Hlynur Bæringsson: Það verður enginn betri en ég 41 árs Jón Már Ferro skrifar 30. mars 2023 22:26 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Arnar Stjarnan vann KR í Frostaskjólinu í kvöld 100-118 í Subway-deild karla í körfubolta. Hlynur Bæringsson, skoraði 13 stig, tók 5 fráköst og spilaði 17 mínútur þegar Garðbæingar komust í úrslitakeppnina á kostnað Hattar sem tapaði á móti föllnu liði ÍR. „Það kom mér svolítið á óvart að við höfum komist inn," sagði Hlynur Bæringsson, hinn reynslumikli leikmaður Stjörnunnar, eftir leik. Undir lok leiks braust út fögnuður meðal leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar þegar flautað var til leiks í MVA-höllinni á Egilstöðum. Þá var staðan 83-110 fyrir Stjörnunni og tæpar fjórar mínútur eftir. Loka mínúturnar voru furðulegar, ekki síst fyrir þær sakir að KR var fallið. „Jú, jú það er alveg hægt að hafa þetta sætara. Þetta voru svolítið sérstakar aðstæður. Þetta kom mér á óvart en samt ekki. Ég vissi alveg að ÍR-ingar væru ekki að fara vera mjög flatir eða leggja sig ekki fram. Ég vissi alveg að það væri möguleiki. Maður hélt einhvernveginn að Hattarmenn myndu taka þetta samt en við komust inn í þetta." Fyrsta liðið sem verður á vegi þeirra í úrslitakeppninni er Valur, besta lið landsins að flestra mati. Þrátt fyrir það telur Hlynur að hans lið geti gert góða hluti í einvíginu. „Ég hef séð margt í þessu en ekki þetta og hef aldrei farið svona inn í úrslitakeppnina. Valur er besta lið landsins, eru svolítið í sérflokki á landinu, með allt í kringum þetta. Ofboðslega vel mannaðir og unnu okkur í fyrra. Mér finnst við geta spilað við þá og ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þessa seríu. Auðvitað eru þeir með frábært lið og allt það. Það þurfa einhverjir leikmenn að spila aðeins betur en þeir voru að gera undanfarið hjá okkur. Það er gaman að vera kominn inn og við getum alveg gert eitthvað." Valur er frábært varnarlega. Ein af áskorunum Garðbæinga verður að brjóta varnarleik þeirra á bak aftur. „Það er erfitt að skora á Valsarana, við lentum í því í fyrra og höfum gert það áður. Ég held við getum stöðvað þá sæmilega. Við þurfum að sjokkera þá í einhverjum leik og þurfum líka að halda höfðinu. Þegar sóknarleikurinn hikstar, það mun gerast á móti þeim. Þeir eru með þannig lið, við vonandi líka á móti þeim. Þegar allt gengur ekki upp þurfum við að geta 'grændað' þetta út. Við þurfum að frákasta. Það er ýmislegt sem við getum gert." Hlynur er brattur fyrir úrslitakeppnina þrátt fyrir hækkandi aldur. „Miðað við aldur verð ég frábær, ég skal lofa þér því. Það verður enginn betri en ég 41 árs í þessari seríu eða annarstaðar. Mér líður ágætlega, ég get alveg hjálpað til. Þetta snýst svolítið um væntingastjórnun. Ég get komið af bekknum og spilað vörn og spilað minna. Ég er ekkert að fara bera liðið á herðunum, það er alveg útilokað. Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
„Það kom mér svolítið á óvart að við höfum komist inn," sagði Hlynur Bæringsson, hinn reynslumikli leikmaður Stjörnunnar, eftir leik. Undir lok leiks braust út fögnuður meðal leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar þegar flautað var til leiks í MVA-höllinni á Egilstöðum. Þá var staðan 83-110 fyrir Stjörnunni og tæpar fjórar mínútur eftir. Loka mínúturnar voru furðulegar, ekki síst fyrir þær sakir að KR var fallið. „Jú, jú það er alveg hægt að hafa þetta sætara. Þetta voru svolítið sérstakar aðstæður. Þetta kom mér á óvart en samt ekki. Ég vissi alveg að ÍR-ingar væru ekki að fara vera mjög flatir eða leggja sig ekki fram. Ég vissi alveg að það væri möguleiki. Maður hélt einhvernveginn að Hattarmenn myndu taka þetta samt en við komust inn í þetta." Fyrsta liðið sem verður á vegi þeirra í úrslitakeppninni er Valur, besta lið landsins að flestra mati. Þrátt fyrir það telur Hlynur að hans lið geti gert góða hluti í einvíginu. „Ég hef séð margt í þessu en ekki þetta og hef aldrei farið svona inn í úrslitakeppnina. Valur er besta lið landsins, eru svolítið í sérflokki á landinu, með allt í kringum þetta. Ofboðslega vel mannaðir og unnu okkur í fyrra. Mér finnst við geta spilað við þá og ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þessa seríu. Auðvitað eru þeir með frábært lið og allt það. Það þurfa einhverjir leikmenn að spila aðeins betur en þeir voru að gera undanfarið hjá okkur. Það er gaman að vera kominn inn og við getum alveg gert eitthvað." Valur er frábært varnarlega. Ein af áskorunum Garðbæinga verður að brjóta varnarleik þeirra á bak aftur. „Það er erfitt að skora á Valsarana, við lentum í því í fyrra og höfum gert það áður. Ég held við getum stöðvað þá sæmilega. Við þurfum að sjokkera þá í einhverjum leik og þurfum líka að halda höfðinu. Þegar sóknarleikurinn hikstar, það mun gerast á móti þeim. Þeir eru með þannig lið, við vonandi líka á móti þeim. Þegar allt gengur ekki upp þurfum við að geta 'grændað' þetta út. Við þurfum að frákasta. Það er ýmislegt sem við getum gert." Hlynur er brattur fyrir úrslitakeppnina þrátt fyrir hækkandi aldur. „Miðað við aldur verð ég frábær, ég skal lofa þér því. Það verður enginn betri en ég 41 árs í þessari seríu eða annarstaðar. Mér líður ágætlega, ég get alveg hjálpað til. Þetta snýst svolítið um væntingastjórnun. Ég get komið af bekknum og spilað vörn og spilað minna. Ég er ekkert að fara bera liðið á herðunum, það er alveg útilokað.
Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira