Frekari afglöp við afglæpavæðingu Halldór Auðar Svansson skrifar 2. maí 2023 08:01 Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar. Þessi grein hefur því miður elst mjög vel, þar sem ríkisstjórnin hefur núna fallið frá afglæpavæðingu alfarið og þar með sannað kyrfilega að þetta er verkefni sem er dæmt til að mistakast ef ekki liggur fyrir skýr ákvörðun um að klára það. Heilbrigðisráðherrann er opinn fyrir skaðaminnkandi úrræðum og hefur lagt fram nokkrar ágætar tillögur í þeim anda – en er núna farinn að tala eins og að afglæpavæðing sé eitthvað annað en skaðaminnkun, sem og um að það sé hægt að útfæra afglæpavæðingu bara með einhvers konar breyttu verklagi lögreglunnar, án þess þó að taka það út úr lögunum að varsla neysluskammta sé refsiverð. Þessar frumlegu nálganir á afglæpavæðingu eru algjörlega á skjön við ráðleggingar sérfræðinga í skaðaminnkun, sem hafa um áraraðir kallað eftir afglæpavæðingu sem skaðaminnkandi úrræði, með þeim einföldu rökum að glæpavæðingin sé nákvæmlega það atriði sem veldur hvað mestri jaðarsetningu fólks sem glímir við fíknivanda, þar sem fólk veigrar sér gjarnan við að leita sér aðstoðar við því sem kerfið meðhöndlar sem glæp. Þannig sé afglæpavæðing bæði skaðaminnkandi í sjálfu sér og forsenda þess að önnur skaðaminnkandi úrræði nýtist almennilega. Ráðherrann virðist sjá fyrir sér að hægt sé að taka á þessari jaðarsetningu án þess að fara í afglæpavæðingu. Þar virðist hann vera að reyna að samrýma þær staðreyndir í huga sér að hann vill sjálfur beita skaðaminnkandi úrræðum en situr svo í ríkisstjórn sem vill ekki gera það almennilega og er í raun ekki með nokkra einustu stefnu í vímuefnamálum, hvað þá skaðaminnkandi stefnu. Þó ég telji það í raun borna von úr þessu, sé sannfærður um að tækifærið hafi tapast um leið og ákveðið var að fjalla ekkert um vímuefnamál í stjórnarsáttmálanum, vil ég engu að síður hvetja stjórnvöld til setjast niður og marka sér slíka formlega stefnu sem er byggð á skaðaminnkun frá grunni. Einn mikilvægur liður í því þyrfti að sjálfsögðu að vera að setja niður markmið. Þar liggur beinast við að eitt lykilmarkmiðið ætti að vera að draga úr dauðsföllum vegna vímuefnaneyslu, en aukin dauðsföll vegna ópíóðaneyslu hafa vakið athygli undanfarið og þar hefur verið kallað eftir aðgerðum. Í útfærslu á aðgerðum myndu öll rök þá hníga að því að afglæpavæðing er ódýrasta staka aðgerðin sem hægt er að fara út í til að draga úr dauðsföllum og að aðrar aðgerðir á borð við neyslurými og viðhaldsmeðferð gagnast síður í umhverfi þar sem neysla er glæpavædd. Líklegra er þó að það þurfi annars konar ríkisstjórn en þá íhaldsstjórn sem nú er við völd til að fara út í slíka stefnumótun. Hér verður ekki bæði haldið og sleppt. Að þykjast vilja meðhöndla fíknivanda sem heilbrigðis- og félagslegan vanda en halda honum samt refsiverðum út frá einhverjum „mér finnst“ rökum er miðjumoð fólks sem hefur ekki kjark til að gera alvöru breytingar. Betur færi þá hreinlega á því að fólk viðurkenndi að það er í raun ekki fylgjandi skaðaminnkun. Það væri heiðarlegra gagnvart kjósendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Fíkn Alþingi Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein þar sem ég rakti erfiðleika ríkisstjórnarinnar við að innleiða afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna og tengdi erfiðleikana við stefnuleysi stjórnarinnar. Þessi grein hefur því miður elst mjög vel, þar sem ríkisstjórnin hefur núna fallið frá afglæpavæðingu alfarið og þar með sannað kyrfilega að þetta er verkefni sem er dæmt til að mistakast ef ekki liggur fyrir skýr ákvörðun um að klára það. Heilbrigðisráðherrann er opinn fyrir skaðaminnkandi úrræðum og hefur lagt fram nokkrar ágætar tillögur í þeim anda – en er núna farinn að tala eins og að afglæpavæðing sé eitthvað annað en skaðaminnkun, sem og um að það sé hægt að útfæra afglæpavæðingu bara með einhvers konar breyttu verklagi lögreglunnar, án þess þó að taka það út úr lögunum að varsla neysluskammta sé refsiverð. Þessar frumlegu nálganir á afglæpavæðingu eru algjörlega á skjön við ráðleggingar sérfræðinga í skaðaminnkun, sem hafa um áraraðir kallað eftir afglæpavæðingu sem skaðaminnkandi úrræði, með þeim einföldu rökum að glæpavæðingin sé nákvæmlega það atriði sem veldur hvað mestri jaðarsetningu fólks sem glímir við fíknivanda, þar sem fólk veigrar sér gjarnan við að leita sér aðstoðar við því sem kerfið meðhöndlar sem glæp. Þannig sé afglæpavæðing bæði skaðaminnkandi í sjálfu sér og forsenda þess að önnur skaðaminnkandi úrræði nýtist almennilega. Ráðherrann virðist sjá fyrir sér að hægt sé að taka á þessari jaðarsetningu án þess að fara í afglæpavæðingu. Þar virðist hann vera að reyna að samrýma þær staðreyndir í huga sér að hann vill sjálfur beita skaðaminnkandi úrræðum en situr svo í ríkisstjórn sem vill ekki gera það almennilega og er í raun ekki með nokkra einustu stefnu í vímuefnamálum, hvað þá skaðaminnkandi stefnu. Þó ég telji það í raun borna von úr þessu, sé sannfærður um að tækifærið hafi tapast um leið og ákveðið var að fjalla ekkert um vímuefnamál í stjórnarsáttmálanum, vil ég engu að síður hvetja stjórnvöld til setjast niður og marka sér slíka formlega stefnu sem er byggð á skaðaminnkun frá grunni. Einn mikilvægur liður í því þyrfti að sjálfsögðu að vera að setja niður markmið. Þar liggur beinast við að eitt lykilmarkmiðið ætti að vera að draga úr dauðsföllum vegna vímuefnaneyslu, en aukin dauðsföll vegna ópíóðaneyslu hafa vakið athygli undanfarið og þar hefur verið kallað eftir aðgerðum. Í útfærslu á aðgerðum myndu öll rök þá hníga að því að afglæpavæðing er ódýrasta staka aðgerðin sem hægt er að fara út í til að draga úr dauðsföllum og að aðrar aðgerðir á borð við neyslurými og viðhaldsmeðferð gagnast síður í umhverfi þar sem neysla er glæpavædd. Líklegra er þó að það þurfi annars konar ríkisstjórn en þá íhaldsstjórn sem nú er við völd til að fara út í slíka stefnumótun. Hér verður ekki bæði haldið og sleppt. Að þykjast vilja meðhöndla fíknivanda sem heilbrigðis- og félagslegan vanda en halda honum samt refsiverðum út frá einhverjum „mér finnst“ rökum er miðjumoð fólks sem hefur ekki kjark til að gera alvöru breytingar. Betur færi þá hreinlega á því að fólk viðurkenndi að það er í raun ekki fylgjandi skaðaminnkun. Það væri heiðarlegra gagnvart kjósendum. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun