Sameining Kvennó og MS? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. maí 2023 08:31 Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. Aðdragandi umfjöllunarinnar voru fyrirmæli menntamálaráðuneytisins til skólanna um að þeir könnuðu hversu fýsilegur kostur samruni eða annað, breytt framtíðarskipulag væri. Tilkynning um þetta kom kennurum skólanna í opna skjöldu og hefur vakið upp mikla umræðu og hörð viðbrögð. Tímasetning málsins vekur nokkra furðu. Fyrirmæli ráðuneytisins bárust nefnilega viku eftir að mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Verkefni hópsins var að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. Aðeins nokkrum dögum síðar höfðu skólameistarar átta skóla á framhaldsskólastigi hafið viðræður um aukið samstarf og/eða sameiningu. Menntaskólinn við Sund og Kvennaskólinn hafa tvær vikur til að framkvæma könnun varðandi samruna. Í lok maí er síðan áætlað að mennta- og barnamálaráðherra taki ákvörðun um framhaldið. Ráðherrann hefur sagt að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum, heldur sé vilji til samtals um málið. Mál sem þessi séu viðkvæm og æskilegt sé að frumkvæðið að lausnum komi innan frá, en ekki að ofan. Skemmst er að minnast fyrri gerðar menntamálaráðuneytisins sem stytti nám til stúdentsprófs um eitt ár. Ég tek því undir orð ráðherrans og vona að þarna verði vandað til verka og ekki anað að neinu. Af þeim sökum hef ég lagt inn fyrirspurn til ráðherrans á Alþingi um þetta mál þar sem ég óska eftir upplýsingum um aðdraganda og tímasetningu málsins. Þá hef ég óskað eftir upplýsingum um forsendur fyrir vali þessara tveggja skóla og um af hverju skólameisturum annarra skóla var ekki falið að hefja sambærilegar viðræður. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Sjá meira
Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. Aðdragandi umfjöllunarinnar voru fyrirmæli menntamálaráðuneytisins til skólanna um að þeir könnuðu hversu fýsilegur kostur samruni eða annað, breytt framtíðarskipulag væri. Tilkynning um þetta kom kennurum skólanna í opna skjöldu og hefur vakið upp mikla umræðu og hörð viðbrögð. Tímasetning málsins vekur nokkra furðu. Fyrirmæli ráðuneytisins bárust nefnilega viku eftir að mennta- og barnamálaráðherra hafði skipað stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Verkefni hópsins var að leggja fram tillögur að framtíðarskipulagi til að auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna. Aðeins nokkrum dögum síðar höfðu skólameistarar átta skóla á framhaldsskólastigi hafið viðræður um aukið samstarf og/eða sameiningu. Menntaskólinn við Sund og Kvennaskólinn hafa tvær vikur til að framkvæma könnun varðandi samruna. Í lok maí er síðan áætlað að mennta- og barnamálaráðherra taki ákvörðun um framhaldið. Ráðherrann hefur sagt að ekkert hafi verið ákveðið í þessum efnum, heldur sé vilji til samtals um málið. Mál sem þessi séu viðkvæm og æskilegt sé að frumkvæðið að lausnum komi innan frá, en ekki að ofan. Skemmst er að minnast fyrri gerðar menntamálaráðuneytisins sem stytti nám til stúdentsprófs um eitt ár. Ég tek því undir orð ráðherrans og vona að þarna verði vandað til verka og ekki anað að neinu. Af þeim sökum hef ég lagt inn fyrirspurn til ráðherrans á Alþingi um þetta mál þar sem ég óska eftir upplýsingum um aðdraganda og tímasetningu málsins. Þá hef ég óskað eftir upplýsingum um forsendur fyrir vali þessara tveggja skóla og um af hverju skólameisturum annarra skóla var ekki falið að hefja sambærilegar viðræður. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun