UEFA rannsakar meinta spillingu og mútugreiðslur Barcelona Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. mars 2023 14:30 Knattspyrnufélagið Barcelona er svo gott sem búið að vinna 1. deildina á Spáni í ár, en 4 ár eru liðin frá þeirra síðasta deildarmeistaratitli. Endurreisn félagsins gerist þó í skugga ásakana um mútur og spillingu. Getty Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafið rannsókn á meintri spillingu og mútugreiðslum knattspyrnufélagsins Barcelona. Félagið hefur verið ákært fyrir að hafa greitt valdamiklum dómara andvirði 1.000 milljóna íslenskra króna til að tryggja sér hagstæða dómgæslu á 17 ára tímabili. Með níu fingur á bikarnum Þrátt fyrir að enn séu 12 umferðir og tveir og hálfur mánuður eftir í spænsku 1. deildinni, er hægt að slá því föstu að Barcelona verður spænskur meistari í vor. Það lá ljóst fyrir, má segja, eftir sigur yfir erkifjendunum í Madrid um síðustu helgi. Barcelona hefur 12 stiga forskot og svo mikið forskot hefur engu liði tekist að vinna upp þegar svo skammt er til mótsloka. Alla vega ekki það sem af er öldinni. Það má segja að titillinn sé langþráður í höfuðborg Katalóníu, en liðið hefur ekki unnið deildina síðan 2019, en fátítt er að svo langt líði á milli titla hjá stórveldinu. Heil fjögur ár. Meistarar í skjóli ásakana um spillingu En að þessu sinni má segja að berin séu dálítið súr. Yfir liðinu liggur nú kolsvart spillingarský, eitt það stærsta sem menn hafa lengi séð í spænskum fótbolta. Klúbburinn er sakaður um að hafa greitt varaformanni dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins 7,3 milljónir evra, andvirði meira en eins milljarðs íslenskra króna á 17 ára tímabili, á milli 2001 og 2018. Maðurinn heitir José María Enriquez Negreira og „Negreira-hneykslið“ skyggir á flest annað í spænsku samfélagi þessi dægrin. Segja greiðslurnar hafa verið fyrir munnlega ráðgjöf Stjórnendur Barcelona fullyrða að þetta séu ráðgjafagreiðslur, ekkert er hins vegar til skriflegt um meinta ráðgjöf, ekki nema von segja stjórnendurnir, þetta var nefnilega bara munnleg ráðgjöf. Ákæruvaldið telur hins vegar að peningarnir hafi verið reiddir af hendi til að tryggja sér gott veður hjá dómurum á leikjum Barcelona. UEFA hefur rannsókn á ásökununum Á fimmtudag ákvað svo UEFA, knattspyrnusamband Evrópu að hefja sjálfstæða rannsókn á málinu og segir að félagið eigi yfir höfði sér bann í Evrópukeppnum ef ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Hins vegar gætu afleiðingarnar á Spáni orðið litlar sem engar. Samkvæmt spænskum lögum þá fyrnast mál af þessu tagi á þremur árum og þar sem síðasta meinta mútugreiðslan átti sér stað árið 2018, fyrir 5 árum gæti allt heila svindleríið, ef sök sannast, verið fyrnt. Fótbolti Spánn UEFA Spænski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Með níu fingur á bikarnum Þrátt fyrir að enn séu 12 umferðir og tveir og hálfur mánuður eftir í spænsku 1. deildinni, er hægt að slá því föstu að Barcelona verður spænskur meistari í vor. Það lá ljóst fyrir, má segja, eftir sigur yfir erkifjendunum í Madrid um síðustu helgi. Barcelona hefur 12 stiga forskot og svo mikið forskot hefur engu liði tekist að vinna upp þegar svo skammt er til mótsloka. Alla vega ekki það sem af er öldinni. Það má segja að titillinn sé langþráður í höfuðborg Katalóníu, en liðið hefur ekki unnið deildina síðan 2019, en fátítt er að svo langt líði á milli titla hjá stórveldinu. Heil fjögur ár. Meistarar í skjóli ásakana um spillingu En að þessu sinni má segja að berin séu dálítið súr. Yfir liðinu liggur nú kolsvart spillingarský, eitt það stærsta sem menn hafa lengi séð í spænskum fótbolta. Klúbburinn er sakaður um að hafa greitt varaformanni dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins 7,3 milljónir evra, andvirði meira en eins milljarðs íslenskra króna á 17 ára tímabili, á milli 2001 og 2018. Maðurinn heitir José María Enriquez Negreira og „Negreira-hneykslið“ skyggir á flest annað í spænsku samfélagi þessi dægrin. Segja greiðslurnar hafa verið fyrir munnlega ráðgjöf Stjórnendur Barcelona fullyrða að þetta séu ráðgjafagreiðslur, ekkert er hins vegar til skriflegt um meinta ráðgjöf, ekki nema von segja stjórnendurnir, þetta var nefnilega bara munnleg ráðgjöf. Ákæruvaldið telur hins vegar að peningarnir hafi verið reiddir af hendi til að tryggja sér gott veður hjá dómurum á leikjum Barcelona. UEFA hefur rannsókn á ásökununum Á fimmtudag ákvað svo UEFA, knattspyrnusamband Evrópu að hefja sjálfstæða rannsókn á málinu og segir að félagið eigi yfir höfði sér bann í Evrópukeppnum ef ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Hins vegar gætu afleiðingarnar á Spáni orðið litlar sem engar. Samkvæmt spænskum lögum þá fyrnast mál af þessu tagi á þremur árum og þar sem síðasta meinta mútugreiðslan átti sér stað árið 2018, fyrir 5 árum gæti allt heila svindleríið, ef sök sannast, verið fyrnt.
Fótbolti Spánn UEFA Spænski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira