Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Árni Jóhannsson skrifar 8. maí 2023 21:41 Ágúst Gylfason hefur nóg að hugsa um þessa dagana. Visir/ Diego Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. „Úrslitalega séð þá ætluðum við ekki að koma hingað og fá ekki neitt út úr þessum leik“, var það fyrsta sem Ágúst sagði við blaðamann sem spurði hann hvort frammistaða Stjörnunnar hafi ekki verið langt frá því sem hann vonaðist eftir. „Frammistaðan er svo spurningarmerki. Ég þarf að horfa á leikinn aftur og við erum bara mjög fúlir að hafa tapað hérna. Við fórum mjög lokaðir inn í leikinn og það er ekki okkar leikur. Fram skapaði sér ekki neitt og svo erum við klaufar í föstu leikatriði þar sem enginn er að dekka manninn. Smá ábyrgðarleysi en það er kannski það sem maður tekur út úr þessu að fá ekkert út úr leiknum.“ Ágúst var þá spurður hvort honum hafi ekki fundist Fram fá allt of mikið pláss til að athafna sig í leik kvöldsins. „Fram er þannig lið að þú vilt ekki koma of hátt á móti þeim. Þeir eru góðir í þríhyrningaspili og öðru og eru bara með hörkulið. Við ætluðum ekki að fara í þá gryfju að fara að elta þá um allan völl og láta þá spila okkur sundur og saman. Við gáfum þeim pláss og þeir nýttu það ágætlega en voru ekki að skapa sér neitt svakalega mikið en ekki gott hjá okkur að fá ekki neitt.“ Því næst var spurt að því hvort það væri krísa hjá Stjörnumönnum og stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Já það má alveg segja það. Við getum ekki falið okkur á bakvið það. Við erum með þrjú stig eftir sex leiki sem er óásættanlegt fyrir okkur. Við þurfum að taka ábyrgð á þessu, bæði þjálfarar og leikmenn, til að snúa þessu. Það þarf mikinn karakter til að snúa svona en það skín í gegn að góðir þjálfarar snúa því við þegar lið eru í krísu og það ætlum við að gera.“ Að lokum var Ágúst spurður að því hvort einhver plön væru að myndast til að snúa genginu við strax eftir að þessum leik lauk. „Já það er fullt í hausnum á manni. Alls konar plön og pælingar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður hefur lent í svona. Maður er vanur því að snúa þessu við og það er það sem við ætlum að gera í sameiningu.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira
„Úrslitalega séð þá ætluðum við ekki að koma hingað og fá ekki neitt út úr þessum leik“, var það fyrsta sem Ágúst sagði við blaðamann sem spurði hann hvort frammistaða Stjörnunnar hafi ekki verið langt frá því sem hann vonaðist eftir. „Frammistaðan er svo spurningarmerki. Ég þarf að horfa á leikinn aftur og við erum bara mjög fúlir að hafa tapað hérna. Við fórum mjög lokaðir inn í leikinn og það er ekki okkar leikur. Fram skapaði sér ekki neitt og svo erum við klaufar í föstu leikatriði þar sem enginn er að dekka manninn. Smá ábyrgðarleysi en það er kannski það sem maður tekur út úr þessu að fá ekkert út úr leiknum.“ Ágúst var þá spurður hvort honum hafi ekki fundist Fram fá allt of mikið pláss til að athafna sig í leik kvöldsins. „Fram er þannig lið að þú vilt ekki koma of hátt á móti þeim. Þeir eru góðir í þríhyrningaspili og öðru og eru bara með hörkulið. Við ætluðum ekki að fara í þá gryfju að fara að elta þá um allan völl og láta þá spila okkur sundur og saman. Við gáfum þeim pláss og þeir nýttu það ágætlega en voru ekki að skapa sér neitt svakalega mikið en ekki gott hjá okkur að fá ekki neitt.“ Því næst var spurt að því hvort það væri krísa hjá Stjörnumönnum og stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Já það má alveg segja það. Við getum ekki falið okkur á bakvið það. Við erum með þrjú stig eftir sex leiki sem er óásættanlegt fyrir okkur. Við þurfum að taka ábyrgð á þessu, bæði þjálfarar og leikmenn, til að snúa þessu. Það þarf mikinn karakter til að snúa svona en það skín í gegn að góðir þjálfarar snúa því við þegar lið eru í krísu og það ætlum við að gera.“ Að lokum var Ágúst spurður að því hvort einhver plön væru að myndast til að snúa genginu við strax eftir að þessum leik lauk. „Já það er fullt í hausnum á manni. Alls konar plön og pælingar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður hefur lent í svona. Maður er vanur því að snúa þessu við og það er það sem við ætlum að gera í sameiningu.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Sjá meira
Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10