Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2023 22:01 Range Rover-bifreiðin sem ekið var inn í hóp förufólks fyrir utan gistiskýli í borginni Brownsville um helgina. AP/Brian Svendsen/NewsNation/KVEO-TV Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið. Átta létust og tíu slösuðust alvarlega þegar George Alvarez, 34 ára gamall Texasbúi, ók á átján manns sem sátu á gangstéttarkanti fyri utan flóttamannamiðstöð í bænum Brownsville í gærmorgun. Lögregla telur að Alvarez hafi misst stjórn á Range Rover-jeppa sínum eftir að hann ók yfir gatnamót á rauðu ljósi og hafnað á fólkinu. Jeppinn hafi oltið á hliðina og hafnað á fólkinu. Niðurstaðna eiturefnarannsóknar úr Alavarez er enn beðið. Hann reyndi að flýja vettvanginn en vegfarendur höfðu hendur í hári hans og héldu honum þar til lögreglumenn komu á staðinn. Alvarez á sér langa sakaferil. Felix Sauceda, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi í dag að Alvarez væri ákærður fyrir átta manndráp og tíu alvarlegar líkamsárásir með banvænu vopni. Sex létust á vettvangi en tveir til viðbótar á sjúkrahúsi. Reuters-fréttastofan hefur eftir Sauceda að ekki hafi verið útilokað að Alvarez hafi ekið á fólkið vísvitandi. Þeir látnu voru allir karlmenn og margir þeirra voru frá Venesúela. Ekki er enn búið að bera kennsl á þá alla. Stjórnvöld í Venesúela krefjast þess að rannsakað verði hvort að um hatursglæp hafi verið að ræða. Forstöðumaður gistiskýlisins fyrir flóttafólk segir að þeir hafi beðið eftir rútu til að komast aftur í miðborg Brownsville þegar Alvarez ók á þá. Skýlið er það eina í bænum sem sinnir þúsundum manna sem koma ólöglega yfir landamærin að Mexíkó og bíða meðferðar fyrir innflytjendadómstólum. Vitni hafa haldið því fram að Alvarez hafi bölvað þeim en Sauceda sagði að það hefði ekki fengist staðfest, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Skammt var stórra högga á milli í Texas um helgina. Byssumaður, sem margt bendir til að hafi verið nýnasískur hægriöfgamaður, skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í borginni Allen nærri Dallas á laugardag. Margir þeirra sem hann skaut voru rómanskamerískir innflytjendur. Búist er við holskeflu förufólks yfir landamærin frá Mexíkó þegar takmörkum á ferðir yfir þau sem giltu í kórónuveirufaraldrinum renna út á fimmtudag. AP segir að margir þeirra sem fara yfir landamærin geri það við Brownsville, rétt norðan við mexíkóska bæinn Matamoros. Uppfært 23:59 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði ranglega að skotárásin í Allen hefði verið framin sama dag og ekið var á fólkið í Brownsville. Það rétt er að skotárásin var framin daginn áður, á laugardag. Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Átta létust og tíu slösuðust alvarlega þegar George Alvarez, 34 ára gamall Texasbúi, ók á átján manns sem sátu á gangstéttarkanti fyri utan flóttamannamiðstöð í bænum Brownsville í gærmorgun. Lögregla telur að Alvarez hafi misst stjórn á Range Rover-jeppa sínum eftir að hann ók yfir gatnamót á rauðu ljósi og hafnað á fólkinu. Jeppinn hafi oltið á hliðina og hafnað á fólkinu. Niðurstaðna eiturefnarannsóknar úr Alavarez er enn beðið. Hann reyndi að flýja vettvanginn en vegfarendur höfðu hendur í hári hans og héldu honum þar til lögreglumenn komu á staðinn. Alvarez á sér langa sakaferil. Felix Sauceda, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi í dag að Alvarez væri ákærður fyrir átta manndráp og tíu alvarlegar líkamsárásir með banvænu vopni. Sex létust á vettvangi en tveir til viðbótar á sjúkrahúsi. Reuters-fréttastofan hefur eftir Sauceda að ekki hafi verið útilokað að Alvarez hafi ekið á fólkið vísvitandi. Þeir látnu voru allir karlmenn og margir þeirra voru frá Venesúela. Ekki er enn búið að bera kennsl á þá alla. Stjórnvöld í Venesúela krefjast þess að rannsakað verði hvort að um hatursglæp hafi verið að ræða. Forstöðumaður gistiskýlisins fyrir flóttafólk segir að þeir hafi beðið eftir rútu til að komast aftur í miðborg Brownsville þegar Alvarez ók á þá. Skýlið er það eina í bænum sem sinnir þúsundum manna sem koma ólöglega yfir landamærin að Mexíkó og bíða meðferðar fyrir innflytjendadómstólum. Vitni hafa haldið því fram að Alvarez hafi bölvað þeim en Sauceda sagði að það hefði ekki fengist staðfest, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Skammt var stórra högga á milli í Texas um helgina. Byssumaður, sem margt bendir til að hafi verið nýnasískur hægriöfgamaður, skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í borginni Allen nærri Dallas á laugardag. Margir þeirra sem hann skaut voru rómanskamerískir innflytjendur. Búist er við holskeflu förufólks yfir landamærin frá Mexíkó þegar takmörkum á ferðir yfir þau sem giltu í kórónuveirufaraldrinum renna út á fimmtudag. AP segir að margir þeirra sem fara yfir landamærin geri það við Brownsville, rétt norðan við mexíkóska bæinn Matamoros. Uppfært 23:59 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði ranglega að skotárásin í Allen hefði verið framin sama dag og ekið var á fólkið í Brownsville. Það rétt er að skotárásin var framin daginn áður, á laugardag.
Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. 7. maí 2023 07:45