Kjarkleysi eða pólitískt afturhald? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2023 08:01 „Leikskólakerfið okkar er sprungið” hljómar orðið æ oftar og frá fleirum en bara starfsfólki leikskóla. Þetta er trúlegast rétt. Leikskólakerfið er sprungið. Á stöku stað er það jafnvel komið í algjört óefni eins og fréttir af skorti á leikskólaplássi og hve illa gengur að manna leikskólana hafa borið með sér undanfarin misseri. Jafnvel ár. Slík staða kom meira að segja upp í Garðabæ um tíma, þar sem hingað til hefur ekki skort plássin heldur hafa börn allt niður í 12 mánaða fengið leikskólapláss og þótt til mikillar fyrirmyndar. En hvað er til fyrirmyndar? Allt of lengi hefur leikskólinn átt undir högg að sækja þegar kemur að því að tryggja lögbundið faghlutfall starfsmanna sem þar starfa. Um langt skeið hafa fleiri leikskólakennarar leitað í störf innan grunnskólanna en grunnskólakennarar í leikskólana. Starfsumhverfi grunnskólans þykir að mörgu leyti vænlegra og eftirsóknarverðara. Á sama tíma er þrýst á um að öll börn frá 12 mánaða aldri skuli tryggð leikskóladvöl. Hér fer ekki saman hljóð og mynd mönnunarvandi leikskólans er æpandi og seint og illa þokast nokkuð til að bregðast við þeim vanda. Afleiðingarnar eru alvarlegar. Gripið er til lokana á deildum, börn eru send heim og álagið eykst á foreldra við að púsla daglegu lífi saman frá degi til dags. Sveitarfélögin bera ábyrgð Starfsaðstæður bæði í grunnskólum og leikskólum eru á hendi sveitarfélaganna. Það er hlutverk þeirra að tryggja gott starfsumhverfi í þessum mikilvægu stofnunum. Leikskólakennarar hafa lengi kallað eftir breytingum á sínu starfsumhverfi. Horft hefur verið til grunnskólans í því samhengi, þar sem dagur grunnskólabarna skiptist í tvennt. Annars vegar tíma þar sem formleg kennsla fer fram og við köllum skóla. Hins vegar frístund sem fer fram eftir skóla og tryggir börnum upp að 9 ára aldri tómstundastarf fram eftir degi. Vinnudagurinn á leikskólanum hvort heldur sem er vinnudagur starfsfólks eða barna er langur og hefur lengst. Höfum kjark til þess að breyta og bæta starfsumhverfi leikskólans Undir lok síðasta kjörtímabils lögðum við í Viðreisn í Garðabæ fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að farið yrði í að endurskoða starfsumhverfi leikskólans í stað þess að plástra úr sér gengið kerfi, með það að markmiði að laga það að starfsumhverfi grunnskólans. Þannig yrði leikskólaumhverfið um leið gert að meira aðlaðandi starfsvettvang kennara. Hafnarfjörður er farinn af stað í þessa vegferð og vonandi elta önnur sveitarfélög. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Þess vegna er aldrei meiri þörf en einmitt núna í miðri ringulreiðinni sem ríkir víða í leikskólamálum að grípa til aðgerða og laga til í kerfi sem ekki lengur virkar. Við þurfum að hugsa leikskóladaginn upp á nýtt og aðlaga starfsemina að raunveruleikanum í stað þess að berja hausnum við stein. Byggja upp traust fagstarf með öflugum leikskólakennurum. Öll kerfi þarfnast endurskoðunar og ganga úr sér með tíð og tíma. Líka kerfið sem leikskólinn byggir á. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Leikskólakerfið okkar er sprungið” hljómar orðið æ oftar og frá fleirum en bara starfsfólki leikskóla. Þetta er trúlegast rétt. Leikskólakerfið er sprungið. Á stöku stað er það jafnvel komið í algjört óefni eins og fréttir af skorti á leikskólaplássi og hve illa gengur að manna leikskólana hafa borið með sér undanfarin misseri. Jafnvel ár. Slík staða kom meira að segja upp í Garðabæ um tíma, þar sem hingað til hefur ekki skort plássin heldur hafa börn allt niður í 12 mánaða fengið leikskólapláss og þótt til mikillar fyrirmyndar. En hvað er til fyrirmyndar? Allt of lengi hefur leikskólinn átt undir högg að sækja þegar kemur að því að tryggja lögbundið faghlutfall starfsmanna sem þar starfa. Um langt skeið hafa fleiri leikskólakennarar leitað í störf innan grunnskólanna en grunnskólakennarar í leikskólana. Starfsumhverfi grunnskólans þykir að mörgu leyti vænlegra og eftirsóknarverðara. Á sama tíma er þrýst á um að öll börn frá 12 mánaða aldri skuli tryggð leikskóladvöl. Hér fer ekki saman hljóð og mynd mönnunarvandi leikskólans er æpandi og seint og illa þokast nokkuð til að bregðast við þeim vanda. Afleiðingarnar eru alvarlegar. Gripið er til lokana á deildum, börn eru send heim og álagið eykst á foreldra við að púsla daglegu lífi saman frá degi til dags. Sveitarfélögin bera ábyrgð Starfsaðstæður bæði í grunnskólum og leikskólum eru á hendi sveitarfélaganna. Það er hlutverk þeirra að tryggja gott starfsumhverfi í þessum mikilvægu stofnunum. Leikskólakennarar hafa lengi kallað eftir breytingum á sínu starfsumhverfi. Horft hefur verið til grunnskólans í því samhengi, þar sem dagur grunnskólabarna skiptist í tvennt. Annars vegar tíma þar sem formleg kennsla fer fram og við köllum skóla. Hins vegar frístund sem fer fram eftir skóla og tryggir börnum upp að 9 ára aldri tómstundastarf fram eftir degi. Vinnudagurinn á leikskólanum hvort heldur sem er vinnudagur starfsfólks eða barna er langur og hefur lengst. Höfum kjark til þess að breyta og bæta starfsumhverfi leikskólans Undir lok síðasta kjörtímabils lögðum við í Viðreisn í Garðabæ fram tillögu í bæjarstjórn þess efnis að farið yrði í að endurskoða starfsumhverfi leikskólans í stað þess að plástra úr sér gengið kerfi, með það að markmiði að laga það að starfsumhverfi grunnskólans. Þannig yrði leikskólaumhverfið um leið gert að meira aðlaðandi starfsvettvang kennara. Hafnarfjörður er farinn af stað í þessa vegferð og vonandi elta önnur sveitarfélög. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Þess vegna er aldrei meiri þörf en einmitt núna í miðri ringulreiðinni sem ríkir víða í leikskólamálum að grípa til aðgerða og laga til í kerfi sem ekki lengur virkar. Við þurfum að hugsa leikskóladaginn upp á nýtt og aðlaga starfsemina að raunveruleikanum í stað þess að berja hausnum við stein. Byggja upp traust fagstarf með öflugum leikskólakennurum. Öll kerfi þarfnast endurskoðunar og ganga úr sér með tíð og tíma. Líka kerfið sem leikskólinn byggir á. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun