Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Valur 2-0 | Stjörnukonur kláruðu Íslandsmeistarana Kári Mímisson skrifar 16. maí 2023 23:12 Liðin mættust í í leik meistara meistaranna fyrir tímabil Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stórleikur 4. umferðar fór fram á Samsungvellinum í Garðabæ þegar Stjarnan tók á móti ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Vals. Þessi lið mættust fyrir rétt rúmum mánuði í Meistarakeppni KSÍ og þá hafði Stjarnan betur í vítaspyrnukeppni. Það sama var uppi á teningnum í dag og fóru leikar svo að Stjarnan vann góðan sigur á Val 2-0 og fór í leiðinni upp fyrir Val í annað sætið en bæði lið eru með sjö stig eftir fjóra leiki en Stjarnan er með betri markatölu. Valsstúlkur gátu með sigri komist á topp deildarinnar. Stjarnan hafði hins vegar farið brösuglega af stað og hafði aðeins unnið einn leik fyrir þennan leik. Bæði lið mættu hér án fyrirliða sinna. Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var í leikbanni eftir að aga og úrskurðarnefnd KSÍ dæmdi hana í tveggja leikja bann fyrir að hafa togað í hár Caeley Lordemann í leik liðsins gegn ÍBV í 2. umferð. Elísa Viðarsdóttir meiddist í síðustu umferð gegn Selfossi og gat því ekki leikið með í kvöld. Leikurinn fór vel af stað og þurftu áhorfendur ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu. Gunnhildur Yrsa skoraði það eftir að Valsstúlkur náðu ekki að koma fyrirgjöf Úlfu Dís Úlfarsdóttur í burtu. Boltinn féll þá fyrir framan Gunnhildi sem gerði allt rétt og skoraði með góðu skoti. Óverjandi fyrir Fanneyju Ingu í marki Vals. Stjarnan tvöfaldaði svo forystu sína eftir mistök í vörn Vals. Lilý Rut reyndi að sparka boltanum fram en Úlfa Dís náði að komast inn í sendinguna og gerði svo allt rétt þegar hún lék á Fanneyju Ingu í marki Vals. Þrátt fyrir að Valur væri meira með boltann þá náði liðið ekki að skapa sér neitt alvöru marktækifæri og staðan því í hálfleik 2-0 fyrir heimakonur. Áfram héldu Valskonur betur í boltann í seinni hálfleik en án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Besta færi þeirra fékk Ída Marín Hermannsdóttir þegar fyrirgjöf Ásdísar Karenar barst til hennar en skot Ídu fór yfir markið. Það var svo á 77. mínútu sem Hanna Kallmaier þurfti að yfirgefa völlinn á börum. Hún virtist hafa fengið slæman slink á hnéð og lá sárkvalin eftir. Valur sótti látlaust undir lokin en án þess að skapa sér nein alvöru marktækifæri. Besta færi síðari hálfleiks kom í hendur Stjörnunnar þegar Jasmín Erla Ingadóttir komst ein í gegn eftir að Valskonur höfðu fjölmennt í sóknina. Skot Jasmínar fór hins vegar framhjá og því urðu lokatölurnar hér í Garðabænum 2-0 fyrir heimakonur. Af hverju vann Stjarnan? Liðið skoraði snemma leiks og náðu algjörlega að halda Val í skefjum. Valur skapaði sér engin alvöru tækifæri og sannfærandi sigur Stjörnunnar staðreynd. Hverjar stóðu upp úr? Gunnhildur Yrsa stóð fyrir sínu svona eins og alltaf. Málfríður Erna límdi vörnina saman og það var ekki að sjá að Stjarnan saknaði Önnu Maríu þarna í öftustu línu. Úlfa Dís var svo frábær í dag og skapaði allskonar usla framan af leik. Hvað gekk illa? Eins og áður kom fram þá gekk illa hjá Val að skapa marktækifæri í kvöld. Ekki mikið bit hjá þeim í fremstu línu. Mætingin á völlinn gekk líka illa. Garðbæingar eru með lið sem margir spá titlinum og þegar Valur mætir í Garðabæinn eiga að vera miklu fleiri en 209 í stúkunni. Hvað gerist næst? Valur fær ÍBV í heimsókn á mánudaginn á meðan Stjörnustúlkur gera sér ferð í Skagafjörð og leika við Tindastól á þriðjudaginn eftir viku. Pétur: „Ég hef alltaf áhyggjur af öllu, alveg sama hvað það er“ Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara síðustu tvö ár í röð.VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum vonsvikinn eftir tapið í kvöld. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt að tapa. Við vorum ekki góðar í fyrri hálfleik en mér fannst við skárri í seinni hálfleik.“ Spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af því hvað liðið virtist vera bitlaust fram á var Pétur snöggur að svara. „Ég hef alltaf áhyggjur af öllu, alveg sama hvað það er.“ Miðjukonan knáa, Hanna Kallmaier, var borin út af í kvöld. Veist þú hver staðan á henni er? „Ég get ekki staðfest hver staðan á henni er en þetta leit ekki vel út allavegana. Hún fær eitthvað högg á hnéið og þetta lítur bara ekki vel út svona í fyrstu sín.“ Vörn Vals leit ekki vel út í báðum mörkunum í kvöld. Pétur segir að bæði mörkin hafi verið ódýr. „Þetta eru bara ódýr mörk sem við gáfum fannst mér. Þetta er ólíkt okkur en svona skeður bara í fótbolta.“ Gunnhildur: „Hver skorar mörkin er ekki það sem skiptir máli“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eitt af mörkum Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Ég er ánægð. Það er gott að ná í þrjú stig hérna heima gegn sterku Vals liði. Við komum vel til baka eftir að hafa gert jafntefli við Þrótt. Maður er alltaf ánægður þegar maður nær í þrjú stig. Valur er náttúrulega með svaka sterka hóp og sterkt lið. Við vissum að við þyrftum að vera rosalega þéttar og verjast vel. Við gerðum það. Það gáfu allar allt í þennan leik og þetta var kannski ekkert fallegt í seinni hálfleik en við kláruðum verkefnið og það er það sem skiptir máli,“ sagði kampakát Gunnhildur Yrsa eftir leik. Gunnhildur skoraði fyrra markið í kvöld en þetta var hennar annað mark í sumar. Spurð út í markið segist hún hafa verið fyrst og síðast ánægð með að hafa hitt boltann. „Ég ákvað bara að lauma mér inn í teig, var búin að vera djúp á miðjunni en vil samt stundum fá að lauma mér inn í teig og boltinn bara hrökk til mín. Ég náði skotinu með vinstri og hann fór sem betur fer inn í markið. Ég er náttúrulega ekki með sterkasta vinstri fótinn þannig að ég var bara ánægð að hafa hitt boltann.“ Það er ekki að sjá að það blundi einhver markagræðgi í Gunnhildi sem fagnar því bara að liðið sigri. „Meðan við vinnum er ég sátt. Hver skorar mörkin er ekki það sem skiptir máli. Það þarf ellefu inni á vellinum til að vinna þennan leik og líka þær sem eru á bekknum. Það er það sem skiptir máli.“ Gunnhildur bar fyrirliðabandið í kvöld í fjarveru Önnu Maríu Baldursdóttur. Gunnhildur sagðist vera stolt að fá að leiða þennan frábæra hóp en saknaði Önnu Maríu. „Ótrúlega stolt, stolt af þessu liði og stolt að fá að bera fyrirliðabandið. Þetta er frábær hópur. Ég sakna samt Önnu auðvitað.“ Besta deild kvenna
Stjarnan vann góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stórleikur 4. umferðar fór fram á Samsungvellinum í Garðabæ þegar Stjarnan tók á móti ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Vals. Þessi lið mættust fyrir rétt rúmum mánuði í Meistarakeppni KSÍ og þá hafði Stjarnan betur í vítaspyrnukeppni. Það sama var uppi á teningnum í dag og fóru leikar svo að Stjarnan vann góðan sigur á Val 2-0 og fór í leiðinni upp fyrir Val í annað sætið en bæði lið eru með sjö stig eftir fjóra leiki en Stjarnan er með betri markatölu. Valsstúlkur gátu með sigri komist á topp deildarinnar. Stjarnan hafði hins vegar farið brösuglega af stað og hafði aðeins unnið einn leik fyrir þennan leik. Bæði lið mættu hér án fyrirliða sinna. Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var í leikbanni eftir að aga og úrskurðarnefnd KSÍ dæmdi hana í tveggja leikja bann fyrir að hafa togað í hár Caeley Lordemann í leik liðsins gegn ÍBV í 2. umferð. Elísa Viðarsdóttir meiddist í síðustu umferð gegn Selfossi og gat því ekki leikið með í kvöld. Leikurinn fór vel af stað og þurftu áhorfendur ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu. Gunnhildur Yrsa skoraði það eftir að Valsstúlkur náðu ekki að koma fyrirgjöf Úlfu Dís Úlfarsdóttur í burtu. Boltinn féll þá fyrir framan Gunnhildi sem gerði allt rétt og skoraði með góðu skoti. Óverjandi fyrir Fanneyju Ingu í marki Vals. Stjarnan tvöfaldaði svo forystu sína eftir mistök í vörn Vals. Lilý Rut reyndi að sparka boltanum fram en Úlfa Dís náði að komast inn í sendinguna og gerði svo allt rétt þegar hún lék á Fanneyju Ingu í marki Vals. Þrátt fyrir að Valur væri meira með boltann þá náði liðið ekki að skapa sér neitt alvöru marktækifæri og staðan því í hálfleik 2-0 fyrir heimakonur. Áfram héldu Valskonur betur í boltann í seinni hálfleik en án þess þó að skapa sér nein alvöru færi. Besta færi þeirra fékk Ída Marín Hermannsdóttir þegar fyrirgjöf Ásdísar Karenar barst til hennar en skot Ídu fór yfir markið. Það var svo á 77. mínútu sem Hanna Kallmaier þurfti að yfirgefa völlinn á börum. Hún virtist hafa fengið slæman slink á hnéð og lá sárkvalin eftir. Valur sótti látlaust undir lokin en án þess að skapa sér nein alvöru marktækifæri. Besta færi síðari hálfleiks kom í hendur Stjörnunnar þegar Jasmín Erla Ingadóttir komst ein í gegn eftir að Valskonur höfðu fjölmennt í sóknina. Skot Jasmínar fór hins vegar framhjá og því urðu lokatölurnar hér í Garðabænum 2-0 fyrir heimakonur. Af hverju vann Stjarnan? Liðið skoraði snemma leiks og náðu algjörlega að halda Val í skefjum. Valur skapaði sér engin alvöru tækifæri og sannfærandi sigur Stjörnunnar staðreynd. Hverjar stóðu upp úr? Gunnhildur Yrsa stóð fyrir sínu svona eins og alltaf. Málfríður Erna límdi vörnina saman og það var ekki að sjá að Stjarnan saknaði Önnu Maríu þarna í öftustu línu. Úlfa Dís var svo frábær í dag og skapaði allskonar usla framan af leik. Hvað gekk illa? Eins og áður kom fram þá gekk illa hjá Val að skapa marktækifæri í kvöld. Ekki mikið bit hjá þeim í fremstu línu. Mætingin á völlinn gekk líka illa. Garðbæingar eru með lið sem margir spá titlinum og þegar Valur mætir í Garðabæinn eiga að vera miklu fleiri en 209 í stúkunni. Hvað gerist næst? Valur fær ÍBV í heimsókn á mánudaginn á meðan Stjörnustúlkur gera sér ferð í Skagafjörð og leika við Tindastól á þriðjudaginn eftir viku. Pétur: „Ég hef alltaf áhyggjur af öllu, alveg sama hvað það er“ Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara síðustu tvö ár í röð.VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum vonsvikinn eftir tapið í kvöld. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt að tapa. Við vorum ekki góðar í fyrri hálfleik en mér fannst við skárri í seinni hálfleik.“ Spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af því hvað liðið virtist vera bitlaust fram á var Pétur snöggur að svara. „Ég hef alltaf áhyggjur af öllu, alveg sama hvað það er.“ Miðjukonan knáa, Hanna Kallmaier, var borin út af í kvöld. Veist þú hver staðan á henni er? „Ég get ekki staðfest hver staðan á henni er en þetta leit ekki vel út allavegana. Hún fær eitthvað högg á hnéið og þetta lítur bara ekki vel út svona í fyrstu sín.“ Vörn Vals leit ekki vel út í báðum mörkunum í kvöld. Pétur segir að bæði mörkin hafi verið ódýr. „Þetta eru bara ódýr mörk sem við gáfum fannst mér. Þetta er ólíkt okkur en svona skeður bara í fótbolta.“ Gunnhildur: „Hver skorar mörkin er ekki það sem skiptir máli“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eitt af mörkum Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Ég er ánægð. Það er gott að ná í þrjú stig hérna heima gegn sterku Vals liði. Við komum vel til baka eftir að hafa gert jafntefli við Þrótt. Maður er alltaf ánægður þegar maður nær í þrjú stig. Valur er náttúrulega með svaka sterka hóp og sterkt lið. Við vissum að við þyrftum að vera rosalega þéttar og verjast vel. Við gerðum það. Það gáfu allar allt í þennan leik og þetta var kannski ekkert fallegt í seinni hálfleik en við kláruðum verkefnið og það er það sem skiptir máli,“ sagði kampakát Gunnhildur Yrsa eftir leik. Gunnhildur skoraði fyrra markið í kvöld en þetta var hennar annað mark í sumar. Spurð út í markið segist hún hafa verið fyrst og síðast ánægð með að hafa hitt boltann. „Ég ákvað bara að lauma mér inn í teig, var búin að vera djúp á miðjunni en vil samt stundum fá að lauma mér inn í teig og boltinn bara hrökk til mín. Ég náði skotinu með vinstri og hann fór sem betur fer inn í markið. Ég er náttúrulega ekki með sterkasta vinstri fótinn þannig að ég var bara ánægð að hafa hitt boltann.“ Það er ekki að sjá að það blundi einhver markagræðgi í Gunnhildi sem fagnar því bara að liðið sigri. „Meðan við vinnum er ég sátt. Hver skorar mörkin er ekki það sem skiptir máli. Það þarf ellefu inni á vellinum til að vinna þennan leik og líka þær sem eru á bekknum. Það er það sem skiptir máli.“ Gunnhildur bar fyrirliðabandið í kvöld í fjarveru Önnu Maríu Baldursdóttur. Gunnhildur sagðist vera stolt að fá að leiða þennan frábæra hóp en saknaði Önnu Maríu. „Ótrúlega stolt, stolt af þessu liði og stolt að fá að bera fyrirliðabandið. Þetta er frábær hópur. Ég sakna samt Önnu auðvitað.“
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti