Erdogan í góðri stöðu fyrir aðra lotu Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2023 12:01 Kannanir gáfu til kynna að Erdogan gæti lent í vandræðum. AP/Emrah Gure Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er í góðri stöðu eftir fyrstu lotu forsetakosninga. Flokkarnir á bakvið hann héldu líklega meirihluta á þingi og hann er aðeins rúmlega hálfu prósentustigi frá því að tryggja sér meirihluta atkvæða. Búið er að telja nánast öll atkvæði og er staðan þannig að Erdogan er með 49,42 prósent, Kilicdaroglu er með 44,95 prósent og Ogan með 5,2 prósent. Frambjóðandi þarf meira en helming atkvæða til að verða forseti og því verða haldnar aðrar kosningar. Þá verða eingöngu þeir Erdogan og Kilicdaroglu í framboði en sú lota kosninganna fer fram þann 28. maí. Erdogan leiðir Réttlætis- og þróunarflokkinn í Tyrklandi eða AKP. Hann er fæddur árið 1954 og hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi. Hann varð fyrst forsætisráðherra árið 2003 en varð í kjölfarið forseti árið 2014. Hann mátti ekki verða forsætisráðherra aftur þar sem hann hafði setið þrjú kjörtímabili. AKP-flokkurinn beitti sér þá fyrir því að færa völd til forsetaembættisins og varð Erdogan kjörinn forseti. Kannanir gáfu til kynna í aðdraganda kosninganna að Erdogan gæti tapað kosningunum og þá að miklu leyti vegna slæms ástands efnahags Tyrklands og vegna viðbragða ríkisstjórnar landsins við mannskæðum jarðskjálfta í febrúar. Sjá einnig: Allar líkur á annarri umferð í forsetakosningunum í Tyrklandi Í kosningabaráttunni sakaði Erdogan Kilicdaroglu um að starfa með hryðjuverkamönnum og styðja „afbrigðileg“ réttindi hinsegin fólks. Forsetinn hækkaði einnig laun opinberra starfsmanna, lífeyrisgreiðslur og niðurgreiddi rafmagns- og gasreikninga, rétt fyrir kosningarnar. Kilicdaroglu hét því að auka aftur málfrelsi í Tyrklandi og gera lýðræðisumbætur eftir langvarandi stjórnartíð Erdogan. Hann sagðist einnig vilja draga úr verðbólgu og bæta efnahagsástandið í landinu. Verðbólga í Tyrklandi mætist um 44 prósent en var um 86 prósent þegar mest var. Erdogan hefur persónulegal verið kennt um háa verðbólgu í Tyrklandi en hann heldur því fram, þvert á hefðbundna þekkingu, að háir stýrivextir valdi verðbólgu og hefur beitt sér fyrir því að vextir séu lágir í Tyrklandi. Hélt stuðningi víðast hvar Svo virðist, samvkvæmt Al Jazeera, sem Erdogan hafi haldið vel í stuðning sinn víðast hvar í landinu. Hann fékk aðeins lægra fylgi en áður í suðausturhluta landsins, þar sem jarðskjálfti lék íbúa nýlega grátt og kvartað hefur verið yfir viðbrögðum ríkisstjórnar Erdogan. Forsetinn fékk þó meira fylgi þar en búist var við. Þá fékk Erdogan mikið fylgi í borgum landsins en honum hefur í gegnum árin gengið hvað verst í þéttum byggðum Tyrklands. Óvíst hvern Ogan styður AKP og aðrir bandalagsflokkar á þingi virðast hafa haldið meirihluta sínum, sem bætir stöðu Erdogan fyrir aðra lotu kosninga. Erdogan dró þó verulega úr valdi þingsins og færði vald á hendur forseta árið 2017. AKP-samstarfið fékk 49,3 prósent og þar með 321 af sex hundruð þingsætum, bandalagið að baki Kilicdaroglu fékk 35,2 prósent og flokkur Kúrda fékk rúm tíu prósent atkvæða. Erdogan gæti hagnast á þessari velgengni AKP í þingkosningunum þar sem kjósendur vilji forðast skipta ríkisstjórn. Kilicdaroglu segist þó viss um sigur í seinni lotunni og heitir því að bæta lýðræði í Tyrklandi, sem Erdogan hefur lengi verið sakaður um að grafa undan. Kilicdaroglu segir að Erdogan hafi tapað trausti þjóðarinnar og kallað sé eftir breytingum. Ogan mun ekki taka þátt í næstu lotu og hann hefur ekki sagt hvorn hinna hann muni styðja. AP fréttaveitan segir talið að stuðningsmenn hans vilji frekar breytingar en að Erdogan verði aftur forseti, en það er alls ekki víst. Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58 Erdogan leiðir en Kilicdaroglu er sigurviss Núverandi forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, leiðir forsetakosningarnar í landinu eftir fyrstu tölur. Búið er að telja tæplega rúm fjörutíu prósent atkvæða og fékk Erdogan um 52,5 prósent þeirra. Helsti andstæðingur Erdogan í kosningunum, Kemal Kilicdaroglu, fékk 41,55 prósent atkvæða. 14. maí 2023 17:35 Twitter sagt láta undan þrýstingi Erdogan Andófsmaður og rannsóknarblaðamaður eru á meðal þeirra sem samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa fallist á að fela fyrir tyrkenskum notendum sínum rétt fyrir mikilvægustu kosningar í landinu í áraraðir. Twitter hefur ekki sagt hvers kyns efni miðilinn samþykkti að ritskoða. 14. maí 2023 09:23 Skrúfa fyrir valið efni korter í kosningar Samfélagsmiðillinn Twitter hefur tilkynnt að ákveðið efni á miðlinum verði ekki aðgengilegt notendum hans í Tyrklandi. Gríðarlega mikilvægar kosningar verða í landinu á morgun en litlu sem engu munar á sitjandi forsetanum Erdogan og keppinauti hans Kemal Kilicdaroglu í skoðanakönnunum. 13. maí 2023 21:24 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Búið er að telja nánast öll atkvæði og er staðan þannig að Erdogan er með 49,42 prósent, Kilicdaroglu er með 44,95 prósent og Ogan með 5,2 prósent. Frambjóðandi þarf meira en helming atkvæða til að verða forseti og því verða haldnar aðrar kosningar. Þá verða eingöngu þeir Erdogan og Kilicdaroglu í framboði en sú lota kosninganna fer fram þann 28. maí. Erdogan leiðir Réttlætis- og þróunarflokkinn í Tyrklandi eða AKP. Hann er fæddur árið 1954 og hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi. Hann varð fyrst forsætisráðherra árið 2003 en varð í kjölfarið forseti árið 2014. Hann mátti ekki verða forsætisráðherra aftur þar sem hann hafði setið þrjú kjörtímabili. AKP-flokkurinn beitti sér þá fyrir því að færa völd til forsetaembættisins og varð Erdogan kjörinn forseti. Kannanir gáfu til kynna í aðdraganda kosninganna að Erdogan gæti tapað kosningunum og þá að miklu leyti vegna slæms ástands efnahags Tyrklands og vegna viðbragða ríkisstjórnar landsins við mannskæðum jarðskjálfta í febrúar. Sjá einnig: Allar líkur á annarri umferð í forsetakosningunum í Tyrklandi Í kosningabaráttunni sakaði Erdogan Kilicdaroglu um að starfa með hryðjuverkamönnum og styðja „afbrigðileg“ réttindi hinsegin fólks. Forsetinn hækkaði einnig laun opinberra starfsmanna, lífeyrisgreiðslur og niðurgreiddi rafmagns- og gasreikninga, rétt fyrir kosningarnar. Kilicdaroglu hét því að auka aftur málfrelsi í Tyrklandi og gera lýðræðisumbætur eftir langvarandi stjórnartíð Erdogan. Hann sagðist einnig vilja draga úr verðbólgu og bæta efnahagsástandið í landinu. Verðbólga í Tyrklandi mætist um 44 prósent en var um 86 prósent þegar mest var. Erdogan hefur persónulegal verið kennt um háa verðbólgu í Tyrklandi en hann heldur því fram, þvert á hefðbundna þekkingu, að háir stýrivextir valdi verðbólgu og hefur beitt sér fyrir því að vextir séu lágir í Tyrklandi. Hélt stuðningi víðast hvar Svo virðist, samvkvæmt Al Jazeera, sem Erdogan hafi haldið vel í stuðning sinn víðast hvar í landinu. Hann fékk aðeins lægra fylgi en áður í suðausturhluta landsins, þar sem jarðskjálfti lék íbúa nýlega grátt og kvartað hefur verið yfir viðbrögðum ríkisstjórnar Erdogan. Forsetinn fékk þó meira fylgi þar en búist var við. Þá fékk Erdogan mikið fylgi í borgum landsins en honum hefur í gegnum árin gengið hvað verst í þéttum byggðum Tyrklands. Óvíst hvern Ogan styður AKP og aðrir bandalagsflokkar á þingi virðast hafa haldið meirihluta sínum, sem bætir stöðu Erdogan fyrir aðra lotu kosninga. Erdogan dró þó verulega úr valdi þingsins og færði vald á hendur forseta árið 2017. AKP-samstarfið fékk 49,3 prósent og þar með 321 af sex hundruð þingsætum, bandalagið að baki Kilicdaroglu fékk 35,2 prósent og flokkur Kúrda fékk rúm tíu prósent atkvæða. Erdogan gæti hagnast á þessari velgengni AKP í þingkosningunum þar sem kjósendur vilji forðast skipta ríkisstjórn. Kilicdaroglu segist þó viss um sigur í seinni lotunni og heitir því að bæta lýðræði í Tyrklandi, sem Erdogan hefur lengi verið sakaður um að grafa undan. Kilicdaroglu segir að Erdogan hafi tapað trausti þjóðarinnar og kallað sé eftir breytingum. Ogan mun ekki taka þátt í næstu lotu og hann hefur ekki sagt hvorn hinna hann muni styðja. AP fréttaveitan segir talið að stuðningsmenn hans vilji frekar breytingar en að Erdogan verði aftur forseti, en það er alls ekki víst.
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58 Erdogan leiðir en Kilicdaroglu er sigurviss Núverandi forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, leiðir forsetakosningarnar í landinu eftir fyrstu tölur. Búið er að telja tæplega rúm fjörutíu prósent atkvæða og fékk Erdogan um 52,5 prósent þeirra. Helsti andstæðingur Erdogan í kosningunum, Kemal Kilicdaroglu, fékk 41,55 prósent atkvæða. 14. maí 2023 17:35 Twitter sagt láta undan þrýstingi Erdogan Andófsmaður og rannsóknarblaðamaður eru á meðal þeirra sem samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa fallist á að fela fyrir tyrkenskum notendum sínum rétt fyrir mikilvægustu kosningar í landinu í áraraðir. Twitter hefur ekki sagt hvers kyns efni miðilinn samþykkti að ritskoða. 14. maí 2023 09:23 Skrúfa fyrir valið efni korter í kosningar Samfélagsmiðillinn Twitter hefur tilkynnt að ákveðið efni á miðlinum verði ekki aðgengilegt notendum hans í Tyrklandi. Gríðarlega mikilvægar kosningar verða í landinu á morgun en litlu sem engu munar á sitjandi forsetanum Erdogan og keppinauti hans Kemal Kilicdaroglu í skoðanakönnunum. 13. maí 2023 21:24 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga. 14. maí 2023 20:58
Erdogan leiðir en Kilicdaroglu er sigurviss Núverandi forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, leiðir forsetakosningarnar í landinu eftir fyrstu tölur. Búið er að telja tæplega rúm fjörutíu prósent atkvæða og fékk Erdogan um 52,5 prósent þeirra. Helsti andstæðingur Erdogan í kosningunum, Kemal Kilicdaroglu, fékk 41,55 prósent atkvæða. 14. maí 2023 17:35
Twitter sagt láta undan þrýstingi Erdogan Andófsmaður og rannsóknarblaðamaður eru á meðal þeirra sem samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa fallist á að fela fyrir tyrkenskum notendum sínum rétt fyrir mikilvægustu kosningar í landinu í áraraðir. Twitter hefur ekki sagt hvers kyns efni miðilinn samþykkti að ritskoða. 14. maí 2023 09:23
Skrúfa fyrir valið efni korter í kosningar Samfélagsmiðillinn Twitter hefur tilkynnt að ákveðið efni á miðlinum verði ekki aðgengilegt notendum hans í Tyrklandi. Gríðarlega mikilvægar kosningar verða í landinu á morgun en litlu sem engu munar á sitjandi forsetanum Erdogan og keppinauti hans Kemal Kilicdaroglu í skoðanakönnunum. 13. maí 2023 21:24