Mörkin úr Bestu: Blikar á beinu brautina, markamaskínan Ekroth og öll hin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 08:31 Úr leik Vals og Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Öll mörkin úr 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu má sjá hér að neðan. Umferðin var spiluð um helgina, þrír leikir á laugardag og svo þrír í gær, sunnudag. Stórleikur helgarinnar var leikur Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda. Fór það svo að Íslandsmeistararnir unnu góðan 2-0 útisigur þökk sé mörkum frá Gísla Eyjólfssyni og Stefáni Inga Sigurðarsyni. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-2 Breiðablik Í Kórnum var Fram í heimsókn. Guðmundur Magnússon er enn sjóðandi heitur og skoraði glæsilegt skallamark. Örvar Eggertsson svaraði fyrir heimamenn þegar hann kláraði færi sitt einkar vel. Hvort hann var rangstæður fáum við aldrei að vita. Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Bikarmeistarar Víkings unnu mjög svo þægilegan 2-0 sigur á Fylki í óveðrinu í Víkinni. Birnir Snær Ingason skoraði fyrra markið og miðvörðurinn Oliver Ekroth bætti við öðru marki Víkinga. Ekroth búinn að skora í báðum leikjum liðsins á tímabilinu. Klippa: Besta deild karla: Víkingur 2-0 Fylkir Á laugardag tók KA á móti ÍBV á Akureyri. Unnu heimamenn einstaklega sannfærandi 3-0 sigur. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson með mörkin. Klippa: Besta deild karla: KA 3-0 ÍBV Í Keflavík var KR í heimsókn. Unnu KR-ingar góðan 2-0 útisigur þar sem markverðir beggja liða áttu frábæran leik. Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson kom KR á bragðið með marki sem má deila um hvort hafi verið fyrirgjöf eður ei. Hinn ungi Benoný Breki Andrésson kom inn af bekknum og tryggði 2-0 sigur KR. Klippa: Besta deild karla: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann FH 1-0 sigur á Stjörnunni á Miðvellinum í Hafnafirði. Sindri Kristinn Ólafsson varði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og Vuk Oskar Dimitrijevic tryggði FH svo sigurinn með glæsilegu marki. Klippa: Besta deild karla: FH 1-0 Stjarnan Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 20:00 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 3-0 | Öruggur sigur KA aldrei í hættu KA vann öruggan sigur á ÍBV í Bestu deild karla í dag, 3-0. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson skoruðu mörkin gegn ÍBV sem átti erfitt sóknarlega og var sem liðið hefði varla trú á því að það gæti skorað. 15. apríl 2023 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 1-1 | Tókst ekki að byggja á sigrinum á Kópavogsvelli HK og Fram gerðu 1-1 jafntefli í blíðunni í Kórnum í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir og Örvar Eggertsson jafnaði skömmu síðar. 16. apríl 2023 21:10 Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Umferðin var spiluð um helgina, þrír leikir á laugardag og svo þrír í gær, sunnudag. Stórleikur helgarinnar var leikur Vals og Breiðabliks að Hlíðarenda. Fór það svo að Íslandsmeistararnir unnu góðan 2-0 útisigur þökk sé mörkum frá Gísla Eyjólfssyni og Stefáni Inga Sigurðarsyni. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-2 Breiðablik Í Kórnum var Fram í heimsókn. Guðmundur Magnússon er enn sjóðandi heitur og skoraði glæsilegt skallamark. Örvar Eggertsson svaraði fyrir heimamenn þegar hann kláraði færi sitt einkar vel. Hvort hann var rangstæður fáum við aldrei að vita. Klippa: Besta deild karla: HK 1-1 Fram Bikarmeistarar Víkings unnu mjög svo þægilegan 2-0 sigur á Fylki í óveðrinu í Víkinni. Birnir Snær Ingason skoraði fyrra markið og miðvörðurinn Oliver Ekroth bætti við öðru marki Víkinga. Ekroth búinn að skora í báðum leikjum liðsins á tímabilinu. Klippa: Besta deild karla: Víkingur 2-0 Fylkir Á laugardag tók KA á móti ÍBV á Akureyri. Unnu heimamenn einstaklega sannfærandi 3-0 sigur. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson með mörkin. Klippa: Besta deild karla: KA 3-0 ÍBV Í Keflavík var KR í heimsókn. Unnu KR-ingar góðan 2-0 útisigur þar sem markverðir beggja liða áttu frábæran leik. Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson kom KR á bragðið með marki sem má deila um hvort hafi verið fyrirgjöf eður ei. Hinn ungi Benoný Breki Andrésson kom inn af bekknum og tryggði 2-0 sigur KR. Klippa: Besta deild karla: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann FH 1-0 sigur á Stjörnunni á Miðvellinum í Hafnafirði. Sindri Kristinn Ólafsson varði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og Vuk Oskar Dimitrijevic tryggði FH svo sigurinn með glæsilegu marki. Klippa: Besta deild karla: FH 1-0 Stjarnan Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 20:00 Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 3-0 | Öruggur sigur KA aldrei í hættu KA vann öruggan sigur á ÍBV í Bestu deild karla í dag, 3-0. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson skoruðu mörkin gegn ÍBV sem átti erfitt sóknarlega og var sem liðið hefði varla trú á því að það gæti skorað. 15. apríl 2023 19:15 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 1-1 | Tókst ekki að byggja á sigrinum á Kópavogsvelli HK og Fram gerðu 1-1 jafntefli í blíðunni í Kórnum í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir og Örvar Eggertsson jafnaði skömmu síðar. 16. apríl 2023 21:10 Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 20:00
Umfjöllun og viðtöl: KA - ÍBV 3-0 | Öruggur sigur KA aldrei í hættu KA vann öruggan sigur á ÍBV í Bestu deild karla í dag, 3-0. Ásgeir Sigurgeirsson, Bjarni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson skoruðu mörkin gegn ÍBV sem átti erfitt sóknarlega og var sem liðið hefði varla trú á því að það gæti skorað. 15. apríl 2023 19:15
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 0-2 | KR sótti þrjú stig suður með sjó Keflavík tók á móti KR í fyrsta leik 2. umferð Bestu deildar karla og sigruðu gestirnir úr Vesturbænum 2-0. 15. apríl 2023 17:35
Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 1-1 | Tókst ekki að byggja á sigrinum á Kópavogsvelli HK og Fram gerðu 1-1 jafntefli í blíðunni í Kórnum í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Guðmundur Magnússon kom Fram yfir og Örvar Eggertsson jafnaði skömmu síðar. 16. apríl 2023 21:10
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-0 | Vuk Oskar hetjan þegar FH sigraði Stjörnuna FH hafði betur með einu marki gegn engu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn á miðvöllinn í Kaplakrika, Nývang, í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. 15. apríl 2023 17:58