Langþráð úttekt á tryggingamarkaði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 6. apríl 2023 08:00 Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi. Markmið úttektarinnar er að gera raunverulegan samanburð á því sem gengur og gerist í tryggingamálum hér á landi við það umhverfi sem félög í nágrannalöndum okkar búa við og starfa eftir. Þessi úttekt verður unnin undir forystu Neytendasamtakanna sem ég tel skynsamlegt og muni hjálpa til við að gefa vinnunni þá vigt sem nauðsynleg er. Mikilvægt er að komast til botns í því hvers vegna tryggingariðgjöld hér á landi virðast vera mun hærri en í nágrannalöndunum. Er slík úttekt nauðsynleg? Tryggingamál eru auðvitað ekkert annað en gríðarstórt neytendamál. Ég fundið vel fyrir því síðustu mánuði að almenningur á Íslandi fylgist vel með þróun verðlags og tekur vel eftir þeim hækkunum sem verða hvar sem er í samfélaginu. Í byrjun desember síðastliðnum barst mér svar við fyrirspurn minni til fjármála- og efnahagsráðherra um þróun iðgjalda tryggingafélaga síðustu ár. Ég hef margoft áður og víða fjallað um þetta tiltekna mál og önnur tengd neytendamál m.a. í þessari grein sem bar yfirskriftina Að dansa í kringum gullkálfinn. Í svari ráðherra við fyrirspurninni kemur margt áhugavert í ljós líkt og að tryggingafélög hafa hækkað iðgjöld sín umfram almennar verðlagshækkanir. Iðgjöld bílatrygginga heimilanna hækkuðu um 1.840 milljónir króna umfram verðlagshækkanir á fimm árum, árin 2016 til 2021. Um 1.093 milljónir af lögboðnum tryggingum og 747 milljónir af frjálsum tryggingum. Það má með sanni segja að þessi svöri kalli á ítarlegri skoðun! Tryggingar eru samfélagslega mikilvægar Þá hef ég einnig verið mjög hugsi yfir þróun gjalda vegna líf- og sjúkdómatrygginga, en sé horft til þess sem fram kemur í fyrrgreindu svari ráðherra þá sýnist mér að iðgjöld þeirra trygginga hafi einnig hækkað umfram verðlagshækkanir. Að mínu mati er það mjög mikilvægt, og okkur ber hreinlega skylda til þess sem samfélag, að tryggja að allir hafi möguleika á að kaupa sér nauðsynlegar tryggingar. Við þekkjum það öll að ýmislegt getur komið upp á í lífsins ólgusjó. Það er ástæðan fyrir tryggingum - við erum að kaupa okkur vernd þegar á þarf að halda. Það má því ekki undir nokkrum kringumstæðum koma upp að þegar fólk þarf, af ýmsum ástæðum, að draga saman í heimilisbókhaldinu, horfi það til þess að segja upp tryggingum líkt og líf- og sjúkdómatryggingum. Fyrir mér er það mjög alvarlegt mál ef samfélagið fer að þróast í þá átt að aðeins þeir efnameiri hafi efni á líf- og sjúkdómatryggingum. Stjórnvöld meðvituð um mikilvægi neytendamála Ég vil leyfa mér að fullyrða að Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og hans fólk á mikinn heiður af þeirri auknu meðvitund eða vitundarvakningu sem orðið hefur meðal almennings á neytendamálum hér á landi síðustu ár. Það er gríðarlega mikilvægt að neytendur séu vakandi þegar kemur að hvers kyns neytendamálum og í því samhengi skiptir verulegu máli að hafa öfluga málsvara líkt og Neytendasamtökin í brúnni. Það er því ekki að ástæðulausu að síðastliðið haust hafi framlög til Neytendasamtakanna hækkað í uppfærðum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðuneytisins við samtökin. Sú hækkun er í fullu samræmi við áherslu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um styrkingu samtaka neytenda. Við skulum halda áfram á þeirri vegferð. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Tryggingar Neytendur Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi. Markmið úttektarinnar er að gera raunverulegan samanburð á því sem gengur og gerist í tryggingamálum hér á landi við það umhverfi sem félög í nágrannalöndum okkar búa við og starfa eftir. Þessi úttekt verður unnin undir forystu Neytendasamtakanna sem ég tel skynsamlegt og muni hjálpa til við að gefa vinnunni þá vigt sem nauðsynleg er. Mikilvægt er að komast til botns í því hvers vegna tryggingariðgjöld hér á landi virðast vera mun hærri en í nágrannalöndunum. Er slík úttekt nauðsynleg? Tryggingamál eru auðvitað ekkert annað en gríðarstórt neytendamál. Ég fundið vel fyrir því síðustu mánuði að almenningur á Íslandi fylgist vel með þróun verðlags og tekur vel eftir þeim hækkunum sem verða hvar sem er í samfélaginu. Í byrjun desember síðastliðnum barst mér svar við fyrirspurn minni til fjármála- og efnahagsráðherra um þróun iðgjalda tryggingafélaga síðustu ár. Ég hef margoft áður og víða fjallað um þetta tiltekna mál og önnur tengd neytendamál m.a. í þessari grein sem bar yfirskriftina Að dansa í kringum gullkálfinn. Í svari ráðherra við fyrirspurninni kemur margt áhugavert í ljós líkt og að tryggingafélög hafa hækkað iðgjöld sín umfram almennar verðlagshækkanir. Iðgjöld bílatrygginga heimilanna hækkuðu um 1.840 milljónir króna umfram verðlagshækkanir á fimm árum, árin 2016 til 2021. Um 1.093 milljónir af lögboðnum tryggingum og 747 milljónir af frjálsum tryggingum. Það má með sanni segja að þessi svöri kalli á ítarlegri skoðun! Tryggingar eru samfélagslega mikilvægar Þá hef ég einnig verið mjög hugsi yfir þróun gjalda vegna líf- og sjúkdómatrygginga, en sé horft til þess sem fram kemur í fyrrgreindu svari ráðherra þá sýnist mér að iðgjöld þeirra trygginga hafi einnig hækkað umfram verðlagshækkanir. Að mínu mati er það mjög mikilvægt, og okkur ber hreinlega skylda til þess sem samfélag, að tryggja að allir hafi möguleika á að kaupa sér nauðsynlegar tryggingar. Við þekkjum það öll að ýmislegt getur komið upp á í lífsins ólgusjó. Það er ástæðan fyrir tryggingum - við erum að kaupa okkur vernd þegar á þarf að halda. Það má því ekki undir nokkrum kringumstæðum koma upp að þegar fólk þarf, af ýmsum ástæðum, að draga saman í heimilisbókhaldinu, horfi það til þess að segja upp tryggingum líkt og líf- og sjúkdómatryggingum. Fyrir mér er það mjög alvarlegt mál ef samfélagið fer að þróast í þá átt að aðeins þeir efnameiri hafi efni á líf- og sjúkdómatryggingum. Stjórnvöld meðvituð um mikilvægi neytendamála Ég vil leyfa mér að fullyrða að Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og hans fólk á mikinn heiður af þeirri auknu meðvitund eða vitundarvakningu sem orðið hefur meðal almennings á neytendamálum hér á landi síðustu ár. Það er gríðarlega mikilvægt að neytendur séu vakandi þegar kemur að hvers kyns neytendamálum og í því samhengi skiptir verulegu máli að hafa öfluga málsvara líkt og Neytendasamtökin í brúnni. Það er því ekki að ástæðulausu að síðastliðið haust hafi framlög til Neytendasamtakanna hækkað í uppfærðum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðuneytisins við samtökin. Sú hækkun er í fullu samræmi við áherslu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um styrkingu samtaka neytenda. Við skulum halda áfram á þeirri vegferð. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun