Hæpið að Tiger Woods nái næsta PGA-móti Hjörvar Ólafsson skrifar 20. apríl 2023 12:22 Tiger Woods haltraði um Augusta völlinn á Masters-mótinu í upphafi þessa mánuðar og var greinilega verkjaður. Vísir/Getty Tiger Woods gekkst í gær undir aðgerð vegna ökklameiðsla sem urðu til þess að hann þurfti að draga sig úr keppni á þriðja hring á Masters-mótinu fyrr í þessum mánuði. Woods var greinilega sárkvalinn á Augusta-vellinum en hann fann fyrir verkjum í hælnum sem rekja má til ökklabrots sem hann varð fyrir í bílslysi í febrúar árið 2021. Eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á Masters-mótinu hætti Woods svo keppni eftir sjö holur á þriðja hring. Þá var Woods í 54. og síðasta sæti á mótinu. Aðgerðin sem framkvæmd var í New York gekk vel en þar var þess freistað að kippa í liðinn liðagigt sem hefur plagað Woods síðan í bílslysinu. Woods er nú í kapphlaupi við tímann að ná næsta móti á US PGA Championship-mótaröðinni sem fram fer Oak Hill Country Club-vellinum í Rochester dagana 18. - 21. maí næstkomandi. Opna bandaríska meistaramótið hefst svo í Los Angeles um miðjan júní og The Open byrjar svo 20. júlí á Royal Liverpool. Woods stefnir á að vera búinn að jafna sig í tæka tíð fyrir þessi mót. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Woods var greinilega sárkvalinn á Augusta-vellinum en hann fann fyrir verkjum í hælnum sem rekja má til ökklabrots sem hann varð fyrir í bílslysi í febrúar árið 2021. Eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á Masters-mótinu hætti Woods svo keppni eftir sjö holur á þriðja hring. Þá var Woods í 54. og síðasta sæti á mótinu. Aðgerðin sem framkvæmd var í New York gekk vel en þar var þess freistað að kippa í liðinn liðagigt sem hefur plagað Woods síðan í bílslysinu. Woods er nú í kapphlaupi við tímann að ná næsta móti á US PGA Championship-mótaröðinni sem fram fer Oak Hill Country Club-vellinum í Rochester dagana 18. - 21. maí næstkomandi. Opna bandaríska meistaramótið hefst svo í Los Angeles um miðjan júní og The Open byrjar svo 20. júlí á Royal Liverpool. Woods stefnir á að vera búinn að jafna sig í tæka tíð fyrir þessi mót.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira