Sport

Dag­skráin: Allt undir í Suður­nesja­slag sem og á Ásvöllum ásamt Evrópu­deild

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Keflavík getur komist í úrslit Subway-deildar kvenna í kvöld.
Keflavík getur komist í úrslit Subway-deildar kvenna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er að venju nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta heldur áfram. Áhugaverðir leikir í Evrópudeildinni í knattspyrnu ásamt rafíþróttum og golfi.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.05 er leikur Njarðvíkur og Keflavíkur í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna á dagskrá. Staðan í einvíginu er 2-1 Keflavík í vil.

Klukkan 20.05 er leikur Vals og Hauka á dagskrá. Þar leiðir Valur 2-1. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið.

Klukkan 22.00 er Körfuboltakvöld á dagskrá. Þar verður farið yfir leikina tvo.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16.35 er leikur Feyenoord og Roma í Evrópudeildinni á dagskrá. Liðin mættust í úrslitum Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð en mætast nú í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Klukkan 18.50 er leikur Juventus og Sporting í sömu keppni á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.50 er leikur Anderlecht og AZ Alkmaar í Sambandsdeildinni á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 23.00 er Lotte Championship-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 ESport

Klukkan 07.30 hefst upphitun fyrir sjöunda dag evrópsku BLAST.tv París Major-forkeppninnar.

Út daginn verður svo keppt í 4. umferð B-riðils. Keppt verður klukkan 08.00, 11.45 og 15.30.

Klukkan 21.00 er Gameveran á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×