Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 08:43 Åge Hareide var spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson af norskum fjölmiðlum. Getty Images/EPA Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. Blekið var vart þornað á samningi Åge við Knattspyrnusamband Íslands þegar greint var frá því að mál Gylfa Þórs var látið falla niður. Gylfi Þór var ásakaður um fleiri en eitt brot gegn ólögráða einstakling. Norðmaðurinn Åge hefur nú rætt málið við fjölmiðla í heimalandi sínu. Þar segist hinn 69 ára gamli þjálfari að hann sé á leið til Íslands í dag, mánudag, að hitta starfslið sitt hjá íslenska landsliðinu. Einnig var hann spurður út í mál Gylfa Þórs. „Hann hefur ekki spilað í langan tíma. Hann var mögulega besti leikmaður sem Ísland hefur átt. Hann endaði í agalegri stöðu. Ég vona að hann reimi á sig skóna upp á nýtt. Öll félög geta nýtt leikmann með hans hæfileika,“ sagði Åge er hann var spurður út í Gylfa Þór. „Ég veit mjög lítið um þetta mál. Ég verð að skoða það betur áður en ég segi meira,“ svaraði Åge aðspurður hvort hann myndi hafa samband við Gylfa Þór persónulega. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur gefið út að það standi ekkert í vegi fyrir því að velja Gylfa Þór í landsliðið á nýjan leik þar sem málið hafi verið fellt niður. Gylfi Þór hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár en hefur á ferli sínum spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk. Fótbolti KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. 14. apríl 2023 18:32 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira
Blekið var vart þornað á samningi Åge við Knattspyrnusamband Íslands þegar greint var frá því að mál Gylfa Þórs var látið falla niður. Gylfi Þór var ásakaður um fleiri en eitt brot gegn ólögráða einstakling. Norðmaðurinn Åge hefur nú rætt málið við fjölmiðla í heimalandi sínu. Þar segist hinn 69 ára gamli þjálfari að hann sé á leið til Íslands í dag, mánudag, að hitta starfslið sitt hjá íslenska landsliðinu. Einnig var hann spurður út í mál Gylfa Þórs. „Hann hefur ekki spilað í langan tíma. Hann var mögulega besti leikmaður sem Ísland hefur átt. Hann endaði í agalegri stöðu. Ég vona að hann reimi á sig skóna upp á nýtt. Öll félög geta nýtt leikmann með hans hæfileika,“ sagði Åge er hann var spurður út í Gylfa Þór. „Ég veit mjög lítið um þetta mál. Ég verð að skoða það betur áður en ég segi meira,“ svaraði Åge aðspurður hvort hann myndi hafa samband við Gylfa Þór persónulega. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur gefið út að það standi ekkert í vegi fyrir því að velja Gylfa Þór í landsliðið á nýjan leik þar sem málið hafi verið fellt niður. Gylfi Þór hefur ekki spilað fótbolta í tvö ár en hefur á ferli sínum spilað 78 A-landsleiki og skorað í þeim 25 mörk.
Fótbolti KSÍ Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. 14. apríl 2023 18:32 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar greina frá máli Gylfa Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mál Gylfa Sigurðssonar í dag. Flestir enskir fjölmiðlar hafa enn ekki nafngreint Gylfa en nafn hans hefur verið birt í miðlum annarra landa. 14. apríl 2023 18:32
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50
Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01