„Við mætum dýrvitlausar í kvöld“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2023 11:30 Dagbjört Dögg Karlsdóttir Vísir/Hulda Margrét Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti magnaðan leik fyrir Val er liðið vann annan leik einvígis liðsins við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum. Valur leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn með sigri í Reykjanesbæ í kvöld. „Taugarnar eru bara mjög góðar. Ég er mjög spennt fyrir þessu og býst við hörkuleik. Þær í Keflavík horfa líklega á þetta sem duga eða drepast leik og við ætlum að gera það sama. Við mætum dýrvitlausar í kvöld,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Við erum mjög gíraðar eftir síðustu tvo leiki en reynum að halda jafnvæginu í góðu lagi og fara ekki of hátt. Við vitum hvað er í boði í kvöld en hugsum ekki út í það fyrr en leikurinn klárast, ætlum að halda einbeitingu.“ Hitti úr öllum skotunum í síðasta leik Valur vann síðasta leik 77-70 að Hlíðarenda gegn deildarmeisturunum og höfðu áður unnið 69-66 sigur í fyrri leik liðanna á heimavelli Keflavíkur. Dagbjört steig upp hjá Valskonum í síðari leiknum þar sem hún var stigahæst með 19 stig en það sem vakti mesta athygli var 100 prósent skotnýting hennar. Dagbjört tekur eitt af sjö skotum sínum í síðasta leik, sem öll fóru rétta leið.Vísir/Hulda Margrét Öll þrjú tveggja stiga skot hennar fóru niður, öll fjögur þriggja stiga skotin og eina vítið sem hún tók. Aðspurð hvort hún ætli ekki að endurtaka leikinn í kvöld segir Dagbjört: „Það eru einmitt margir búnir að spyrja mig hvað ég gerði fyrir þann leik sem ég geri ekki fyrir aðra, en það koma bara stundum svona leikir og það gerðist í síðasta leik. Við erum með það breiðan hóp að það er ekkert nauðsynlegt að maður eigi svona leik í hverjum einasta. Við sjáum hvað gerist og það kæmi ekki á óvart að aðrar myndu stíga upp í kvöld.“ Hún segir Valskonur þá stefna á sigur í kvöld, að klára einvígið og titilinn. „Það er lítið annað í boði. Við horfum á þetta eins og þetta sé bikarleikur, það er að duga eða drepast. Við mætum brjálaðar í kvöld og auðvelt að gíra sig fyrir svona leiki þegar Íslandsmeistaratitill í boði,“ segir Dagbjört. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19:15 en Hörður Unnsteinsson og sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi hefja upphitun klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport. Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
„Taugarnar eru bara mjög góðar. Ég er mjög spennt fyrir þessu og býst við hörkuleik. Þær í Keflavík horfa líklega á þetta sem duga eða drepast leik og við ætlum að gera það sama. Við mætum dýrvitlausar í kvöld,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Við erum mjög gíraðar eftir síðustu tvo leiki en reynum að halda jafnvæginu í góðu lagi og fara ekki of hátt. Við vitum hvað er í boði í kvöld en hugsum ekki út í það fyrr en leikurinn klárast, ætlum að halda einbeitingu.“ Hitti úr öllum skotunum í síðasta leik Valur vann síðasta leik 77-70 að Hlíðarenda gegn deildarmeisturunum og höfðu áður unnið 69-66 sigur í fyrri leik liðanna á heimavelli Keflavíkur. Dagbjört steig upp hjá Valskonum í síðari leiknum þar sem hún var stigahæst með 19 stig en það sem vakti mesta athygli var 100 prósent skotnýting hennar. Dagbjört tekur eitt af sjö skotum sínum í síðasta leik, sem öll fóru rétta leið.Vísir/Hulda Margrét Öll þrjú tveggja stiga skot hennar fóru niður, öll fjögur þriggja stiga skotin og eina vítið sem hún tók. Aðspurð hvort hún ætli ekki að endurtaka leikinn í kvöld segir Dagbjört: „Það eru einmitt margir búnir að spyrja mig hvað ég gerði fyrir þann leik sem ég geri ekki fyrir aðra, en það koma bara stundum svona leikir og það gerðist í síðasta leik. Við erum með það breiðan hóp að það er ekkert nauðsynlegt að maður eigi svona leik í hverjum einasta. Við sjáum hvað gerist og það kæmi ekki á óvart að aðrar myndu stíga upp í kvöld.“ Hún segir Valskonur þá stefna á sigur í kvöld, að klára einvígið og titilinn. „Það er lítið annað í boði. Við horfum á þetta eins og þetta sé bikarleikur, það er að duga eða drepast. Við mætum brjálaðar í kvöld og auðvelt að gíra sig fyrir svona leiki þegar Íslandsmeistaratitill í boði,“ segir Dagbjört. Leikur Keflavíkur og Vals hefst klukkan 19:15 en Hörður Unnsteinsson og sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi hefja upphitun klukkan 18:45 á Stöð 2 Sport.
Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira