Pólverjar fyrstir til að senda orrustuþotur til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2023 16:19 Pólskri MiG-29 flogið yfir annarri. EPA/Adam Warzawa Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í dag að minnst ellefu MiG-29 orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna yrðu sendar til Úkraínu og að fjórar þeirra yrðu sendar á næstu dögum. Pólland varð þar með fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Duda sagði MiG-29 þoturnar orðnar nokkuð gamlar en ítrekaði að þær væru í góðu standi. Talsmaður ríkisstjórnar Póllands sagði í gær að ráðamenn í fleiri ríkjum hefði samþykkt að senda Úkraínumönnum þotur en tók ekki fram hvaða ríki um væri að ræða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Pólverjar voru einnig fyrstir til að senda Leopard-2 skriðdreka til Úkraínu í síðasta mánuði. Pólverjar ætla að fylla upp í skarðið sem hergagnasendingar mynda með FA-50 þotum frá Suður-Kóreu og F-35 frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn hafa lengi beðið um orrustuþotur en hingað til hafa bakhjarlar þeirra ekki viljað verða við því. Staða úkraínska flughersins er nokkuð óljós en fyrir innrás Rússa í fyrra átti ríkið þó nokkrar orrustu- og herþotur frá tímum Sovétríkjanna. Meðal þess sem Úkraínumenn hafa lagt mikla áherslu á að fá eru skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi, auk orrustuþota. Umfangsmiklar sóknir Rússa skila litlu Rússar hafa um nokkurra vikna skeið staðið í umfangsmiklum árásum víðs vegar í austurhluta Úkraínu. Þær hafa skilað takmörkuðum árangri en sagt var frá því í gær að í febrúar hefðu Rússar lagt undir sig rúmlega 2.300 ferkílómetra sem samsvarar um 0,04 prósentum af Úkraínu. Þetta hefur kostað Rússar þúsundir hermanna en embættismenn á Vesturlöndum segja til að mynda að Rússar hafi misst um 1.200 hermenn á einum degi við Bakhmut í febrúar. Þetta hefur sömuleiðis kostað Rússa mikið magn skotfæra og annarra hergagna. Bakhjarlar Úkraínu heita hergögnum Úkraínumenn vinna að því að mynda nýjar hersveitir með nýjum vopnum og hergögnum og eru taldir líklegir til að gera umfangsmiklar gagnárásir á næstu vikum og mánuðum. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar hafa sent Úkraínu mikið magn vestrænna bryndreka en Frakkar tilkynntu í gær að AMX-10, sem hægt er að kalla létta skriðdreka“, væru komnir til Úkraínu. Vonast er til þess að hergögnin muni reynast Úkraínumönnum vel á næstu mánuðum. Aide militaire à l'Ukraine : les chars "légers" AMX 10-RC promis début janvier par la France "viennent d'arriver en Ukraine", annonce @SebLecornu devant la commission @AN_Defense, sans préciser leur nombre pic.twitter.com/c9EFpUTMpS— Cédric Pietralunga (@CPietralunga) March 15, 2023 Varnarmálaráðherrar þeirra rúmlega fimmtíu ríkja sem styðja Úkraínu funduðu gegnum fjarfundarbúnað í gær en á þeim fundi sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að tryggja þyrfti Úkraínumönnum þau vopn og þau hergögn sem þeir þyrftu fyrir væntanlegar gagnárásir þeirra á næstu vikum og mánuðum. Úkraínskir hermenn hafa kvartað undan skorti á skotfærum og þá sérstaklega skotfærum fyrir stórskotalið en rússneski herinn er sagður eiga í sambærilegum vandræðum. Samkvæmt frétt New York Times sagðist Lloyd vongóður um að bakhjarlar Úkraínumanna myndu veita þeim þá aðstoð sem þeir þarfnast fram að vori og lengur. Sérfræðingar segja að skotfæraframleiðsla og aðgengi Úkraínumanna annars vegar og Rússa hins vegar að skotfærum muni skipta sköpum á komandi mánuðum. Sú fylking sem fyrr getur vopnum búist verði í mun betri stöðu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Hernaður Rússland NATO Tengdar fréttir Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08 Lýsir innrásinni í Úkraínu sem „deilu um landsvæði“ Helsti áskorandi Donalds Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins á næsta ári lýsir innrás Rússa í Úkraínu sem deilu um landsvæði. Hann telur það ekki brýna hagsmuni Bandaríkjanna að verja Úkraínu. 14. mars 2023 19:58 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Duda sagði MiG-29 þoturnar orðnar nokkuð gamlar en ítrekaði að þær væru í góðu standi. Talsmaður ríkisstjórnar Póllands sagði í gær að ráðamenn í fleiri ríkjum hefði samþykkt að senda Úkraínumönnum þotur en tók ekki fram hvaða ríki um væri að ræða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Pólverjar voru einnig fyrstir til að senda Leopard-2 skriðdreka til Úkraínu í síðasta mánuði. Pólverjar ætla að fylla upp í skarðið sem hergagnasendingar mynda með FA-50 þotum frá Suður-Kóreu og F-35 frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn hafa lengi beðið um orrustuþotur en hingað til hafa bakhjarlar þeirra ekki viljað verða við því. Staða úkraínska flughersins er nokkuð óljós en fyrir innrás Rússa í fyrra átti ríkið þó nokkrar orrustu- og herþotur frá tímum Sovétríkjanna. Meðal þess sem Úkraínumenn hafa lagt mikla áherslu á að fá eru skotfæri fyrir stórskotalið og loftvarnarkerfi, auk orrustuþota. Umfangsmiklar sóknir Rússa skila litlu Rússar hafa um nokkurra vikna skeið staðið í umfangsmiklum árásum víðs vegar í austurhluta Úkraínu. Þær hafa skilað takmörkuðum árangri en sagt var frá því í gær að í febrúar hefðu Rússar lagt undir sig rúmlega 2.300 ferkílómetra sem samsvarar um 0,04 prósentum af Úkraínu. Þetta hefur kostað Rússar þúsundir hermanna en embættismenn á Vesturlöndum segja til að mynda að Rússar hafi misst um 1.200 hermenn á einum degi við Bakhmut í febrúar. Þetta hefur sömuleiðis kostað Rússa mikið magn skotfæra og annarra hergagna. Bakhjarlar Úkraínu heita hergögnum Úkraínumenn vinna að því að mynda nýjar hersveitir með nýjum vopnum og hergögnum og eru taldir líklegir til að gera umfangsmiklar gagnárásir á næstu vikum og mánuðum. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar hafa sent Úkraínu mikið magn vestrænna bryndreka en Frakkar tilkynntu í gær að AMX-10, sem hægt er að kalla létta skriðdreka“, væru komnir til Úkraínu. Vonast er til þess að hergögnin muni reynast Úkraínumönnum vel á næstu mánuðum. Aide militaire à l'Ukraine : les chars "légers" AMX 10-RC promis début janvier par la France "viennent d'arriver en Ukraine", annonce @SebLecornu devant la commission @AN_Defense, sans préciser leur nombre pic.twitter.com/c9EFpUTMpS— Cédric Pietralunga (@CPietralunga) March 15, 2023 Varnarmálaráðherrar þeirra rúmlega fimmtíu ríkja sem styðja Úkraínu funduðu gegnum fjarfundarbúnað í gær en á þeim fundi sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að tryggja þyrfti Úkraínumönnum þau vopn og þau hergögn sem þeir þyrftu fyrir væntanlegar gagnárásir þeirra á næstu vikum og mánuðum. Úkraínskir hermenn hafa kvartað undan skorti á skotfærum og þá sérstaklega skotfærum fyrir stórskotalið en rússneski herinn er sagður eiga í sambærilegum vandræðum. Samkvæmt frétt New York Times sagðist Lloyd vongóður um að bakhjarlar Úkraínumanna myndu veita þeim þá aðstoð sem þeir þarfnast fram að vori og lengur. Sérfræðingar segja að skotfæraframleiðsla og aðgengi Úkraínumanna annars vegar og Rússa hins vegar að skotfærum muni skipta sköpum á komandi mánuðum. Sú fylking sem fyrr getur vopnum búist verði í mun betri stöðu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Hernaður Rússland NATO Tengdar fréttir Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08 Lýsir innrásinni í Úkraínu sem „deilu um landsvæði“ Helsti áskorandi Donalds Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins á næsta ári lýsir innrás Rússa í Úkraínu sem deilu um landsvæði. Hann telur það ekki brýna hagsmuni Bandaríkjanna að verja Úkraínu. 14. mars 2023 19:58 Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23 Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Birtu myndband af þotunni lenda á drónanum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þegar rússneskri herþotu var flogið á bandarískan dróna yfir Svartahafi. Myndbandið sýnir rússneska flugmenn reyna að varpa eldsneyti á drónann og í annarri tilrauninni lendir ein herþotan utan í drónanum svo hreyfill hans skemmist. 16. mars 2023 10:08
Lýsir innrásinni í Úkraínu sem „deilu um landsvæði“ Helsti áskorandi Donalds Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins á næsta ári lýsir innrás Rússa í Úkraínu sem deilu um landsvæði. Hann telur það ekki brýna hagsmuni Bandaríkjanna að verja Úkraínu. 14. mars 2023 19:58
Sagðir ætla að höfða mál gegn Rússum fyrir stríðsglæpi Saksóknarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) ætla að höfða tvö mál gegn Rússum vegna ódæða þeirra í Úkraínu. Saksóknarar vilja leggja fram nokkrar handtökuskipanir vegna stríðsglæpa en rannsakendur dómstólsins hafa um mánaða skeið verið að störfum í Úkraínu. 13. mars 2023 15:23
Segja Rússa viljandi láta Wagner blæða í Bakhmut Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War telur ósættið milli stjórnvalda í Rússlandi og Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner málaliðahópsins, hafa náð hámarki. 13. mars 2023 07:13