Óvæntur vinskapur kom Nonna til Hamrén í Noregi - „Gaf okkur steik og rautt á kvöldin“ Sverrir Mar Smárason skrifar 24. maí 2023 08:30 Fremur óvæntur vinskapur varð til þess að Jón Aðalsteinn fékk að fylgjast með Hamrén hjá Rosenborg Vísir/Samsett mynd Þjálfarinn Jón Aðalsteinn Kristjánsson eða „Nonni Coach“ eins og margir þekkja hann hefur lengi þjálfað lið í neðri deildum Íslands. Hann mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í þjálfun. Nonni hefur meðal annars þjálfað KF, Augnablik, Elliða, Kára, Hamar og Þrótt Vogum ásamt því að eiga tvö tímabil sem þjálfari í Bestu deild kvenna, þá hjá Val og Fylki. Jón Aðalsteinn hefur í gegnum tíðina verið duglegur við að afla sér þekkingar og reynslu annarra þjálfara sem annað hvort eiga lengri feril eða þjálfa á hærra getustigi. Hann sagði Sverri meðal annars frá því þegar hann heimsótti Erik Hamrén, þáverandi þjálfara Rosenborgar í Noregi, sem síðar varð landsliðsþjálfari Íslands. Stemningsmaðurinn Erik HamrénVÍSIR/GETTY „Talaði ekki um annað en Erik vin sinn“ Það var Haraldur Hróðmarsson, sem lék undir stjórn Nonna hjá Hamar 2011-2012, sem opnaði þá umræðu í þættinum. „Við fundum það og hann var alveg opinn með það að hann var hringjandi í þjálfara í efstu deild eins og Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson. Hann var að spyrja þá út í álit á einhverjum málum sem hann var að eiga við og að fylgjast með þjálfun á hæsta getustigi. Það var frægt þegar hann fór til Rosenborgar að hitta Erik Hamrén. Svo kom hann heim og talaði ekki um annað en Erik vin sinn í mánuð,“ sagði Haraldur um fyrrum þjálfara sinn. Nonni tók undir þessa umræðu og útskýrði betur hvernig að því kom að hann skyldi heimsækja þennan topp klúbb með topp þjálfara eins og Erik Hamrén. „Mig skorti ákveðinn meistaraflokksferil og ég sá það alveg þannig ég fór til dæmis mikið til Danmerkur til félaga míns sem bjó þar þá og við heimsóttum marga klúbba þar. Við fórum til Rosenborgar fyrir tilstuðlan Eyfa sem var formaður og framkvæmdastjóri Hamars. Erik og Eyfi eru bestu vinir. Sú saga hefur aldrei verið sögð í Íslenskum fjölmiðlum að Eyfi, Erik Hamrén og Eiki Hauks söngvari eru perluvinir. Hann gerði það að verkum að við fórum til Rosenborgar og vorum þar í viku. Rokkguðinn Eiríkur Hauksson Erik Hamrén var þá búinn að ákveða að taka við sænska landsliðinu og var að klára tímabilið með Rosenborg. Við fengum að vera á æfingasvæðinu með honum á daginn og svo var hann að gefa okkur steik og rautt á kvöldin. Vorum á öllum video fundum og fengum bara rosalegan aðgang að Rosenborg, allt fyrir tilstuðlan Eyfa,“ sagði Nonni um sína reynslu og hélt áfram. „Varðandi Heimi þá vorum við bara svolítið að æfa saman í Hress. Vorum þar í spinning að halda okkur í formi. Með Rúnar fékk ég að fara inn á æfingar til hans og Teits Þórðar í tvær vikur. Til þess bara að fá að sjá og læra hvernig lið í efstu deild voru að gera þetta. Það er enginn sem hringir í þig, þú verður að hringja sjálfur bara,“ sagði Nonni. Nonni bað sömuleiðis Ásgeir Elíasson heitinn um að fá að fylgjast með æfingum hjá honum en hann tók öðruvísi á móti honum en aðrir. „Ég bað líka „Geira El“ heitinn um að fá að fylgjast með æfingum hjá honum þegar ég var hjá Úlfunum á sínum tíma. Hann sagði nei komdu bara og æfðu. Þannig ég æfði bara með Þrótti í hálft tímabil, spilaði æfingaleiki og eitthvað fyrir Þróttarana. Þeir voru að verða vitlausir á mér enda ekki nægilega góður. Þetta var ekta „Geiri El“ og þú getur ímyndað þér hvað maður lærði þar. Það er verið að gera þetta út um allan heim,“ sagði Jón Aðalsteinn að lokum.Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta.Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn eða þjálfara. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl“ Víglundur Páll Einarsson, fyrrum knattspyrnumaður, átti langan og farsælan feril í neðri deildum Íslands. Hann sinnti einnig mörgum öðrum hlutverkum en hlutverki leikmanns. Spilandi þjálfari, þjálfari, formaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri svo eitthvað sé nefnt. 2. maí 2023 22:30 „Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30 „Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“ Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup. 9. maí 2023 10:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Nonni hefur meðal annars þjálfað KF, Augnablik, Elliða, Kára, Hamar og Þrótt Vogum ásamt því að eiga tvö tímabil sem þjálfari í Bestu deild kvenna, þá hjá Val og Fylki. Jón Aðalsteinn hefur í gegnum tíðina verið duglegur við að afla sér þekkingar og reynslu annarra þjálfara sem annað hvort eiga lengri feril eða þjálfa á hærra getustigi. Hann sagði Sverri meðal annars frá því þegar hann heimsótti Erik Hamrén, þáverandi þjálfara Rosenborgar í Noregi, sem síðar varð landsliðsþjálfari Íslands. Stemningsmaðurinn Erik HamrénVÍSIR/GETTY „Talaði ekki um annað en Erik vin sinn“ Það var Haraldur Hróðmarsson, sem lék undir stjórn Nonna hjá Hamar 2011-2012, sem opnaði þá umræðu í þættinum. „Við fundum það og hann var alveg opinn með það að hann var hringjandi í þjálfara í efstu deild eins og Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson. Hann var að spyrja þá út í álit á einhverjum málum sem hann var að eiga við og að fylgjast með þjálfun á hæsta getustigi. Það var frægt þegar hann fór til Rosenborgar að hitta Erik Hamrén. Svo kom hann heim og talaði ekki um annað en Erik vin sinn í mánuð,“ sagði Haraldur um fyrrum þjálfara sinn. Nonni tók undir þessa umræðu og útskýrði betur hvernig að því kom að hann skyldi heimsækja þennan topp klúbb með topp þjálfara eins og Erik Hamrén. „Mig skorti ákveðinn meistaraflokksferil og ég sá það alveg þannig ég fór til dæmis mikið til Danmerkur til félaga míns sem bjó þar þá og við heimsóttum marga klúbba þar. Við fórum til Rosenborgar fyrir tilstuðlan Eyfa sem var formaður og framkvæmdastjóri Hamars. Erik og Eyfi eru bestu vinir. Sú saga hefur aldrei verið sögð í Íslenskum fjölmiðlum að Eyfi, Erik Hamrén og Eiki Hauks söngvari eru perluvinir. Hann gerði það að verkum að við fórum til Rosenborgar og vorum þar í viku. Rokkguðinn Eiríkur Hauksson Erik Hamrén var þá búinn að ákveða að taka við sænska landsliðinu og var að klára tímabilið með Rosenborg. Við fengum að vera á æfingasvæðinu með honum á daginn og svo var hann að gefa okkur steik og rautt á kvöldin. Vorum á öllum video fundum og fengum bara rosalegan aðgang að Rosenborg, allt fyrir tilstuðlan Eyfa,“ sagði Nonni um sína reynslu og hélt áfram. „Varðandi Heimi þá vorum við bara svolítið að æfa saman í Hress. Vorum þar í spinning að halda okkur í formi. Með Rúnar fékk ég að fara inn á æfingar til hans og Teits Þórðar í tvær vikur. Til þess bara að fá að sjá og læra hvernig lið í efstu deild voru að gera þetta. Það er enginn sem hringir í þig, þú verður að hringja sjálfur bara,“ sagði Nonni. Nonni bað sömuleiðis Ásgeir Elíasson heitinn um að fá að fylgjast með æfingum hjá honum en hann tók öðruvísi á móti honum en aðrir. „Ég bað líka „Geira El“ heitinn um að fá að fylgjast með æfingum hjá honum þegar ég var hjá Úlfunum á sínum tíma. Hann sagði nei komdu bara og æfðu. Þannig ég æfði bara með Þrótti í hálft tímabil, spilaði æfingaleiki og eitthvað fyrir Þróttarana. Þeir voru að verða vitlausir á mér enda ekki nægilega góður. Þetta var ekta „Geiri El“ og þú getur ímyndað þér hvað maður lærði þar. Það er verið að gera þetta út um allan heim,“ sagði Jón Aðalsteinn að lokum.Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta.Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn eða þjálfara. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl“ Víglundur Páll Einarsson, fyrrum knattspyrnumaður, átti langan og farsælan feril í neðri deildum Íslands. Hann sinnti einnig mörgum öðrum hlutverkum en hlutverki leikmanns. Spilandi þjálfari, þjálfari, formaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri svo eitthvað sé nefnt. 2. maí 2023 22:30 „Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30 „Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“ Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup. 9. maí 2023 10:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Tíu ára horfi ég upp á vin minn lenda fyrir bíl“ Víglundur Páll Einarsson, fyrrum knattspyrnumaður, átti langan og farsælan feril í neðri deildum Íslands. Hann sinnti einnig mörgum öðrum hlutverkum en hlutverki leikmanns. Spilandi þjálfari, þjálfari, formaður, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri svo eitthvað sé nefnt. 2. maí 2023 22:30
„Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. 24. apríl 2023 09:30
„Það stoppaði bíll þarna og þurfti að bíða á meðan 80 naktir menn hlupu“ Ingimar Helgi Finnsson eða litla flugvélin eins og hann er oft þekktur mætti til Sverris Mar í hlaðvarpið „Ástríðan: hetjur neðri deildanna“ á dögunum og ræddi þar sinn feril í neðri deildum Íslands í fótbolta. Eins og gengur og gerist þá eru til ansi margar góðar sögur af liðum í neðri deildum og Ingimar fór yfir eina þeirra þar sem lið Árborgar á það til að fara í nektarhlaup. 9. maí 2023 10:00