Stoltur gestgjafi Helga Vala Helgadóttir skrifar 16. maí 2023 16:01 Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins. Nú eru einhverjir sem gera sér ekki fulla grein fyrir tilurð Evrópuráðsins og fyrir hvað það stendur, halda jafnvel að Evrópuráð og Evrópusamband sé einn og sami hluturinn en svo er alls ekki. Til Evrópuráðsins var stofnað í maí 1949, í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og eru aðildarríki þess nú 46, eftir að Rússum var vísað út úr Evrópuráðinu í kjölfar innrásar þeirra inn í Úkraínu. Hlutverk Evrópuráðsins breyttist nokkuð eftir lok Kalda stríðsins en fékk svo töluvert aukið vægi eftir innrás Rússa inn í Úkraínu á síðasta ári. Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu 1950. Meginhlutverk Evrópuráðsins er að efla samvinnu og ekki síður samkennd meðal aðildarríkjanna, með höfuðáherslu á mannréttindi, lýðræðislega stjórnarhætti, sammannleg gildi og almenn lífsgæði íbúa álfunnar, en þar á meðal eru umhverfismál, fjölmiðlar og réttarkerfið, menntun og menning og félagsleg réttindi grundvallarmál svo dæmi séu tekin. Samvinna Evrópuráðsríkjanna er í margskonar formi, gerðir eru alþjóðasamningar eins og Mannréttindasáttmáli Evrópu og félagsmálasáttmáli Evrópu sem hafa svo áhrif á löggjöf aðildarríkjanna og stjórnkerfið í hverju ríki. Þannig hafa þessir samningar haft afgerandi áhrif á lífsgæði okkar og verndað okkar grundvallarréttindi. Ísland er fullvalda ríki og í krafti fullveldis er það aðili að Evrópuráðinu. Ég tel það skipta máli að við séum einmitt virk í þessu samstarfi því við höfum margt að miðla og ég ber þá von í brjósti að út af þessum fundi komi skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda en ekki síður til rússneskra stjórnvalda um fordæmingu á árásarstríði þeirra á Úkraínu og mögulegum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni. Já, ég er stoltur gestgjafi og óska þeim sem halda utan um þennan risastóra viðburð góðs gengis í dag og næstu daga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Samfylkingin Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins. Nú eru einhverjir sem gera sér ekki fulla grein fyrir tilurð Evrópuráðsins og fyrir hvað það stendur, halda jafnvel að Evrópuráð og Evrópusamband sé einn og sami hluturinn en svo er alls ekki. Til Evrópuráðsins var stofnað í maí 1949, í kjölfar seinni heimsstyrjaldar og eru aðildarríki þess nú 46, eftir að Rússum var vísað út úr Evrópuráðinu í kjölfar innrásar þeirra inn í Úkraínu. Hlutverk Evrópuráðsins breyttist nokkuð eftir lok Kalda stríðsins en fékk svo töluvert aukið vægi eftir innrás Rússa inn í Úkraínu á síðasta ári. Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu 1950. Meginhlutverk Evrópuráðsins er að efla samvinnu og ekki síður samkennd meðal aðildarríkjanna, með höfuðáherslu á mannréttindi, lýðræðislega stjórnarhætti, sammannleg gildi og almenn lífsgæði íbúa álfunnar, en þar á meðal eru umhverfismál, fjölmiðlar og réttarkerfið, menntun og menning og félagsleg réttindi grundvallarmál svo dæmi séu tekin. Samvinna Evrópuráðsríkjanna er í margskonar formi, gerðir eru alþjóðasamningar eins og Mannréttindasáttmáli Evrópu og félagsmálasáttmáli Evrópu sem hafa svo áhrif á löggjöf aðildarríkjanna og stjórnkerfið í hverju ríki. Þannig hafa þessir samningar haft afgerandi áhrif á lífsgæði okkar og verndað okkar grundvallarréttindi. Ísland er fullvalda ríki og í krafti fullveldis er það aðili að Evrópuráðinu. Ég tel það skipta máli að við séum einmitt virk í þessu samstarfi því við höfum margt að miðla og ég ber þá von í brjósti að út af þessum fundi komi skýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda en ekki síður til rússneskra stjórnvalda um fordæmingu á árásarstríði þeirra á Úkraínu og mögulegum stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni. Já, ég er stoltur gestgjafi og óska þeim sem halda utan um þennan risastóra viðburð góðs gengis í dag og næstu daga. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun