Fastan og fótboltinn fari vel saman Valur Páll Eiríksson skrifar 14. apríl 2023 08:00 Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, hefur fastað síðan 22. mars og klárar 21. apríl, þegar Ramadan lýkur. Vísir/Sigurjón Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti í gær að leyfa leikmönnum að óska eftir drykkjarhléi í fótboltaleikjum á Íslandi á meðan á Ramadan, heilagasti mánuður múslima, stendur. Mánuðinum fylgir fasta og Sami Kamel, leikmaður Keflavíkur, fastar þessa dagana og fagnar reglubreytingunni. Kamel er Dani af írökskum uppruna og samdi við Keflavík í vetur. Hann hefur nú fastað síðan 22. mars síðastliðinn, þegar Ramadan hófst, en hvernig gengur það fyrir sig? „Það byrjar frá sólarupprás til sólarlags, þá föstum við. Enginn matur og engir drykkir. Fólk heldur að þetta snúist bara um það en það er meira. Allur líkaminn og öll sálin fastar, hugurinn og hjartað. Hvað get ég sagt? Maður kemur hreinn út úr þessu þegar það er búið. Svo þetta er mjög áhugavert,“ segir Kamel í samtali við Stöð 2. Erfitt fyrst en eykur svo á kraft En hvaða áhrif hefur það á hann sem íþróttamann? „Í byrjun er ég dálítið slappur og þreyttur, svimar kannski aðeins fyrstu dagana. En eftir það er ég endurnærður, mér finnst ég kraftmeiri og mér líður vel. Það er skrýtið að segja að manni líði vel þegar maður hvorki borðar né drekkur þennan mánuð en mér líður í rauninni vel,“ segir Kamel sem jafnframt fagnar þá nýju reglunum sem kynntar voru í gær. „Þær hafa mikla þýðingu, þær hjálpa mikið og þær draga úr álaginu á leikmönnunum. Þeir þurfa ekki rjúka burt í miðjum leik til að fá sér eitthvað að borða eða drekka. Það mun hjálpa þeim mikið í framtíðinni. En það eru ekki svo margir dagar eftir af þessum föstumánuði en í framtíðinni mun þetta hjálpa mörgum leikmönnum.“ segir Kamel. Fær mikinn stuðning Hann segir þá liðsfélaga sína og starfslið Keflavíkur hafa stutt sig vel síðustu vikur. „Já, þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning. Liðsfélagar, þjálfarar og allir í kringum félagið hafa sýnt mér mikinn stuðning og ég er þakklátur fyrir það.“ Þrátt fyrir föstuna skoraði Kamel og var besti maður vallarins er Keflavík vann 2-1 sigur á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar síðustu helgi. Hann fagnar því að hafa komist vel af stað. „Auðvitað. Það vilja allir byrja vel. Það er enn sérstakara þegar það er nýtt félag og ný deild að byrja vel en við stóðum okkur vel. Við reyndum að gera okkar besta og okkur tókst það að lokum. Það mikilvægasta er að vinna og ná árangri.“ Kamel var þá býsna kalt á meðan viðtal var tekið við hann í stillu og fimm gráðu hita. Hann ber Íslandi þó vel söguna. „Ísland er sérstakt. Ég kann vel við það. Það er öðruvísi. En ég kann vel við mig. Þetta er ný reynsla fyrir mig. Ég hef bara heyrt góða hluti um landið og deildina.“ segir Kamel. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan og í þeim neðri má sjá helstu atvikin úr leik Keflavíkur við Fylki síðustu helgi. Keflavík mætir KR í annarri umferð Bestu deildar karla á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin. Fótbolti Besta deild karla Keflavík ÍF Trúmál Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. 11. apríl 2023 17:03 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Kamel er Dani af írökskum uppruna og samdi við Keflavík í vetur. Hann hefur nú fastað síðan 22. mars síðastliðinn, þegar Ramadan hófst, en hvernig gengur það fyrir sig? „Það byrjar frá sólarupprás til sólarlags, þá föstum við. Enginn matur og engir drykkir. Fólk heldur að þetta snúist bara um það en það er meira. Allur líkaminn og öll sálin fastar, hugurinn og hjartað. Hvað get ég sagt? Maður kemur hreinn út úr þessu þegar það er búið. Svo þetta er mjög áhugavert,“ segir Kamel í samtali við Stöð 2. Erfitt fyrst en eykur svo á kraft En hvaða áhrif hefur það á hann sem íþróttamann? „Í byrjun er ég dálítið slappur og þreyttur, svimar kannski aðeins fyrstu dagana. En eftir það er ég endurnærður, mér finnst ég kraftmeiri og mér líður vel. Það er skrýtið að segja að manni líði vel þegar maður hvorki borðar né drekkur þennan mánuð en mér líður í rauninni vel,“ segir Kamel sem jafnframt fagnar þá nýju reglunum sem kynntar voru í gær. „Þær hafa mikla þýðingu, þær hjálpa mikið og þær draga úr álaginu á leikmönnunum. Þeir þurfa ekki rjúka burt í miðjum leik til að fá sér eitthvað að borða eða drekka. Það mun hjálpa þeim mikið í framtíðinni. En það eru ekki svo margir dagar eftir af þessum föstumánuði en í framtíðinni mun þetta hjálpa mörgum leikmönnum.“ segir Kamel. Fær mikinn stuðning Hann segir þá liðsfélaga sína og starfslið Keflavíkur hafa stutt sig vel síðustu vikur. „Já, þeir hafa sýnt mér mikinn stuðning. Liðsfélagar, þjálfarar og allir í kringum félagið hafa sýnt mér mikinn stuðning og ég er þakklátur fyrir það.“ Þrátt fyrir föstuna skoraði Kamel og var besti maður vallarins er Keflavík vann 2-1 sigur á Fylki í fyrstu umferð Bestu deildarinnar síðustu helgi. Hann fagnar því að hafa komist vel af stað. „Auðvitað. Það vilja allir byrja vel. Það er enn sérstakara þegar það er nýtt félag og ný deild að byrja vel en við stóðum okkur vel. Við reyndum að gera okkar besta og okkur tókst það að lokum. Það mikilvægasta er að vinna og ná árangri.“ Kamel var þá býsna kalt á meðan viðtal var tekið við hann í stillu og fimm gráðu hita. Hann ber Íslandi þó vel söguna. „Ísland er sérstakt. Ég kann vel við það. Það er öðruvísi. En ég kann vel við mig. Þetta er ný reynsla fyrir mig. Ég hef bara heyrt góða hluti um landið og deildina.“ segir Kamel. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan og í þeim neðri má sjá helstu atvikin úr leik Keflavíkur við Fylki síðustu helgi. Keflavík mætir KR í annarri umferð Bestu deildar karla á morgun klukkan 14:00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin.
Fótbolti Besta deild karla Keflavík ÍF Trúmál Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. 11. apríl 2023 17:03 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Leikur KR og Keflavíkur færður Keflavík tekur á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í fótbolta á laugardaginn kemur. Heimavöllur Keflavíkur er ekki klár, frekar en aðrir grasvellir landsins, og hefur leikurinn því verið færður. 11. apríl 2023 17:03