Arnar óskar eftir Silfurskeiðinni: Verðum að fá meiri stuðning á föstudaginn langa Andri Már Eggertsson skrifar 4. apríl 2023 20:30 Arnar Guðjónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Stjarnan vann Val afar óvænt í fyrsta leik milli liðanna í átta liða úrslitum í Origo-höllinni. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn en sendi ákall á Silfurskeiðina fyrir næsta leik. „Við hittum mikið ofan í og vorum með góða skotnýtingu sem þarf að halda áfram gegn Val. Við verðum að bæta við okkur snúningi fyrir næsta leik því einvígið verður svo sannarlega ekki auðveldara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigur gegn Val. Stjarnan var í miklum vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna síðustu þrjár mínúturnar í þriðja leikhluta en Hlynur Bæringsson endaði á að gera flautukörfu fyrir aftan miðju sem kveikti í Stjörnunni. „Hlynur var betri á vítalínunni hjá okkar körfu heldur hinni þar sem hann klikkaði á tveimur vítum í lokin. Ég segi svona en svona gefur alltaf smá orku og sérstaklega þegar það koma kaflar þar sem við vorum í vandræðum.“ Arnar Guðjónsson sendi ákall á Silfurskeiðina fyrir næsta leik Stjörnunnar og Vals í Garðabænum sem fer fram á föstudaginn langa. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi sjá fleiri stuðningsmenn á næsta leik gegn ValVísir/Bára Dröfn „Núna þurfum við að safna kröftum og fá allt okkar fólk með okkur. Núna þarf Silfurskeiðin að keyra sig í gang. Þeir munu vonandi keyra sig í gang á föstudaginn langa og gera allt vitlaust því við verðum að fá meiri stuðning heldur en við fengum í kvöld.“ Armani T´bori Moore fór á kostum í kvöld og gerði 17 stig. Arnar sagði að þetta væri einn af hans bestu leikjum fyrir Stjörnuna en Armani hefur einnig verið að glíma við meiðsli. „Þetta og leikurinn gegn Tindastóli eru hans bestu leikir. Það tók hann tíma að ná sér eftir að hann meiddist í baki gegn Hetti en hann var góður í kvöld.“ „Frammistaða Armani kom okkur ekki á óvart við vissum að hann þurfti tíma til að koma sér í gang eftir að hann meiddist gegn Hetti og hann þarf að halda áfram að spila vel eins og fleiri,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
„Við hittum mikið ofan í og vorum með góða skotnýtingu sem þarf að halda áfram gegn Val. Við verðum að bæta við okkur snúningi fyrir næsta leik því einvígið verður svo sannarlega ekki auðveldara eftir þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir sigur gegn Val. Stjarnan var í miklum vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna síðustu þrjár mínúturnar í þriðja leikhluta en Hlynur Bæringsson endaði á að gera flautukörfu fyrir aftan miðju sem kveikti í Stjörnunni. „Hlynur var betri á vítalínunni hjá okkar körfu heldur hinni þar sem hann klikkaði á tveimur vítum í lokin. Ég segi svona en svona gefur alltaf smá orku og sérstaklega þegar það koma kaflar þar sem við vorum í vandræðum.“ Arnar Guðjónsson sendi ákall á Silfurskeiðina fyrir næsta leik Stjörnunnar og Vals í Garðabænum sem fer fram á föstudaginn langa. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, vildi sjá fleiri stuðningsmenn á næsta leik gegn ValVísir/Bára Dröfn „Núna þurfum við að safna kröftum og fá allt okkar fólk með okkur. Núna þarf Silfurskeiðin að keyra sig í gang. Þeir munu vonandi keyra sig í gang á föstudaginn langa og gera allt vitlaust því við verðum að fá meiri stuðning heldur en við fengum í kvöld.“ Armani T´bori Moore fór á kostum í kvöld og gerði 17 stig. Arnar sagði að þetta væri einn af hans bestu leikjum fyrir Stjörnuna en Armani hefur einnig verið að glíma við meiðsli. „Þetta og leikurinn gegn Tindastóli eru hans bestu leikir. Það tók hann tíma að ná sér eftir að hann meiddist í baki gegn Hetti en hann var góður í kvöld.“ „Frammistaða Armani kom okkur ekki á óvart við vissum að hann þurfti tíma til að koma sér í gang eftir að hann meiddist gegn Hetti og hann þarf að halda áfram að spila vel eins og fleiri,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira