Hvaða grunnvatn? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 22. maí 2023 11:01 Bílaþvottaplön með slöngukústum og hreinu drykkjvatni í tonnatali er einkenni á Íslandi sem margir erlendir gestir undrast. Grunnvatn er til í ríkum mæli, einkum í þeim fjórðungi landsins sem telst eldvirkur og í næsta nágrenni við hann. Grunnvatnið er sá hluti úrkomunnar sem nær niður í berggrunnin (jarðlögin), djúpt eða grunnt. Allir helstu vatnsstraumarnir stefna út af landinu, beint í sjó fram á ströndum eða inn í jarðlög á sjávarbotni. Á landsvæðum með eldri berggrunn en u.þ.b. þriggja milljón ára rennur mikill meiri hluti úrkomunnar til sjávar sem yfirborðsvatn. Nýlegt eldgosaberg er með miklu meira af opnum glufum, sprungum og holrýmum en það gamla sem aftur á móti hefur orðið mun þéttara með aldri vegna alls konar efnaferla sem þar verða. Grunnvatn í efri hluta berggrunnsins, niður á tuga eða fáein hundruð metra dýpi, getum við notað sem kalt neysluvatn (ferskvatn). Neðar er vatnið víðast hvar tekið að hitna um of og hvarfast við bergið í meira mæli en svo að okkur þyki það neysluhæft. Rætur hverasvæða, bæði háhita- og lághitasvæða, innihalda upphitað grunnvatn að mestu leyti. Þar er borað niður á 1.000-2.800 metra og aflað gufu og heita vatnsins mikilvæga. Mat á vatnsrennsli út af öllu landinu, bæði yfirborðsvatn og grunnvatn, leikur á bilinu 4.700-6.500 tonn á sek. eftir árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn á sek. - álíka og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Ætla má að ítrasta lágmarki að grunnvatnsrennslið nemi um 15-20% af afrennslinu, eða í kringum 1.000 tonn á sek. - tvær og hálf Ölfusá - en gæti numið allt að þriðjungi afrennslisins, þ.e. 1.800 tonnum á sek. eða rúmar fjórar Ölfusár. Reykjanesskagi er eitt þeirrra landsvæða sem inniheldur einna mest af ferskvatni í efri hluta berggrunnsins. Frekar lítið grunnvatnsrennsli er t.d. á Garðskaga - metið um 1 tonn á sek. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn á sek. í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn á sek., aðallega fyrrum úrkoma á Bláfjöllum og Brennisteinsfjöllum. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undan hrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæðið við Kaldá. Ferskvatn er numið á mörgum stöðum á skaganum, úr grunnum borholum, allt frá Gvendarbrunnum til Grindavíkur - í Svartsengisvirkjun er það hitað upp sem hitaveituvatn. Nálægt Þorlákshöfn er framleitt drykkjarvatn í umbúðum til útflutnings og þar er líka fiskeldi á landi. Grunnvatn sem er notað innanlands, kalt eða volgt, endar í hafi. Sé því dælt í jarðlög er verið að skila vatninu í berggrunninn, djúpt eða grunnt - og að lokum til hafs. Landeigendur, þ.e. einstaklingar, fyrirtæki, ríkið eða sveitarfélög, hafa vatnsréttindi með höndum og mega selja aðgang að vatnsöflun ef því er að skipta en skilyrtur eignarnámsréttur (með bótaskyldu) er falinn hjá ríkinu. Í gildi eru vatnalög (sjá lagasafn Alþingis) með ýmsum krókum og kimum. Þessi fáeinu grunnatriði, og raunar margt fleira, ber að hafa í huga þegar rætt er um Carbfix, hitaveitur, ferskvatnsútflutning, landakaup og hvaðeina sem tekur til grunnvatnsnytja á Íslandi. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Umhverfismál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Bílaþvottaplön með slöngukústum og hreinu drykkjvatni í tonnatali er einkenni á Íslandi sem margir erlendir gestir undrast. Grunnvatn er til í ríkum mæli, einkum í þeim fjórðungi landsins sem telst eldvirkur og í næsta nágrenni við hann. Grunnvatnið er sá hluti úrkomunnar sem nær niður í berggrunnin (jarðlögin), djúpt eða grunnt. Allir helstu vatnsstraumarnir stefna út af landinu, beint í sjó fram á ströndum eða inn í jarðlög á sjávarbotni. Á landsvæðum með eldri berggrunn en u.þ.b. þriggja milljón ára rennur mikill meiri hluti úrkomunnar til sjávar sem yfirborðsvatn. Nýlegt eldgosaberg er með miklu meira af opnum glufum, sprungum og holrýmum en það gamla sem aftur á móti hefur orðið mun þéttara með aldri vegna alls konar efnaferla sem þar verða. Grunnvatn í efri hluta berggrunnsins, niður á tuga eða fáein hundruð metra dýpi, getum við notað sem kalt neysluvatn (ferskvatn). Neðar er vatnið víðast hvar tekið að hitna um of og hvarfast við bergið í meira mæli en svo að okkur þyki það neysluhæft. Rætur hverasvæða, bæði háhita- og lághitasvæða, innihalda upphitað grunnvatn að mestu leyti. Þar er borað niður á 1.000-2.800 metra og aflað gufu og heita vatnsins mikilvæga. Mat á vatnsrennsli út af öllu landinu, bæði yfirborðsvatn og grunnvatn, leikur á bilinu 4.700-6.500 tonn á sek. eftir árabili, gögnum og matsaðferðum. Meðaltalið er 5.600 tonn á sek. - álíka og vatnsmagn sextán Ölfusáa. Ætla má að ítrasta lágmarki að grunnvatnsrennslið nemi um 15-20% af afrennslinu, eða í kringum 1.000 tonn á sek. - tvær og hálf Ölfusá - en gæti numið allt að þriðjungi afrennslisins, þ.e. 1.800 tonnum á sek. eða rúmar fjórar Ölfusár. Reykjanesskagi er eitt þeirrra landsvæða sem inniheldur einna mest af ferskvatni í efri hluta berggrunnsins. Frekar lítið grunnvatnsrennsli er t.d. á Garðskaga - metið um 1 tonn á sek. Mest er það á milli Selvogsstrandar og Þorlákshafnar, 20-30 tonn á sek. í ungum og sprungnum berggrunni. Á milli Hafnarfjarðar og Voga er rennslið 15-20 tonn á sek., aðallega fyrrum úrkoma á Bláfjöllum og Brennisteinsfjöllum. Í Straumsvík flæðir mikið ferskvatn grunnt undan hrauni frá 12. öld en ofar í landinu er vatnstökusvæðið við Kaldá. Ferskvatn er numið á mörgum stöðum á skaganum, úr grunnum borholum, allt frá Gvendarbrunnum til Grindavíkur - í Svartsengisvirkjun er það hitað upp sem hitaveituvatn. Nálægt Þorlákshöfn er framleitt drykkjarvatn í umbúðum til útflutnings og þar er líka fiskeldi á landi. Grunnvatn sem er notað innanlands, kalt eða volgt, endar í hafi. Sé því dælt í jarðlög er verið að skila vatninu í berggrunninn, djúpt eða grunnt - og að lokum til hafs. Landeigendur, þ.e. einstaklingar, fyrirtæki, ríkið eða sveitarfélög, hafa vatnsréttindi með höndum og mega selja aðgang að vatnsöflun ef því er að skipta en skilyrtur eignarnámsréttur (með bótaskyldu) er falinn hjá ríkinu. Í gildi eru vatnalög (sjá lagasafn Alþingis) með ýmsum krókum og kimum. Þessi fáeinu grunnatriði, og raunar margt fleira, ber að hafa í huga þegar rætt er um Carbfix, hitaveitur, ferskvatnsútflutning, landakaup og hvaðeina sem tekur til grunnvatnsnytja á Íslandi. Höfundur er rithöfundur og jarðvísindamaður.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun