„Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíbahafi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2023 22:46 Brátt mun koma í ljós hvaða áhrif krýning nýs konungs mun hafa á breska konungsveldið. Aaron Chown/WPA Pool/Getty Forsætisráðherra eyjaríkisins Sankti Vinsent og Grenadína í Karíbahafi segir það „absúrd“ að Karl Bretakonungur sé þjóðhöfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valdatíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífstíð. Það er breska ríkisútvarpið sem greinir frá ummælum forsætisráðherrans Ralph Gonsalves. Ráðherrann segir að hann myndi glaður þiggja afsökunarbeiðni frá breska ríkinu og konungsveldinu fyrir þrælahald fyrri alda. Karl er þjóðhöfðingi átta ríkja í Karíbahafinu. Á síðastliðnu ári hafa leiðtogar Bahamas, Belís, Grenada, Jamaíka, Sankti Kitts og Nevis, auk Antígva og Barbúda allir lýst því yfir að þau hyggist taka til endurskoðunar stöðu Karls sem þjóðhöfðingja. Umræðan fór á flug eftir að Elísabet Bretlandsdrottning lést á síðasta ári. Segir breskan þjóðhöfðingja móðgun Forsætisráðherrann Gonsalves segir að vera bresks þjóðhöfðingja í landinu móðgi þjóðina og minni hennar. Hann segist styðja breytingar á stjórnarskránni svo að landið verði lýðveldi með kjörinn forseta. Eyríkið hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009. Þar var almenningur spurður hvort hann væri til í að landið yrði lýðveldi með kjörinn forseta. 45 prósent kjósenda studdi myndun lýðveldis en tveir þriðju hluta kjósenda þarf til að breytingarnar gangi í gegn. Gonsales segist ætla að beita sér fyrir því að kosið verði aftur um málið. Þjóðin ósammála Þrátt fyrir sterkar skoðanir forsætisráðherrans hefur nýleg skoðanakönnun sýnt að 63 prósent þjóðarinnar myndi hafna stofnun lýðveldis á kostnað bresku krúnunnar. Einungis 34 prósent myndu styðja hugmyndina. Í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að það sé í höndum stjórnvalda hvers ríkis að ákveða breytingar á stjórnarskrá þeirra. Sjálfur segir Gonsalves að hann myndi taka fagnandi afsökunarbeiðni frá Karli vegna fortíðar Bretlands er varðar þrælahald. Karl III Bretakonungur Kóngafólk Sankti Vinsent og Grenadínur Bretland Bahamaeyjar Belís Grenada Jamaíka Sankti Kitts og Nevis Antígva og Barbúda Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Það er breska ríkisútvarpið sem greinir frá ummælum forsætisráðherrans Ralph Gonsalves. Ráðherrann segir að hann myndi glaður þiggja afsökunarbeiðni frá breska ríkinu og konungsveldinu fyrir þrælahald fyrri alda. Karl er þjóðhöfðingi átta ríkja í Karíbahafinu. Á síðastliðnu ári hafa leiðtogar Bahamas, Belís, Grenada, Jamaíka, Sankti Kitts og Nevis, auk Antígva og Barbúda allir lýst því yfir að þau hyggist taka til endurskoðunar stöðu Karls sem þjóðhöfðingja. Umræðan fór á flug eftir að Elísabet Bretlandsdrottning lést á síðasta ári. Segir breskan þjóðhöfðingja móðgun Forsætisráðherrann Gonsalves segir að vera bresks þjóðhöfðingja í landinu móðgi þjóðina og minni hennar. Hann segist styðja breytingar á stjórnarskránni svo að landið verði lýðveldi með kjörinn forseta. Eyríkið hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um málið árið 2009. Þar var almenningur spurður hvort hann væri til í að landið yrði lýðveldi með kjörinn forseta. 45 prósent kjósenda studdi myndun lýðveldis en tveir þriðju hluta kjósenda þarf til að breytingarnar gangi í gegn. Gonsales segist ætla að beita sér fyrir því að kosið verði aftur um málið. Þjóðin ósammála Þrátt fyrir sterkar skoðanir forsætisráðherrans hefur nýleg skoðanakönnun sýnt að 63 prósent þjóðarinnar myndi hafna stofnun lýðveldis á kostnað bresku krúnunnar. Einungis 34 prósent myndu styðja hugmyndina. Í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni segir að það sé í höndum stjórnvalda hvers ríkis að ákveða breytingar á stjórnarskrá þeirra. Sjálfur segir Gonsalves að hann myndi taka fagnandi afsökunarbeiðni frá Karli vegna fortíðar Bretlands er varðar þrælahald.
Karl III Bretakonungur Kóngafólk Sankti Vinsent og Grenadínur Bretland Bahamaeyjar Belís Grenada Jamaíka Sankti Kitts og Nevis Antígva og Barbúda Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira