Torgið hans Helga úrskurðað gjaldþrota Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2023 11:52 Helgi Magnússon á leið úr þáverandi höfuðstöðvum Fréttablaðsins við Lækjargötu þann 31. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp þann 4. apríl og birtur í Lögbirtingarblaðinu í dag. Félagið var í eigu Helga Magnússonar fjárfestis sem stofnaði haustið 2022 félagið Fjölmiðlatorg. Helgi keypti í gegnum félagið Fjölmiðlatorg fjölmiðilinn DV af Torgi á 420 milljónir króna. Það var að morgni föstudagsins 31. mars sem starfsmönnum hjá Torgi, þeir sem voru á vaktinni, var tilkynnt að loknum morgunfundi ritstjórnar að öllu starfsfólki yrði sagt upp utan blaðamanna DV. Dreifingu Fréttablaðsins í hús á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri hafði verið hætt um áramótin og ljóst að óvissa með rekstur blaðsins var mikil. Starfsmenn fengu greitt fyrir vinnu sína í mars en var annars bent á að skrá sig á atvinnuleysisbætur og leita í ábyrgðarsjóð launa. Björn Þorfinnsson hafði sagt upp störfum sem ritstjóri en dró uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. Hann tjáði Vísi í síðustu viku að til stæði að efla ritstjórnina og blaðamönnum DV myndi strax fjölga úr sjö í níu. Þá verður ný skrifstofa DV í Hlíðarsmára í Kópavogi. Óskar Sigurðsson lögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri búsins. Er skorað á alla sem telja sig eiga kröfu í búið að lýsa þeim innan tveggja mánaða. Fjölmiðlar Gjaldþrot Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. 3. apríl 2023 13:33 Eitt stykki RÚV er horfið af auglýsingamarkaði Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót. 3. apríl 2023 11:07 Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Félagið var í eigu Helga Magnússonar fjárfestis sem stofnaði haustið 2022 félagið Fjölmiðlatorg. Helgi keypti í gegnum félagið Fjölmiðlatorg fjölmiðilinn DV af Torgi á 420 milljónir króna. Það var að morgni föstudagsins 31. mars sem starfsmönnum hjá Torgi, þeir sem voru á vaktinni, var tilkynnt að loknum morgunfundi ritstjórnar að öllu starfsfólki yrði sagt upp utan blaðamanna DV. Dreifingu Fréttablaðsins í hús á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri hafði verið hætt um áramótin og ljóst að óvissa með rekstur blaðsins var mikil. Starfsmenn fengu greitt fyrir vinnu sína í mars en var annars bent á að skrá sig á atvinnuleysisbætur og leita í ábyrgðarsjóð launa. Björn Þorfinnsson hafði sagt upp störfum sem ritstjóri en dró uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. Hann tjáði Vísi í síðustu viku að til stæði að efla ritstjórnina og blaðamönnum DV myndi strax fjölga úr sjö í níu. Þá verður ný skrifstofa DV í Hlíðarsmára í Kópavogi. Óskar Sigurðsson lögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri búsins. Er skorað á alla sem telja sig eiga kröfu í búið að lýsa þeim innan tveggja mánaða.
Fjölmiðlar Gjaldþrot Endalok Fréttablaðsins Tengdar fréttir DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. 3. apríl 2023 13:33 Eitt stykki RÚV er horfið af auglýsingamarkaði Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót. 3. apríl 2023 11:07 Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
DV selt á 420 milljónir og Björn áfram ritstjóri Félag í eigu Helga Magnússonar, Fjölmiðlatorg, hefur keypt DV á 420 milljónir króna. Björn Þorfinnsson, sem sagði upp sem ritstjóri blaðsins á síðasta ári, hefur dregið uppsögnina til baka og verður áfram ritstjóri. 3. apríl 2023 13:33
Eitt stykki RÚV er horfið af auglýsingamarkaði Fall Fréttablaðsins er stórviðburður á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ekki bara því þar hverfur sögufrægur miðill sem um tíma var ekki aðeins útbreiddasti fjölmiðill landsins, heldur sá langsamlega arðbærasti í þokkabót. 3. apríl 2023 11:07
Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26