Rahm stóð uppi sem sigurvegari eftir maraþondag á Masters Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. apríl 2023 23:22 Bestur um helgina. vísir/Getty Spænski kylfingurinn Jon Rahm reyndist hlutskarpastur á Masters mótinu í golfi um helgina. Lokadagur mótsins var sannkallað maraþon fyrir kylfingana þar sem ekki tókst að ljúka þriðja keppnishring í gær vegna veðurs og því hófu menn daginn á að klára þriðja hring. Brooks Koepka hafði góða forystu fyrir daginn; var á samtals þrettán höggum undir pari á meðan Rahm var annar á samtals níu höggum undir pari. Þeir voru saman í ráshóp og hófu leik í dag inn á flöt þar sem strax dró saman með þeim um tvö högg. Það reyndist vera það sem koma skyldi í dag því Rahm spilaði stöðugt og gott golf í allan dag á meðan Koepka fataðist flugið. Fór að lokum svo að Rahm vann nokkuð öruggan sigur þar sem hann lauk keppni á samtals tólf höggum undir pari á meðan Koepka lauk keppni á samtals átta höggum undir pari. A champion's walk. #themasters pic.twitter.com/tb6iudXZDE— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023 Gamla brýnið Phil Mickelson minnti laglega á sig á lokahringnum en hann var ekki á meðal efstu manna þegar keppni á síðasta hófst. Þessi 52 ára gamli Bandaríkjamaður spilaði frábærlega á síðasta hring og endaði mótið í 2.sæti með Koepka. pic.twitter.com/dx5CuMRuuH— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lokadagur mótsins var sannkallað maraþon fyrir kylfingana þar sem ekki tókst að ljúka þriðja keppnishring í gær vegna veðurs og því hófu menn daginn á að klára þriðja hring. Brooks Koepka hafði góða forystu fyrir daginn; var á samtals þrettán höggum undir pari á meðan Rahm var annar á samtals níu höggum undir pari. Þeir voru saman í ráshóp og hófu leik í dag inn á flöt þar sem strax dró saman með þeim um tvö högg. Það reyndist vera það sem koma skyldi í dag því Rahm spilaði stöðugt og gott golf í allan dag á meðan Koepka fataðist flugið. Fór að lokum svo að Rahm vann nokkuð öruggan sigur þar sem hann lauk keppni á samtals tólf höggum undir pari á meðan Koepka lauk keppni á samtals átta höggum undir pari. A champion's walk. #themasters pic.twitter.com/tb6iudXZDE— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023 Gamla brýnið Phil Mickelson minnti laglega á sig á lokahringnum en hann var ekki á meðal efstu manna þegar keppni á síðasta hófst. Þessi 52 ára gamli Bandaríkjamaður spilaði frábærlega á síðasta hring og endaði mótið í 2.sæti með Koepka. pic.twitter.com/dx5CuMRuuH— The Masters (@TheMasters) April 9, 2023
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira