileg enda ekki í samræmi við aðalskipulag og stefnu bæjarins. Mikil slysahætta er við Dalveginn vegna starfsemi stöðvarinnar. Íbúar nærliggjandi byggðar hafa ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi enda gerir deiliskipulag svæðisins ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa og aðra vegfarendur í Kópavogsdalnum, eins og kaffi- og veitingastöðum, leiksvæði o.s.frv. Í áratug hefur málið verið rætt í bæjarstjórn, verið í opinberri umræðu og í samskiptum við forsvarsmenn Sorpu án þess að málið þokist eitthvað áfram. Ótækt var að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Nú þegar fyrir liggur að Sorpa flytur af Dalvegi í september 2024 þarf að huga að næstu skrefum. Við ætlum að efla grenndarstöðvar í hverfum Kópavogs og hefst undirbúningur á þeirri vinnu fljótlega. Þá blasir við að gera þarf ítarlega þarfa- og valkostagreiningu á mögulegri endurvinnslustöð sem skilar raunhæfri niðurstöðu. Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa er byggðarsamlag í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því. Eitt er þó víst að endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð var aldrei raunhæfur möguleiki frá upphafi að okkar mati. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun