Í fjórða skiptið sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst á einu stigi í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 15:00 Keyshawn Woods var hetja Stólanna og sýndi hvað hann er með sterkar taugar þegar hann setti niður fimm víti í röð á úrslitastundu þar sem þrjú í röð þegar fjórar sekúndur voru eftir. Woods átti erfitt með sig í leikslok eins og fleiri Stólar. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll er Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir að hafa unnið fimmta og síðasta leik úrslitaeinvígis Subway deildar karla í körfubolta með minnsta mun. Spennan í úrslitaeinvíginu gat ekki verið meiri. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugfólk fær slíkan endi á Íslandsmótinu en þrisvar áður í sögu úrslitakeppni karla hefur úrslitaeinvígið ráðist á síðustu sekúndu í oddaleik. Tindastóll varð þannig fjórða liðið sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn á einu stigi í oddaleik. Þetta hafði reyndar ekki gerst í fjórtán ár eða síðan að KR vann 84-83 sigur á Grindavík vorið 2009. Þar áður unnu Njarðvíkingar 68-67 sigur á Grindvíkingum í oddaleik í Grindavík vorið 1994. Fyrsti oddaleikurinn til að vinnast á einu stigi var tvíframlengdur úrslitaleikur Njarðvíkur og Hauka vorið 1988. Haukarnir unnu á endanum með einu stigi, 92-91. Það vekur athygli að í þremur af þessum fjórum leikjum hefur útiliðið fagnað sigri. Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugfólk fær slíkan endi á Íslandsmótinu en þrisvar áður í sögu úrslitakeppni karla hefur úrslitaeinvígið ráðist á síðustu sekúndu í oddaleik. Tindastóll varð þannig fjórða liðið sem vinnur Íslandsmeistaratitilinn á einu stigi í oddaleik. Þetta hafði reyndar ekki gerst í fjórtán ár eða síðan að KR vann 84-83 sigur á Grindavík vorið 2009. Þar áður unnu Njarðvíkingar 68-67 sigur á Grindvíkingum í oddaleik í Grindavík vorið 1994. Fyrsti oddaleikurinn til að vinnast á einu stigi var tvíframlengdur úrslitaleikur Njarðvíkur og Hauka vorið 1988. Haukarnir unnu á endanum með einu stigi, 92-91. Það vekur athygli að í þremur af þessum fjórum leikjum hefur útiliðið fagnað sigri. Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.
Að vinna Íslandsmeistaratitilinn með einu stigi í oddaleik 19. apríl 1988 í Ljónagryfjunni Njarðvík - Haukar 91-92 (66-66, 79-79) Tvíframlengdur leikur. Reynir Kristjánsson skoraði sigurkörfu Hauka á síðustu sekúndunni þegar öllu augu Njarðvíkinga voru á Pálmari Sigurðssyni sem var með 43 stig og 11 þrista í leiknum. Þristur frá Pálmari þriggði Haukum fyrri framlenginguna en víti frá Ívari Ásgrímssyni tryggðu Haukum seinni framlenginguna. - 16. apríl 1994 í Grindavík Grindavík - Njarðvík 67-68 Rondey Robinson tryggði Njarðvíkingum sigurinn með því að skora úr öðru vítaskota sinna þegar 1,4 sekúndur voru eftir af leiknum. Hann hitti úr því fyrra en klikkaði á því seinna. Grindvíkingar höfðu ekki tíma til að skora og leiktíminn rann út. Rondey var með 20 stig og 16 fráköst í leiknum. Grindavík komst í 13-3 í byrjun og var átta stigum yfir í seinni hálfleiknum. - 13. apríl 2009 í Vesturbænum KR - Grindavík 84-83 KR-ingar voru sjö stigum yfir, 84-77, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir en skoruðu ekki eftir það. Grindvíkingar skoruðu sex síðustu stig leiknum og fengu síðan lokasókn leiksins til að tryggja sér sigurinn. Helgi Jónas Guðfinnsson fékk þá opið þriggja stiga skot en hætti við að skjóta og Grindvíkingar náðu ekki skoti á körfuna. Fannar Ólafsson komst inn í sendingu Grindvíkinga og leiktíminn rann út. - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Valur - Tindastóll 81-82 Valsmenn voru fjórum stigum yfir, 79-75, þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og aftur 81-79 yfir þegar fjórar sekúndur voru eftir. Keyshawn Woods hitti úr fimm vítum í röð á lokasekúndum þar af þremur í röð til að tryggja Stólunum 82-81 sigur. Valsmenn náðu ekki að svara og Stólarnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira