„Menn velta því fyrir sér hvort gullskip hafi strandað í fjörunni við Álftanes“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 10:01 Landsliðsmennirnir streyma til 1. deildarmeistara Álftanes. Hörður Axel Vilhjálmsson og Haukur Helgi Pálsson hafa báðir samið við nýliðana. Samsett/Álftanes körfubolti Nýliðar Álftanes í Subway deild karla í körfubolta hafa látið til sín taka á leikmannamarkaðnum og eru þegar búnir að semja við tvo íslenska landsliðsmenn fyrir fyrsta tímabilið í efstu deild í sögu félagsins. Hörður Axel Vilhjálmsson, lengi fyrirliði íslenska landsliðsins, kom fyrst frá Keflavík og nú síðasta kom Haukur Helgi Pálsson frá Njarðvík. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu körfuboltamanna Íslands og fóru með landsliðinu á bæði Eurobasket mótin. Guðjón Guðmundsson hitti Hugin Frey Þorsteinsson, formann Körfuknattleiksdeildar Álftanes, og forvitnaðist um stöðu mála fyrir þetta sögulega tímabil. Álftanes er ekki hætt á markaðnum þrátt fyrir þessa rosalegu byrjun. „Menn velta því fyrir sér hvort gullskip hafi strandað í fjörunni við Álftanes,“ sagði Guðjón í inngangi sínum fyrir viðtalið. „Það hefur gert það að því leiti að við erum að fá til okkar frábæra leikmenn. Við erum að fá til okkar tvo landsliðsmenn, Hörð Axel og Hauk Helga núna, sem eru að koma inn í þennan sterka kjarna sem við höfum fyrir og vann fyrstu deildina í fyrra,“ sagði Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Álftanes. „Við erum ansi ánægð með okkur núna með að fá þennan hvalreka svo maður haldi myndlíkingunum áfram. Að fá þessa tvo sterku aðila til liðs við okkur og svo ætlum við líka að ná okkur í fleiri leikmenn,“ sagði Huginn Freyr. Íþróttir snúast um það að sameina fólk „Hvað gerir það að verkum að þið farið út í þessa vegferð?“ spurði Gaupi. „Í upphafi, fyrir nokkrum árum, þá förum við í þessa vegferð til að byggja upp eitthvað skemmtilegt í okkar samfélagi. Íþróttir snúast um það að sameina fólk. Það er hugsjónin sem við göngum út frá í okkar starfi. Síðan hefur bara gengið vel að byggja upp körfubolta á Álftanesi. Það hentar vel að spila körfubolta út á Álftanesi því við erum með glæsilegt hús og við erum með góða umgjörð,“ sagði Huginn. „Við höfum verið heppin með þjálfara því við vorum með Hrafn Kristjánsson áður en Kjartan Atli tók við. Það hefur líka gengið vel að laða til okkar leikmenn, núna en líka áður þegar við vorum í öðrum deildum en Subway deildinni. Þá gekk vel að fá til okkar leikmenn og við höfum bara verið lánsöm og notið mikillar gæfu,“ sagði Huginn. Reyna að búa til skemmtun „Við höfum líka verið mjög ákveðin í því að við séum að reyna að búa til skemmtun fyrir okkar nærsamfélag og það að vekja athygli á körfubolta sem er bara að blómstra um þessar mundir,“ sagði Huginn. Þeir ætla sér lengra en bara að vera með í Subway deildinni. „Við erum alla vega ekki hætt. Við erum bara rétt að byrja enda að stíga okkar fyrstu skref upp í efstu deild. Við viljum fá til okkar leikmenn. Við höfum ekki reynslu af því að vera í Subway og við viljum fá til okkar leikmenn sem koma með reynslu, sem koma með þekkingu og geta virkilega stutt við þann kjarna sem við höfum verið með til þessa í okkar liði,“ sagði Huginn. Erfitt að sækja þá heim í Forsetahöllina „Þá teljum við að við munum spila skemmtilegan körfubolta. Ég held að Álftanes muni koma á óvart í efstu deild og það verður erfitt að sækja okkur heim í Forsetahöllina,“ sagði Huginn. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Huginn Freyr: Íþróttir snúast um það að sameina fólk Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, lengi fyrirliði íslenska landsliðsins, kom fyrst frá Keflavík og nú síðasta kom Haukur Helgi Pálsson frá Njarðvík. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu körfuboltamanna Íslands og fóru með landsliðinu á bæði Eurobasket mótin. Guðjón Guðmundsson hitti Hugin Frey Þorsteinsson, formann Körfuknattleiksdeildar Álftanes, og forvitnaðist um stöðu mála fyrir þetta sögulega tímabil. Álftanes er ekki hætt á markaðnum þrátt fyrir þessa rosalegu byrjun. „Menn velta því fyrir sér hvort gullskip hafi strandað í fjörunni við Álftanes,“ sagði Guðjón í inngangi sínum fyrir viðtalið. „Það hefur gert það að því leiti að við erum að fá til okkar frábæra leikmenn. Við erum að fá til okkar tvo landsliðsmenn, Hörð Axel og Hauk Helga núna, sem eru að koma inn í þennan sterka kjarna sem við höfum fyrir og vann fyrstu deildina í fyrra,“ sagði Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Álftanes. „Við erum ansi ánægð með okkur núna með að fá þennan hvalreka svo maður haldi myndlíkingunum áfram. Að fá þessa tvo sterku aðila til liðs við okkur og svo ætlum við líka að ná okkur í fleiri leikmenn,“ sagði Huginn Freyr. Íþróttir snúast um það að sameina fólk „Hvað gerir það að verkum að þið farið út í þessa vegferð?“ spurði Gaupi. „Í upphafi, fyrir nokkrum árum, þá förum við í þessa vegferð til að byggja upp eitthvað skemmtilegt í okkar samfélagi. Íþróttir snúast um það að sameina fólk. Það er hugsjónin sem við göngum út frá í okkar starfi. Síðan hefur bara gengið vel að byggja upp körfubolta á Álftanesi. Það hentar vel að spila körfubolta út á Álftanesi því við erum með glæsilegt hús og við erum með góða umgjörð,“ sagði Huginn. „Við höfum verið heppin með þjálfara því við vorum með Hrafn Kristjánsson áður en Kjartan Atli tók við. Það hefur líka gengið vel að laða til okkar leikmenn, núna en líka áður þegar við vorum í öðrum deildum en Subway deildinni. Þá gekk vel að fá til okkar leikmenn og við höfum bara verið lánsöm og notið mikillar gæfu,“ sagði Huginn. Reyna að búa til skemmtun „Við höfum líka verið mjög ákveðin í því að við séum að reyna að búa til skemmtun fyrir okkar nærsamfélag og það að vekja athygli á körfubolta sem er bara að blómstra um þessar mundir,“ sagði Huginn. Þeir ætla sér lengra en bara að vera með í Subway deildinni. „Við erum alla vega ekki hætt. Við erum bara rétt að byrja enda að stíga okkar fyrstu skref upp í efstu deild. Við viljum fá til okkar leikmenn. Við höfum ekki reynslu af því að vera í Subway og við viljum fá til okkar leikmenn sem koma með reynslu, sem koma með þekkingu og geta virkilega stutt við þann kjarna sem við höfum verið með til þessa í okkar liði,“ sagði Huginn. Erfitt að sækja þá heim í Forsetahöllina „Þá teljum við að við munum spila skemmtilegan körfubolta. Ég held að Álftanes muni koma á óvart í efstu deild og það verður erfitt að sækja okkur heim í Forsetahöllina,“ sagði Huginn. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Huginn Freyr: Íþróttir snúast um það að sameina fólk
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira