Kári Jónsson: Var búinn að vera lélegur framan af leik Andri Már Eggertsson skrifar 11. apríl 2023 22:45 Kári Jónsson gerði 26 stig í kvöld Vísir/Hulda Margrét Valur vann Stjörnuna 96-89. Valur er því einum sigri frá því að komast í undanúrslitin. Kári Jónsson, leikmaður Vals, fór á kostum í fjórða leikhluta og gerði sautján stig á fimm mínútum. „Mér fannst þetta svipaður leikur og fyrsti leikurinn í einvíginu. Orkan hjá okkur var mögulega aðeins betri. Undir lokin settum við nokkur skot ofan í og unnum en seinast gerðu þeir það,“ sagði Kári Jónsson eftir leik. Valur var þremur stigum yfir í hálfleik og Kári var nokkuð sáttur með jafnvægið í leiknum. „Mér fannst við byrja ágætlega og það var góður taktur í okkur í byrjun en síðan misstum við taktinn. Við grófum okkur ofan í holu þegar Kristófer [Acox] fór út af meiddur en sem betur fer sýndum við mikinn karakter og við náðum að kreista fram sigur undir lokin.“ Valur var tíu stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir. Kári Jónsson tók þá leikinn í sínar hendur og gerði 17 stig á síðustu fimm mínútunum. „Ég fór að sækja meira á körfuna. Ég var búinn að vera hræðilega lélegur allan leikinn en við fórum að keyra upp hraðann og ég fékk nokkrar auðveldar körfur og ég þurfti líklega bara að sjá boltann fara ofan í og þá fóru skotin að detta sem var kærkomið.“ „Stjarnan spilaði góða vörn á mig og ég var ekki nógu grimmur og var stuttur í skotunum eins og gengur og gerist. Við héldum áfram og sem betur fer fundum við leiðir til að koma til baka og vinna leikinn.“ Valur er einum sigri frá því að komast í undanúrslitin en Kári átti von á jöfnum leik þar sem Stjarnan á eftir að leggja allt í sölurnar. „Næsti leikur verður sennilega svipaður og þessi leikur. Við þurfum að taka stöðuna á Kristófer [Acox] en aðrir þurfa að gera meira. Stjarnan er að fara berjast fyrir lífi sínu í næsta leik og við þurfum að mæta þeirri orku,“ sagði Kári Jónsson að lokum. Valur Subway-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
„Mér fannst þetta svipaður leikur og fyrsti leikurinn í einvíginu. Orkan hjá okkur var mögulega aðeins betri. Undir lokin settum við nokkur skot ofan í og unnum en seinast gerðu þeir það,“ sagði Kári Jónsson eftir leik. Valur var þremur stigum yfir í hálfleik og Kári var nokkuð sáttur með jafnvægið í leiknum. „Mér fannst við byrja ágætlega og það var góður taktur í okkur í byrjun en síðan misstum við taktinn. Við grófum okkur ofan í holu þegar Kristófer [Acox] fór út af meiddur en sem betur fer sýndum við mikinn karakter og við náðum að kreista fram sigur undir lokin.“ Valur var tíu stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir. Kári Jónsson tók þá leikinn í sínar hendur og gerði 17 stig á síðustu fimm mínútunum. „Ég fór að sækja meira á körfuna. Ég var búinn að vera hræðilega lélegur allan leikinn en við fórum að keyra upp hraðann og ég fékk nokkrar auðveldar körfur og ég þurfti líklega bara að sjá boltann fara ofan í og þá fóru skotin að detta sem var kærkomið.“ „Stjarnan spilaði góða vörn á mig og ég var ekki nógu grimmur og var stuttur í skotunum eins og gengur og gerist. Við héldum áfram og sem betur fer fundum við leiðir til að koma til baka og vinna leikinn.“ Valur er einum sigri frá því að komast í undanúrslitin en Kári átti von á jöfnum leik þar sem Stjarnan á eftir að leggja allt í sölurnar. „Næsti leikur verður sennilega svipaður og þessi leikur. Við þurfum að taka stöðuna á Kristófer [Acox] en aðrir þurfa að gera meira. Stjarnan er að fara berjast fyrir lífi sínu í næsta leik og við þurfum að mæta þeirri orku,“ sagði Kári Jónsson að lokum.
Valur Subway-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira