Rúnar: Áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 23:17 Rúnar ásamt aðstoðarmanni sínum. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni. „Það er lítið hægt að segja, við nýtum ekki færin okkar og það er það sama í síðasta leik. Við fáum fullt af dauðafærum. Við erum ekki að nýta þau og fáum á okkur slæmt mark snemma í leiknum sem kannski breytti aðeins þessu mómenti sem var í gangi þá“, sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Okkur leið vel og við reyndum að spila þann fótbolta sem við vildum spila. Hann varð þvingaðri sem eftir leið á fyrri hálfleik. Svo finnst mér við vera mjög góðir í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera einum færri og við sköpuðum fullt. Við náðum ekki að skora og töpuðum þar af leiðandi,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð og hafa ekki náð að skora síðan í annarri umferð á móti Keflavík. „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum lagað. Við vonuðumst til að geta laga það hér í dag en færanýtingin okkar er mjög léleg. Við sköpuðum nóg og erum nóg með boltann en auðvitað átti HK sín upphlaup einnig sérstaklega eftir þeir voru einum færri. Við áttum þó mjög stór færi til að jafna leikinn.“ Það virtist koma meiri andi í KR-inga eftir að Jakobi Franz var vikið af velli og telur Rúnar að það hafi mögulega losnað um stress hjá sínum mönnum eftir spjaldið. „Ég held að menn hafi sleppt sér aðeins meira lausum eftir það. Kannski eitthvað stress í liðinu eftir tvo tapleiki í röð, þá verða menn kannski hræddir að gera mistök og þora ekki að spila sinn leik. Það kannski létti örlítið þegar við vorum einum færri og náðum að spila kraftmeiri bolta. Við tókum auðvitað mikla áhættu en nýtum ekki færin,“ sagði Rúnar að lokum eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn Besta deild karla KR HK Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
„Það er lítið hægt að segja, við nýtum ekki færin okkar og það er það sama í síðasta leik. Við fáum fullt af dauðafærum. Við erum ekki að nýta þau og fáum á okkur slæmt mark snemma í leiknum sem kannski breytti aðeins þessu mómenti sem var í gangi þá“, sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Okkur leið vel og við reyndum að spila þann fótbolta sem við vildum spila. Hann varð þvingaðri sem eftir leið á fyrri hálfleik. Svo finnst mér við vera mjög góðir í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera einum færri og við sköpuðum fullt. Við náðum ekki að skora og töpuðum þar af leiðandi,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð og hafa ekki náð að skora síðan í annarri umferð á móti Keflavík. „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum lagað. Við vonuðumst til að geta laga það hér í dag en færanýtingin okkar er mjög léleg. Við sköpuðum nóg og erum nóg með boltann en auðvitað átti HK sín upphlaup einnig sérstaklega eftir þeir voru einum færri. Við áttum þó mjög stór færi til að jafna leikinn.“ Það virtist koma meiri andi í KR-inga eftir að Jakobi Franz var vikið af velli og telur Rúnar að það hafi mögulega losnað um stress hjá sínum mönnum eftir spjaldið. „Ég held að menn hafi sleppt sér aðeins meira lausum eftir það. Kannski eitthvað stress í liðinu eftir tvo tapleiki í röð, þá verða menn kannski hræddir að gera mistök og þora ekki að spila sinn leik. Það kannski létti örlítið þegar við vorum einum færri og náðum að spila kraftmeiri bolta. Við tókum auðvitað mikla áhættu en nýtum ekki færin,“ sagði Rúnar að lokum eftir leikinn í kvöld.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR HK Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira