Skoðaði fjölskyldumyndir þegar hún var að missa vonina í rússneska fangelsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 12:01 Brittney Griner ræðir við fjölmiðlamenn í gær en hún sýndi miklar tilfinningar á fundinum. AP/Matt York Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner sem dúsaði í fangelsi í Rússlandi í tíu mánuði ræddi upplifun sína á blaðamannafundi í gær. Griner losnaði loksins í desember eftir að Bandaríkjamenn gerðu fangaskipti við Rússa. Hún hafði verið tekin með smávægis magn af hassolíu við komu sína til Moskvu, olíu sem hún notaði í rafrettu sína. Fyrir vikið var hún á endanum dæmd í níu ára fangelsi. Griner fór til Rússlands til að spila körfubolta en WNBA-stórstjörnur drýgja oft tekjur sína með því að spila með evrópskum stórliðum þegar WNBA-deildin er í fríi. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner slapp loksins heim til Bandaríkjanna og var staðráðin að spila aftur í WNBA-deildinni. Hún gerði nýjan samning við Phoenix Mercury, liðið sem hefur hún hefur spilað frá því að hún var valin númer eitt í nýliðavalinu árið 2013. Griner ræddi upplifun sína af fangelsinu, óvissunni og hvernig það hefur gengið að spila aftur körfubolta eftir þennan tíma. „Ég þekki vel erfiða tíma. Þú lendir í mótlæti í lífinu og þetta var af stærri gerðinni. Ég treysti bara á vinnusemi mína, að komast í gegnum þetta. Þú finnur leið til að komast í gegnum svona. Þegar ég var að missa vonina þá kom hún aftur þegar ég skoðaði myndir af fjölskyldunni minni. Þú ert að bíða eftir að sjá fjölskylduna, hitta ástvinina á ný og komast á örggan stað,“ sagði Brittney Griner. Það var samt ekki auðvelt að byrja aftur eftir svona langan tíma í fangelsi. „Ég hef alltaf trúað á hæfileika mína. En ef ég er raunsæ þá er ég ekki alveg þar sem ég vildi vera en ég er á réttri leið. Fyrstu tvær vikurnar af æfingum eftir að ég byrjaði í körfubolta aftur voru mjög erfiðar. Ég hugsaði: Vil ég virkilega byrja aftur svona snemma. Þetta var samt þess virði,“ sagði Griner. Hún ræddi líka ástæðu þess að hún fór til Rússlands en vegna þess að launin eru ekki mjög há í WNBA-deildinni þá var þetta tækifæri til að drýgja þau. „Ég mun aldrei spila aftur erlendis nema ef ég að keppa með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aðalástæðan fyrir því að við erum að fara þangað er launabilið, við förum þangað til að framfleyta fjölskyldum okkar og okkur sjálfum. Ég þekki engan leikmann sem vill fara erlendis og spila. Ég vona að deildin okkar haldi áfram að vaxa og að fleyti fyrirtæki fjárfesti í okkar stétt,“ sagði Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Mál Brittney Griner NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Griner losnaði loksins í desember eftir að Bandaríkjamenn gerðu fangaskipti við Rússa. Hún hafði verið tekin með smávægis magn af hassolíu við komu sína til Moskvu, olíu sem hún notaði í rafrettu sína. Fyrir vikið var hún á endanum dæmd í níu ára fangelsi. Griner fór til Rússlands til að spila körfubolta en WNBA-stórstjörnur drýgja oft tekjur sína með því að spila með evrópskum stórliðum þegar WNBA-deildin er í fríi. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Griner slapp loksins heim til Bandaríkjanna og var staðráðin að spila aftur í WNBA-deildinni. Hún gerði nýjan samning við Phoenix Mercury, liðið sem hefur hún hefur spilað frá því að hún var valin númer eitt í nýliðavalinu árið 2013. Griner ræddi upplifun sína af fangelsinu, óvissunni og hvernig það hefur gengið að spila aftur körfubolta eftir þennan tíma. „Ég þekki vel erfiða tíma. Þú lendir í mótlæti í lífinu og þetta var af stærri gerðinni. Ég treysti bara á vinnusemi mína, að komast í gegnum þetta. Þú finnur leið til að komast í gegnum svona. Þegar ég var að missa vonina þá kom hún aftur þegar ég skoðaði myndir af fjölskyldunni minni. Þú ert að bíða eftir að sjá fjölskylduna, hitta ástvinina á ný og komast á örggan stað,“ sagði Brittney Griner. Það var samt ekki auðvelt að byrja aftur eftir svona langan tíma í fangelsi. „Ég hef alltaf trúað á hæfileika mína. En ef ég er raunsæ þá er ég ekki alveg þar sem ég vildi vera en ég er á réttri leið. Fyrstu tvær vikurnar af æfingum eftir að ég byrjaði í körfubolta aftur voru mjög erfiðar. Ég hugsaði: Vil ég virkilega byrja aftur svona snemma. Þetta var samt þess virði,“ sagði Griner. Hún ræddi líka ástæðu þess að hún fór til Rússlands en vegna þess að launin eru ekki mjög há í WNBA-deildinni þá var þetta tækifæri til að drýgja þau. „Ég mun aldrei spila aftur erlendis nema ef ég að keppa með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum. Aðalástæðan fyrir því að við erum að fara þangað er launabilið, við förum þangað til að framfleyta fjölskyldum okkar og okkur sjálfum. Ég þekki engan leikmann sem vill fara erlendis og spila. Ég vona að deildin okkar haldi áfram að vaxa og að fleyti fyrirtæki fjárfesti í okkar stétt,“ sagði Griner. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Mál Brittney Griner NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira