Kastljósinu beint að staðreyndum Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 2. maí 2023 14:31 Efnahagsmál varða okkur öll og því er mikilvægt að umræða um þau byggi á traustum grunni. Aftur á móti gætir oft mikils misræmis í almennri umræðu um efnahagsmál. Túlkanir álitsgjafa geta verið æði mismunandi og umræðan því þvælst. Til að átta sig á heildarmyndinni og skoða hversu vel okkur gengur í efnahagslegu tilliti getur verið gott að skoða gögn í alþjóðlegum samanburði. Þá er mikilvægt að gagnanna sé aflað með samræmdum hætti og þau svo túlkuð á viðeigandi hátt. Launakostnaður á vinnustund er hár á Íslandi Eurostat birti nýlega gögn um launakostnað í Evrópu á árinu 2022. Til að bera saman launakostnað milli þessara landa þarf að styðjast við sameiginlegan mælikvarða og er jafnan talað um launakostnað á hverja vinnustund að meðaltali í evrum. Þegar launakostnaður er metinn er horft til launa og launatengdra gjalda í senn til að fá samanburðarhæfa mynd af heildarkostnaði atvinnurekenda við starfsfólk. Kostnaðurinn var mestur í Noregi, 56 evrur á klukkustund en 48 evrur á Íslandi og að meðaltali 31 evra í ríkjum Evrópusambandsins. Þess ber að geta að Sviss vantaði í gögnin en telja má líklegt að Svisslendingar séu með einna mestan launakostnað meðal evrópskra þjóða. Á þennan mælikvarða, og miðað við nýjustu fáanlegu gögn, má vera ljóst að launakostnaður er sérlega hár hér á landi rétt eins og í öðrum Evrópulöndum þar sem velmegun er mikil. Meðalárslaun einna hæst á Íslandi þótt leiðrétt sé fyrir verðlagi Hluti skýringarinnar á miklum launakostnaði hér á landi felst auðvitað í því að laun eru há. Eurostat birtir einnig gögn um meðalárslaun fullvinnandi einstaklinga í þessum sömu ríkjum. Það getur verið gagnlegt að leiðrétta þessi gögn fyrir ólíku verðlagi milli landa til að hægt sé að glöggva sig á því hvað launafólk getur fengið af vörum og þjónustu fyrir launin sín. Er jafnan rætt um kaupmátt í þessu samhengi. Verðlag á Íslandi er hátt, enda er mikil fylgni milli launa og verðlags í hverju landi, en meðallaun á Íslandi eru meðal þeirra hæstu í Evrópu jafnvel þótt tekið hafi verið tillit til verðlags. Þetta má glögglega sjá í alþjóðlegum samanburði Eurostat þar sem Ísland er í fjórða sæti Evrópuríkja yfir kaupmáttarleiðrétt meðalárslaun, ofar öllum hinum Norðurlöndunum og 40% hærri en í Evrópusambandsríkjum að meðaltali. Hlutdeild launafólks í verðmætasköpun er mikil Til að átta sig á því hversu mikið launakostnaður vegur í atvinnurekstri þarf að setja hann í gagnlegt samhengi. Þegar ákvarðanir eru teknar um launasetningu þarf að horfa til þeirra tekna sem reksturinn skapar sem og annars kostnaðar í rekstri sem stendur eftir þegar laun hafa verið greidd, svo sem fjármagnsgjalda, eða fjárfestinga. Við getum horft til landsframleiðslu í þessu samhengi – hún er ákveðinn mælikvarði á þá verðmætasköpun sem fram fer í hagkerfinu, og það sem er þá “til skiptanna” ef svo má að orði komast. Þegar öll þau laun og launatengdu gjöld sem greidd eru út í hagkerfinu eru skoðuð í samhengi við heildarframleiðsluna má sjá að óvíða rennur stærra hlutfall verðmætasköpunar til launafólks en á Íslandi. Sumir gætu spurt hvort öll verðmætasköpunin ætti ekki að renna beint í vasa launafólks enda sé það vinnandi fólk sem í raun stendur undir allri verðmætasköpun. Hafa ber í huga að fyrirtæki þurfa að standa straum af ýmsum öðrum kostnaði en launakostnaði. Einnig þarf að huga að fjárfestingum í innviðum ásamt nýjustu tækjum og tólum svo hægt sé að undirbyggja hagvöxt framtíðar - sem launafólk mun byggja sínar framtíðartekjur á. Vandséð er að verðmætasköpun væri jafn mikil í dag og raun ber vitni án slíkrar fyrirhyggju. Lífsgæði byggja á verðmætasköpun Myndin er skýr. Laun á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi og launakostnaður er það einnig. Þetta endurspeglar þá miklu verðmætasköpun sem fram fer hér á landi og hina stóru hlutdeild launafólks í henni. Þegar allt kemur til alls getur hagur landsmanna ekki byggst á neinu öðru en þeim verðmætum sem sköpuð eru í hagkerfinu. Þar er einnig mikilvægt að hafa í huga að lífskjör okkar og afkomenda okkar munu byggja á því hversu vel okkur tekst að fjárfesta í innviðum, nýjustu tækni og hugviti til að framleidd verði enn meiri verðmæti í framtíðinni en í dag. Hér þarf því að finna ákveðið jafnvægi milli launa í nútíð, annars kostnaðar en launa og fjárfestingar sem mun standa fyrir enn betri lífskjörum þegar fram líða stundir. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagsmál varða okkur öll og því er mikilvægt að umræða um þau byggi á traustum grunni. Aftur á móti gætir oft mikils misræmis í almennri umræðu um efnahagsmál. Túlkanir álitsgjafa geta verið æði mismunandi og umræðan því þvælst. Til að átta sig á heildarmyndinni og skoða hversu vel okkur gengur í efnahagslegu tilliti getur verið gott að skoða gögn í alþjóðlegum samanburði. Þá er mikilvægt að gagnanna sé aflað með samræmdum hætti og þau svo túlkuð á viðeigandi hátt. Launakostnaður á vinnustund er hár á Íslandi Eurostat birti nýlega gögn um launakostnað í Evrópu á árinu 2022. Til að bera saman launakostnað milli þessara landa þarf að styðjast við sameiginlegan mælikvarða og er jafnan talað um launakostnað á hverja vinnustund að meðaltali í evrum. Þegar launakostnaður er metinn er horft til launa og launatengdra gjalda í senn til að fá samanburðarhæfa mynd af heildarkostnaði atvinnurekenda við starfsfólk. Kostnaðurinn var mestur í Noregi, 56 evrur á klukkustund en 48 evrur á Íslandi og að meðaltali 31 evra í ríkjum Evrópusambandsins. Þess ber að geta að Sviss vantaði í gögnin en telja má líklegt að Svisslendingar séu með einna mestan launakostnað meðal evrópskra þjóða. Á þennan mælikvarða, og miðað við nýjustu fáanlegu gögn, má vera ljóst að launakostnaður er sérlega hár hér á landi rétt eins og í öðrum Evrópulöndum þar sem velmegun er mikil. Meðalárslaun einna hæst á Íslandi þótt leiðrétt sé fyrir verðlagi Hluti skýringarinnar á miklum launakostnaði hér á landi felst auðvitað í því að laun eru há. Eurostat birtir einnig gögn um meðalárslaun fullvinnandi einstaklinga í þessum sömu ríkjum. Það getur verið gagnlegt að leiðrétta þessi gögn fyrir ólíku verðlagi milli landa til að hægt sé að glöggva sig á því hvað launafólk getur fengið af vörum og þjónustu fyrir launin sín. Er jafnan rætt um kaupmátt í þessu samhengi. Verðlag á Íslandi er hátt, enda er mikil fylgni milli launa og verðlags í hverju landi, en meðallaun á Íslandi eru meðal þeirra hæstu í Evrópu jafnvel þótt tekið hafi verið tillit til verðlags. Þetta má glögglega sjá í alþjóðlegum samanburði Eurostat þar sem Ísland er í fjórða sæti Evrópuríkja yfir kaupmáttarleiðrétt meðalárslaun, ofar öllum hinum Norðurlöndunum og 40% hærri en í Evrópusambandsríkjum að meðaltali. Hlutdeild launafólks í verðmætasköpun er mikil Til að átta sig á því hversu mikið launakostnaður vegur í atvinnurekstri þarf að setja hann í gagnlegt samhengi. Þegar ákvarðanir eru teknar um launasetningu þarf að horfa til þeirra tekna sem reksturinn skapar sem og annars kostnaðar í rekstri sem stendur eftir þegar laun hafa verið greidd, svo sem fjármagnsgjalda, eða fjárfestinga. Við getum horft til landsframleiðslu í þessu samhengi – hún er ákveðinn mælikvarði á þá verðmætasköpun sem fram fer í hagkerfinu, og það sem er þá “til skiptanna” ef svo má að orði komast. Þegar öll þau laun og launatengdu gjöld sem greidd eru út í hagkerfinu eru skoðuð í samhengi við heildarframleiðsluna má sjá að óvíða rennur stærra hlutfall verðmætasköpunar til launafólks en á Íslandi. Sumir gætu spurt hvort öll verðmætasköpunin ætti ekki að renna beint í vasa launafólks enda sé það vinnandi fólk sem í raun stendur undir allri verðmætasköpun. Hafa ber í huga að fyrirtæki þurfa að standa straum af ýmsum öðrum kostnaði en launakostnaði. Einnig þarf að huga að fjárfestingum í innviðum ásamt nýjustu tækjum og tólum svo hægt sé að undirbyggja hagvöxt framtíðar - sem launafólk mun byggja sínar framtíðartekjur á. Vandséð er að verðmætasköpun væri jafn mikil í dag og raun ber vitni án slíkrar fyrirhyggju. Lífsgæði byggja á verðmætasköpun Myndin er skýr. Laun á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi og launakostnaður er það einnig. Þetta endurspeglar þá miklu verðmætasköpun sem fram fer hér á landi og hina stóru hlutdeild launafólks í henni. Þegar allt kemur til alls getur hagur landsmanna ekki byggst á neinu öðru en þeim verðmætum sem sköpuð eru í hagkerfinu. Þar er einnig mikilvægt að hafa í huga að lífskjör okkar og afkomenda okkar munu byggja á því hversu vel okkur tekst að fjárfesta í innviðum, nýjustu tækni og hugviti til að framleidd verði enn meiri verðmæti í framtíðinni en í dag. Hér þarf því að finna ákveðið jafnvægi milli launa í nútíð, annars kostnaðar en launa og fjárfestingar sem mun standa fyrir enn betri lífskjörum þegar fram líða stundir. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun