Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2023 15:21 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. AP/Alex Brandon Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. DeSantis er að reyna að fella niður nokkurs konar sjálfstjórnarsvæði sem Disney stjórnar við skemmtigarð fyrirtækisins í Flórída. Þá viðleitni hóf hann eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins lýstu yfir andstöðu við lög ríkisstjórans um að banna kennslu um kynhneigð og kynvitund í skólum í Flórída. Ríkisstjórinn skipaði nýja stjórn yfir áðurnefndu svæði en Disney gat nýtt gamalt ákvæði samnings um að draga verulega úr völdum stjórnarinnar. Nú hefur fyrirtækið höfðað mál og sakar DeSantis um pólitískar hefndir. Lögmenn fyrirtækisins vilja að alríkisdómari felli yfirtöku DeSantis úr gildi og aðgerðir nýrrar stjórnar. Það vilja þeir á grundvelli þess að DeSantis hafi brotið á málfrelsisrétti fyrirtækisins. „Þeir eru reiðir yfir því að þurfa að lifa eftir sömu reglum og allir aðrir. Þeir vilja ekki borga sömu skatta og allir aðrir og þeir vilja stjórna hlutum án nokkurs eftirlits,“ sagði DeSantis í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar segja þó að fyrri ummæli ríkisstjórans um Disney gætu komið niður á honum. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar að DeSantis hafi mögulega góða ástæðu til að fella niður sjálfstjórnarsvæði Disney, en takist lögmönnum fyrirtækisins að sýna fram á að hann sé að hefna sín, hafi þeir sterkt mál í höndunum. Kviðdómendur þyrftu þá að sjá tilefni til að telja DeSantis hafa verið að hefna sín á Disney með aðgerðum sínum. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 2010, í máli sem nefnist Citizens United, að fyrirtæki hafi mörg af sömu réttindum og fólk. Þar á meðal væri málfrelsi, sem byggir á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Hefur lengi verið gagnrýninn á „Woke“ Disney Lögsókn Disney inniheldur meðal annars mikið af ummælum DeSantis um fyrirtækið frá því forsvarsmenn þess lýstu yfir andstöðu við áðurnefnd lög. Meðal þess sem DeSantis hefur sagt er að Disney hafi „farið yfir strikið“ með því að skipta sér af pólitíkinni í Flórída og þörf sé á að koma hömlum á fyrirtækið. Lagaprófessor segir í samtali við Reuters að DeSantis eigi líklega eftir að sjá eftir þeim orðum. Hann hefur einnig grínast með að byggja mögulega nýtt fangelsi við hlið skemmtigarðs Disney í Flórída. Í lögsókn Disney er einnig vísað til átján skipta þar sem DeSantis hefur kallað fyrirtækið „Woke“ eða „meðvitað“. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Þá vísa lögmenn Disney einnig til greinar sem DeSantis skrifaði og birt var af Wall Street Journal, þar sem hann sagði fyrirtæki eins og Disney nota vald þeirra til að miðla „Woke stefnumálum“ og pólitískir leiðtogar þyrftu að berjast gegn því. „Sagan og samhengi skiptir máli,“ sagði Leslie Kendrick, sem stýrir málfrelsisdeild lagaskóla Virginíu, við Reuters. „Ef það eru vísbendingar um að þetta hafi verið gert af ástæðum sem tengjast fyrsta viðaukanum, til að refsa þeim sem tjáði sig, þá erum við með vandamál á höndum.“ Bandaríkin Disney Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
DeSantis er að reyna að fella niður nokkurs konar sjálfstjórnarsvæði sem Disney stjórnar við skemmtigarð fyrirtækisins í Flórída. Þá viðleitni hóf hann eftir að forsvarsmenn fyrirtækisins lýstu yfir andstöðu við lög ríkisstjórans um að banna kennslu um kynhneigð og kynvitund í skólum í Flórída. Ríkisstjórinn skipaði nýja stjórn yfir áðurnefndu svæði en Disney gat nýtt gamalt ákvæði samnings um að draga verulega úr völdum stjórnarinnar. Nú hefur fyrirtækið höfðað mál og sakar DeSantis um pólitískar hefndir. Lögmenn fyrirtækisins vilja að alríkisdómari felli yfirtöku DeSantis úr gildi og aðgerðir nýrrar stjórnar. Það vilja þeir á grundvelli þess að DeSantis hafi brotið á málfrelsisrétti fyrirtækisins. „Þeir eru reiðir yfir því að þurfa að lifa eftir sömu reglum og allir aðrir. Þeir vilja ekki borga sömu skatta og allir aðrir og þeir vilja stjórna hlutum án nokkurs eftirlits,“ sagði DeSantis í gær, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar segja þó að fyrri ummæli ríkisstjórans um Disney gætu komið niður á honum. Í samtali við Reuters segja sérfræðingar að DeSantis hafi mögulega góða ástæðu til að fella niður sjálfstjórnarsvæði Disney, en takist lögmönnum fyrirtækisins að sýna fram á að hann sé að hefna sín, hafi þeir sterkt mál í höndunum. Kviðdómendur þyrftu þá að sjá tilefni til að telja DeSantis hafa verið að hefna sín á Disney með aðgerðum sínum. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði árið 2010, í máli sem nefnist Citizens United, að fyrirtæki hafi mörg af sömu réttindum og fólk. Þar á meðal væri málfrelsi, sem byggir á fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Hefur lengi verið gagnrýninn á „Woke“ Disney Lögsókn Disney inniheldur meðal annars mikið af ummælum DeSantis um fyrirtækið frá því forsvarsmenn þess lýstu yfir andstöðu við áðurnefnd lög. Meðal þess sem DeSantis hefur sagt er að Disney hafi „farið yfir strikið“ með því að skipta sér af pólitíkinni í Flórída og þörf sé á að koma hömlum á fyrirtækið. Lagaprófessor segir í samtali við Reuters að DeSantis eigi líklega eftir að sjá eftir þeim orðum. Hann hefur einnig grínast með að byggja mögulega nýtt fangelsi við hlið skemmtigarðs Disney í Flórída. Í lögsókn Disney er einnig vísað til átján skipta þar sem DeSantis hefur kallað fyrirtækið „Woke“ eða „meðvitað“. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Þá vísa lögmenn Disney einnig til greinar sem DeSantis skrifaði og birt var af Wall Street Journal, þar sem hann sagði fyrirtæki eins og Disney nota vald þeirra til að miðla „Woke stefnumálum“ og pólitískir leiðtogar þyrftu að berjast gegn því. „Sagan og samhengi skiptir máli,“ sagði Leslie Kendrick, sem stýrir málfrelsisdeild lagaskóla Virginíu, við Reuters. „Ef það eru vísbendingar um að þetta hafi verið gert af ástæðum sem tengjast fyrsta viðaukanum, til að refsa þeim sem tjáði sig, þá erum við með vandamál á höndum.“
Bandaríkin Disney Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira