Keppinautar Trump fylkja sér að baki honum eftir ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2023 09:12 Búist er við því að Trump gefi sig fram í New York í næstu viku. AP/Evan Vucci Leiðtogar Repúblikanaflokksins og helstu keppinautar Donalds Trump um útnenfningu flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs fylktu sér að baki honum eftir að hann var ákærður í gær. Búist er við því að Trump gefi sig fram við yfirvöld í New York í næstu viku. Ákærudómstóll í New York samþykkti að gefa út ákæru á hendur Trump fyrir hans þátt í 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámleikonu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 í gær. Saksóknari á enn eftir að birta ákæruna og því er ekki ljóst fyrir hvað Trump er ákærður nákvæmlega. Mögulegt er talið að hann sé ákærður fyrir að brjóta kosningalög. Ákæran markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur fyrrverandi forseti er sóttur til saka fyrir glæp í sögu landsins. AP-fréttastofan segir að Trump, sem er í Flórída, hafi verið beðinn um að gefa sig fram í dag en lögfræðingar hans hafi borið því við að leyniþjónustan, sem gætir öryggis hans, hafi óskað eftir lengri tíma til að undribúa sig. Talsmaður saksóknara segir líklegt að Trump gefi sig fram á þriðjudag. Þá má búast við því að tekin verði fingraför og fangamynd af Trump áður en hann kemur fyrir dómara til þess að svara fyrir sakirnar í ákærunni. Telja ákæruna eiga sér pólitískar rætur Tíðindin af ákærunni þjappaði repúblikönum saman í gær. Helstu keppinautar Trump í forvali flokksins flýttu sér að gefa út yfirlýsingar um að saksóknin á hendur honum ætti sér pólitískar rætur, að sögn Washington Post. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og sá sem flestir telja helsta áskoranda Trump, kallaði ákæruna „óbandaríska“ og fordæmdi að réttarkerfið væri notað sem vopn til að ná pólitískum markmiðum. Hann hét því að leyfa ekki framsal Trump til New York ef til þess kæmi. The weaponization of the legal system to advance a political agenda turns the rule of law on its head. It is un-American. The Soros-backed Manhattan District Attorney has consistently bent the law to downgrade felonies and to excuse criminal misconduct. Yet, now he is…— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) March 30, 2023 Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trump, sagði ákæruna aðeins sundra bandarísku þjóðinni enn frekar. „Ég tel að fordæmalaus ákæra á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna vegna framboðsmáls sé hneyksli,“ sagði Pence sem Trump reyndi nýlega að kenna um árás stuðningsmanna sinna á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sakaði Alvin Bragg, saksóknarann í New York, um að valda landinu óbætanlegum skaða með því að hlutast til í forsetakosningum. Hét hann því að beita völdum sínum í þinginu til þess að draga Bragg til ábyrgðar. Alvin Bragg, umdæmissaksóknari á Manhattan, á eftir að birta ákæruna á hendur Trump opinberlega. Ákærudómstóll samþykkti ákæruna í gær.AP/Yuki Iwamura Festi Trump í sessi í flokknum Repúblikanar telja margir að ákæran styrki í raun aðeins pólitíska stöðu Trump. „Hann telur að flestir eigi eftir að sjá þetta sem vopnavæðingu laganna. Frá pólitísku sjónarhorni á þetta eftir að festa Trump í sesssi innan Repúblikanaflokksins,“ segir Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Suður-Karólínu sem ræddi við Trump í gær. Aðrir virtust hóta ofbeldi í kjölfar ákærunnar. Þannig sagði Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox News, áhorfendum sínum að nú væri líklega ekki besti tíminn til þess að sleppa takinu af AR-15-árásarrifflum þeirra, að því er segir í frétt New York Times. „Svo virðist sem að réttarríkið hafi verið fellt niður í kvöld, ekki bara fyrir Trump heldur fyrir hvern þann sem íhugaði að kjósa hann,“ sagði Carlson. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Ákærudómstóll í New York samþykkti að gefa út ákæru á hendur Trump fyrir hans þátt í 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámleikonu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 í gær. Saksóknari á enn eftir að birta ákæruna og því er ekki ljóst fyrir hvað Trump er ákærður nákvæmlega. Mögulegt er talið að hann sé ákærður fyrir að brjóta kosningalög. Ákæran markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur fyrrverandi forseti er sóttur til saka fyrir glæp í sögu landsins. AP-fréttastofan segir að Trump, sem er í Flórída, hafi verið beðinn um að gefa sig fram í dag en lögfræðingar hans hafi borið því við að leyniþjónustan, sem gætir öryggis hans, hafi óskað eftir lengri tíma til að undribúa sig. Talsmaður saksóknara segir líklegt að Trump gefi sig fram á þriðjudag. Þá má búast við því að tekin verði fingraför og fangamynd af Trump áður en hann kemur fyrir dómara til þess að svara fyrir sakirnar í ákærunni. Telja ákæruna eiga sér pólitískar rætur Tíðindin af ákærunni þjappaði repúblikönum saman í gær. Helstu keppinautar Trump í forvali flokksins flýttu sér að gefa út yfirlýsingar um að saksóknin á hendur honum ætti sér pólitískar rætur, að sögn Washington Post. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og sá sem flestir telja helsta áskoranda Trump, kallaði ákæruna „óbandaríska“ og fordæmdi að réttarkerfið væri notað sem vopn til að ná pólitískum markmiðum. Hann hét því að leyfa ekki framsal Trump til New York ef til þess kæmi. The weaponization of the legal system to advance a political agenda turns the rule of law on its head. It is un-American. The Soros-backed Manhattan District Attorney has consistently bent the law to downgrade felonies and to excuse criminal misconduct. Yet, now he is…— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) March 30, 2023 Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trump, sagði ákæruna aðeins sundra bandarísku þjóðinni enn frekar. „Ég tel að fordæmalaus ákæra á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna vegna framboðsmáls sé hneyksli,“ sagði Pence sem Trump reyndi nýlega að kenna um árás stuðningsmanna sinna á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sakaði Alvin Bragg, saksóknarann í New York, um að valda landinu óbætanlegum skaða með því að hlutast til í forsetakosningum. Hét hann því að beita völdum sínum í þinginu til þess að draga Bragg til ábyrgðar. Alvin Bragg, umdæmissaksóknari á Manhattan, á eftir að birta ákæruna á hendur Trump opinberlega. Ákærudómstóll samþykkti ákæruna í gær.AP/Yuki Iwamura Festi Trump í sessi í flokknum Repúblikanar telja margir að ákæran styrki í raun aðeins pólitíska stöðu Trump. „Hann telur að flestir eigi eftir að sjá þetta sem vopnavæðingu laganna. Frá pólitísku sjónarhorni á þetta eftir að festa Trump í sesssi innan Repúblikanaflokksins,“ segir Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Suður-Karólínu sem ræddi við Trump í gær. Aðrir virtust hóta ofbeldi í kjölfar ákærunnar. Þannig sagði Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox News, áhorfendum sínum að nú væri líklega ekki besti tíminn til þess að sleppa takinu af AR-15-árásarrifflum þeirra, að því er segir í frétt New York Times. „Svo virðist sem að réttarríkið hafi verið fellt niður í kvöld, ekki bara fyrir Trump heldur fyrir hvern þann sem íhugaði að kjósa hann,“ sagði Carlson.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira