Nám fyrir öll - Eldri borgara, miðaldra á krossgötum og nýstúdenta Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir skrifar 20. mars 2023 19:31 Ég heyrði fyrst um þjóðfræðinám fyrir um 15 árum þegar amma mín, þá um sjötugt, ákvað að taka námskeið í þjóðfræði sér til skemmtunar eftir að hún var komin á eftirlaun. Hún miðlaði svo þeim fróðleik til mín að allt væri í raun þjóðfræðiefni þar sem þjóðfræði rannsakar hversdaginn í fortíð og samtíma. Það var svo 10 árum eftir að amma byrjaði í þjóðfræði að ég fetaði í fótspor hennar. Þó eftir að hafa unnið svolítið eftir menntaskóla, mátað annað háskólanám og stofnað heimili. Því var ég svolítið hrædd um að vera elst í hópi nýnemana (já, þrátt fyrir sjötugu ömmuna). Það var þó aldeilis ekki raunin. Í þjóðfræðinni koma nefnilega saman nemar á víðu aldursbili, af ólíkum bakgrunni og búsett um allt land, sum jafnvel erlendis. Fjarnám hefur nefnilega verið í boði í þjóðfræði nánast frá aldamótum þar sem lagt er upp með að fjarnemar séu hluti af nemendahópnum líkt og staðnemar. Fjarnemum býðst að mæta í tíma í eigin persónu þegar það hentar, vera með í myndsímtali í rauntíma ef þau sem vilja eða horfa á upptökur úr kennslustund þegar hentar. Saman myndast þéttur hópur fólks úr ólíkum áttum sem öll hafa áhuga að skoða mannflóruna betur. Það frábæra við að hefja nám í þjóðfræði eftir að hafa átt millilendingu í öðrum lífsverkefnum er að námið er áhugasviðsdrifið og því er tilvalið að nýta reynslu sína og þekkingu í verkefnagerð. Þannig getur hlutverkaspilarinn sökkt sér í að rannsaka samfélög og menningu innan Dungeons & Dragons, miðaldra áhugabakarinn eða kokkurinn skoðað matarmenningu frá öllum hliðum og ungur maður með græna fingur skoðað plöntur og jurtir út frá samfélagslegu sjónarhorni. Möguleikarnir eru nánast endalausir. Þegar ég eignaðist son minn á öðru ári í náminu þótti því ekkert eðlilegra en að verkefni mín í námskeiðum það árið tengdust mörg hefðum og menningu óléttra kvenna og svo umönnun ungbarna. Þar sem það var þema lífs míns þá stundina. Eins var velkomið að taka eitt námskeið í fjarnámi til þess að minnka bundna viðveru á háskólasvæði en svo mæta með sofandi barn í vagni í önnur námskeið. Þjóðfræði er nefnilega nám sem er samofið samfélaginu og hentar því ungum sem öldnum þar sem hvert og eitt nýtir sína þekkingu, kosti og í náminu og tekur það á sínum hraða. Höfundur er þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heyrði fyrst um þjóðfræðinám fyrir um 15 árum þegar amma mín, þá um sjötugt, ákvað að taka námskeið í þjóðfræði sér til skemmtunar eftir að hún var komin á eftirlaun. Hún miðlaði svo þeim fróðleik til mín að allt væri í raun þjóðfræðiefni þar sem þjóðfræði rannsakar hversdaginn í fortíð og samtíma. Það var svo 10 árum eftir að amma byrjaði í þjóðfræði að ég fetaði í fótspor hennar. Þó eftir að hafa unnið svolítið eftir menntaskóla, mátað annað háskólanám og stofnað heimili. Því var ég svolítið hrædd um að vera elst í hópi nýnemana (já, þrátt fyrir sjötugu ömmuna). Það var þó aldeilis ekki raunin. Í þjóðfræðinni koma nefnilega saman nemar á víðu aldursbili, af ólíkum bakgrunni og búsett um allt land, sum jafnvel erlendis. Fjarnám hefur nefnilega verið í boði í þjóðfræði nánast frá aldamótum þar sem lagt er upp með að fjarnemar séu hluti af nemendahópnum líkt og staðnemar. Fjarnemum býðst að mæta í tíma í eigin persónu þegar það hentar, vera með í myndsímtali í rauntíma ef þau sem vilja eða horfa á upptökur úr kennslustund þegar hentar. Saman myndast þéttur hópur fólks úr ólíkum áttum sem öll hafa áhuga að skoða mannflóruna betur. Það frábæra við að hefja nám í þjóðfræði eftir að hafa átt millilendingu í öðrum lífsverkefnum er að námið er áhugasviðsdrifið og því er tilvalið að nýta reynslu sína og þekkingu í verkefnagerð. Þannig getur hlutverkaspilarinn sökkt sér í að rannsaka samfélög og menningu innan Dungeons & Dragons, miðaldra áhugabakarinn eða kokkurinn skoðað matarmenningu frá öllum hliðum og ungur maður með græna fingur skoðað plöntur og jurtir út frá samfélagslegu sjónarhorni. Möguleikarnir eru nánast endalausir. Þegar ég eignaðist son minn á öðru ári í náminu þótti því ekkert eðlilegra en að verkefni mín í námskeiðum það árið tengdust mörg hefðum og menningu óléttra kvenna og svo umönnun ungbarna. Þar sem það var þema lífs míns þá stundina. Eins var velkomið að taka eitt námskeið í fjarnámi til þess að minnka bundna viðveru á háskólasvæði en svo mæta með sofandi barn í vagni í önnur námskeið. Þjóðfræði er nefnilega nám sem er samofið samfélaginu og hentar því ungum sem öldnum þar sem hvert og eitt nýtir sína þekkingu, kosti og í náminu og tekur það á sínum hraða. Höfundur er þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun