Teitur segir Basile bestan í vetur: „Ég þarf ekkert að rökstyðja það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 23:31 Basile hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Njarðvíkur á leiktíðinni. Vísir/Bára Dröfn „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Að þessu sinni var spurt hvort Keyshawn Woods hentaði úrslitakeppninni, hvort tvíeykið menn vildu frekar, hvaða lið kemst ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla, hver sé besti leikmaður deildarinnar og hvað skiptir mestu máli þegar það eru bara tveir leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni. „Framlengingin“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson spyr sérfræðinga sína – Teit Örlygsson og Hermann Hauksson að þessu sinni – spurninga sem hægt verður að svara og rökræða í 60 sekúndur áður en farið verður yfir í næsta lið. Fyrsta spurning: Er Keyshawn Woods [Tindastóll] leikmaður sem hentar úrslitakeppni? „Já ég held það,“ sagði Teitur einfaldlega. Ástæðan er sú að „hann getur spilað á fullum hraða í 40 mínútur“ og svo „er mjög erfitt að dekka hann.“ Hermann tók í sama streng. Önnur spurning: Hilmar Smári og Giga [Haukar] eða Sigtryggur Arnar og Drungilas [Tindastóll]? Eftir að hugsa sig vel um svaraði Hermann loks: „Eins og staðan er í dag þá myndi ég taka Hilmar og Giga. Búnir að sýna meiri stöðugleika en hinir tveir. Finnst sú tvenna heilla mig á þessu augnabliki. Þetta er ofboðslega erfið spurning.“ „Ég myndi eiginlega taka Giga og Drungilas og fara á barinn með þá,“ sagði Teitur í léttu gríni. Þriðja spurning: Hvaða lið missir af úrslitakeppninni? „Höttur er í fallbaráttu þó liðið eigi enn séns,“ sagði Kjartan Atli áður en sérfræðingarnir fengu að segja sína skoðun. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan í deildinni.Körfuboltakvöld Fjórða spurning: Hver er BLT [Besti leikmaður tímabilsins]? „Ég segi Dedrick Basile. Ég þarf ekkert að rökstyðja það, hann er búinn að vera frá fyrsta leik besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Teitur. „Fyrir nokkrum leikjum hefði ég sagt Kári en ég er mjög mikið sammála með Basile. Er í liði sem er á toppnum og búinn að vera frábær. Búinn að vera vinna leikina fyrir Njarðvík,“ bætti Hermann við. Fimmta spurning: Hvað skiptir máli á þessu stigi keppninnar? Að lokum vildi Kjartan Atli vita hvort lið væru í alvöru að fórna sigrum á þessum tímapunkti til að reyna fá ákveðin lið í úrslitakeppninni eða hvort þau væru að gíra sig upp með sigrum til að koma á fleygiferð inn í úrslitakeppnina. Svör sérfræðinganna við síðustu spurningunni sem og öllum hinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Teitur segir Basile bestan í vetur: Ég þarf ekkert að rökstyðja það Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
„Framlengingin“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson spyr sérfræðinga sína – Teit Örlygsson og Hermann Hauksson að þessu sinni – spurninga sem hægt verður að svara og rökræða í 60 sekúndur áður en farið verður yfir í næsta lið. Fyrsta spurning: Er Keyshawn Woods [Tindastóll] leikmaður sem hentar úrslitakeppni? „Já ég held það,“ sagði Teitur einfaldlega. Ástæðan er sú að „hann getur spilað á fullum hraða í 40 mínútur“ og svo „er mjög erfitt að dekka hann.“ Hermann tók í sama streng. Önnur spurning: Hilmar Smári og Giga [Haukar] eða Sigtryggur Arnar og Drungilas [Tindastóll]? Eftir að hugsa sig vel um svaraði Hermann loks: „Eins og staðan er í dag þá myndi ég taka Hilmar og Giga. Búnir að sýna meiri stöðugleika en hinir tveir. Finnst sú tvenna heilla mig á þessu augnabliki. Þetta er ofboðslega erfið spurning.“ „Ég myndi eiginlega taka Giga og Drungilas og fara á barinn með þá,“ sagði Teitur í léttu gríni. Þriðja spurning: Hvaða lið missir af úrslitakeppninni? „Höttur er í fallbaráttu þó liðið eigi enn séns,“ sagði Kjartan Atli áður en sérfræðingarnir fengu að segja sína skoðun. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan í deildinni.Körfuboltakvöld Fjórða spurning: Hver er BLT [Besti leikmaður tímabilsins]? „Ég segi Dedrick Basile. Ég þarf ekkert að rökstyðja það, hann er búinn að vera frá fyrsta leik besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Teitur. „Fyrir nokkrum leikjum hefði ég sagt Kári en ég er mjög mikið sammála með Basile. Er í liði sem er á toppnum og búinn að vera frábær. Búinn að vera vinna leikina fyrir Njarðvík,“ bætti Hermann við. Fimmta spurning: Hvað skiptir máli á þessu stigi keppninnar? Að lokum vildi Kjartan Atli vita hvort lið væru í alvöru að fórna sigrum á þessum tímapunkti til að reyna fá ákveðin lið í úrslitakeppninni eða hvort þau væru að gíra sig upp með sigrum til að koma á fleygiferð inn í úrslitakeppnina. Svör sérfræðinganna við síðustu spurningunni sem og öllum hinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Teitur segir Basile bestan í vetur: Ég þarf ekkert að rökstyðja það
Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira