Látið fjörðinn í friði Pálmi Gunnarsson skrifar 5. maí 2023 10:30 Við Íslendingar fáum auðveldlega æði fyrir allskonar snjalllausnum, allt frá fótanuddtækjum til vindmyllugarða sem eru þessa dagana ofarlega á lista lukkuriddara, ásamt eldi á laxi í opnum sjókvíum. Saga vindmyllugarða á Íslandi er ennþá á formálastiginu en það er saga laxeldis í opnum sjókvíum hins vegar ekki, hún spannar nokkra áratugi. Sú saga er lítt gæfuleg þar sem flest hefur farið úrskeiðis með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðina, sem er auðvitað þrælvön að taka slíkt á kassann. Þegar síðasta fiskeldisbylgja skall á okkur fór stórskemmtileg flökkusaga í loftið sem lýsir kannski í hnotskurn hversu auðvelt er að rugla okkur í ríminu ef peppið er nógu grimmt og í sjónmáli skjótfenginn gróði. En svona er sagan: Í einni af fjölmörgum umsóknum um sjókvíaeldisleyfi þurfti að staðsetja fyrirhugaðar kvíar með hnitum í vestfirskum firði og segir sagan að í téðri umsókn sem átti að hafa verið send inn handskrifuð með blýanti á stílarbókarblaði, hafi staðsetning kvíanna verið uppi í fjalli. Kannski er sagan haugalygi en samt hallast ég að því að hún gæti allt eins verið sönn, ef mið er tekið af stjórnleysinu sem einkennt hefur þennan bissness alla tíð og er að þessu sinni keyrður áfram af norskum eldiskóngum og innlendum meðreiðarsveinum þeirra. Alls staðar hafa þessir athafnamenn potað sér inn, boðandi „fagnaðarerindið“, með tilheyrandi hagræðingu á staðreyndum, dylgjandi um hvern þann sem vogar sér að benda á hætturnar sem stafa af þessum mengandi matvælaiðnaði, og etjandi fólki saman - sem er jú vísasta leiðin til árangurs ef verja þarf slæman málstað. Íslensk stjórnsýsla er svo söm við sig, með regluverk í molum, kyrjandi þekkta möntru um mikilvægi sjókvíaeldis fyrir þjóðar- og alheimshag, þegar aðrar þjóðir eru farnar að draga í land. Okkar eigið matvælaráðuneyti hefur aftur á móti það til málanna að leggja að fá erlent ráðgjafarfyrirtæki til að vinna skýrslu sem kostaði litlar 90 milljónir að hrista fram úr erminni. Því miður reyndist skýrslan sú meingallað hallelúja plagg sem ætti að mínu mati að fara beina leið í tætarann. Fyrir austan berjast Seyðfirðingar eins og ljón gegn áformum Fiskeldis Austfjarða/Ice Fish Farm, sem ætla með fulltingi Múlaþings og innviðaráðherra, með góðu eða illu að setja niður opnar sjókvíar í Seyðisfirði. Flestallir Seyðfirðingar vilja ekki sjá þetta, þykir vænt um fjörðinn sinn, átta sig á afleiðingunum eldisins og eru staðráðnir í að verjast yfirganginum og lögleysunni. Við þau sem ráða hjá Fiskeldi Austfjarða langar mig að segja þetta: Látið Seyðfirðinga í friði, þeir vilja ykkur ekki! Innviðaráðherra: Lagaðu nú mistökin sem þú gerðir þegar þú staðfestir strandsvæðaskipulag Austfjarða, skipulag sem klárlega er ógn við umhverfi og náttúru. Matvælaráðherra: Taktu nú afstöðu með þeim sem berjast gegn mengandi matvælaframleiðslu! Umhverfisráðherra: Stattu með Seyðfirðingum sem vilja vernda fjörðinn sinn fyrir eyðileggingu af völdum sjókvíaeldis í opnum sjókvíum. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar fáum auðveldlega æði fyrir allskonar snjalllausnum, allt frá fótanuddtækjum til vindmyllugarða sem eru þessa dagana ofarlega á lista lukkuriddara, ásamt eldi á laxi í opnum sjókvíum. Saga vindmyllugarða á Íslandi er ennþá á formálastiginu en það er saga laxeldis í opnum sjókvíum hins vegar ekki, hún spannar nokkra áratugi. Sú saga er lítt gæfuleg þar sem flest hefur farið úrskeiðis með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðina, sem er auðvitað þrælvön að taka slíkt á kassann. Þegar síðasta fiskeldisbylgja skall á okkur fór stórskemmtileg flökkusaga í loftið sem lýsir kannski í hnotskurn hversu auðvelt er að rugla okkur í ríminu ef peppið er nógu grimmt og í sjónmáli skjótfenginn gróði. En svona er sagan: Í einni af fjölmörgum umsóknum um sjókvíaeldisleyfi þurfti að staðsetja fyrirhugaðar kvíar með hnitum í vestfirskum firði og segir sagan að í téðri umsókn sem átti að hafa verið send inn handskrifuð með blýanti á stílarbókarblaði, hafi staðsetning kvíanna verið uppi í fjalli. Kannski er sagan haugalygi en samt hallast ég að því að hún gæti allt eins verið sönn, ef mið er tekið af stjórnleysinu sem einkennt hefur þennan bissness alla tíð og er að þessu sinni keyrður áfram af norskum eldiskóngum og innlendum meðreiðarsveinum þeirra. Alls staðar hafa þessir athafnamenn potað sér inn, boðandi „fagnaðarerindið“, með tilheyrandi hagræðingu á staðreyndum, dylgjandi um hvern þann sem vogar sér að benda á hætturnar sem stafa af þessum mengandi matvælaiðnaði, og etjandi fólki saman - sem er jú vísasta leiðin til árangurs ef verja þarf slæman málstað. Íslensk stjórnsýsla er svo söm við sig, með regluverk í molum, kyrjandi þekkta möntru um mikilvægi sjókvíaeldis fyrir þjóðar- og alheimshag, þegar aðrar þjóðir eru farnar að draga í land. Okkar eigið matvælaráðuneyti hefur aftur á móti það til málanna að leggja að fá erlent ráðgjafarfyrirtæki til að vinna skýrslu sem kostaði litlar 90 milljónir að hrista fram úr erminni. Því miður reyndist skýrslan sú meingallað hallelúja plagg sem ætti að mínu mati að fara beina leið í tætarann. Fyrir austan berjast Seyðfirðingar eins og ljón gegn áformum Fiskeldis Austfjarða/Ice Fish Farm, sem ætla með fulltingi Múlaþings og innviðaráðherra, með góðu eða illu að setja niður opnar sjókvíar í Seyðisfirði. Flestallir Seyðfirðingar vilja ekki sjá þetta, þykir vænt um fjörðinn sinn, átta sig á afleiðingunum eldisins og eru staðráðnir í að verjast yfirganginum og lögleysunni. Við þau sem ráða hjá Fiskeldi Austfjarða langar mig að segja þetta: Látið Seyðfirðinga í friði, þeir vilja ykkur ekki! Innviðaráðherra: Lagaðu nú mistökin sem þú gerðir þegar þú staðfestir strandsvæðaskipulag Austfjarða, skipulag sem klárlega er ógn við umhverfi og náttúru. Matvælaráðherra: Taktu nú afstöðu með þeim sem berjast gegn mengandi matvælaframleiðslu! Umhverfisráðherra: Stattu með Seyðfirðingum sem vilja vernda fjörðinn sinn fyrir eyðileggingu af völdum sjókvíaeldis í opnum sjókvíum. Höfundur er tónlistarmaður.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun