Slær þúsunda milljarða króna lán frá seðlabanka Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2023 08:36 Hlutabréfaverð í Credit Suisse náði lægstu lægðum í gær. AP/Seth Wenig Svissneski bankinn Credit Suisse ætlar að fá lánaða allt að fimmtíu milljarða svissneskra franka, jafnvirði hátt á áttunda þúsund milljarða íslenskra króna, frá seðlabankanum þar í landi til þess að styrkja stöðu sína. Hlutabréf í bankanum féllu um fjórðung eftir að stærsti hluthafi hans neitaði að setja meira fé í hann í gær. Mikill óróleiki hefur gripið um sig á heimsvísu eftir fall tveggja millistórra bandarískra banka í kringum síðustu helgi, annars vegar Silicon Valley Bank og hins vegar Signature Bank. Credit Suisse, annar stærsti banki Sviss, átti í vandræðum fyrir en gærdagurinn var sérstaklega svartur. Þjóðarbanki Sáda, stærsti einstaki hluthafinn í Credit Suisse, lýsti því yfir opinberlega að hann ætlaði sér ekki að leggja meira fé í bankann. Gengi bréfa í Credit Suisse hrundu í kjölfarið og dróg aðra evrópska banka niður með sér í leiðinni. Viðskipti með bréfin voru stöðvuð sjálfkrafa í svissnesku kauphöllinni. Nú segja forráðamenn bankans að þeir ætli sér að nýta sér heimild til þess að fá allt að fimmtíu milljarða franka lánaða frá svissneska seðlabankanum. „Þetta viðbótar lausafé styrkti kjarnastarfsemi Credit Suisse og viðskiptavini á meðan bankinn stígur nauðsynleg skref til þess að búa til einfaldari og hnitmiðaðri banka sem er sniðinn að þörfum viðskiptavina,“ sagði í yfirlýsingu frá svissneska bankanum. Seðlabanki Sviss segir að féð sé til staðar ef Credit Suisse þarf á því að halda. Bankinn sé tilbúinn að stíga inn í og leggja honum enn frekara lið ef þörf er á, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Sviss Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. 16. mars 2023 07:38 Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mikill óróleiki hefur gripið um sig á heimsvísu eftir fall tveggja millistórra bandarískra banka í kringum síðustu helgi, annars vegar Silicon Valley Bank og hins vegar Signature Bank. Credit Suisse, annar stærsti banki Sviss, átti í vandræðum fyrir en gærdagurinn var sérstaklega svartur. Þjóðarbanki Sáda, stærsti einstaki hluthafinn í Credit Suisse, lýsti því yfir opinberlega að hann ætlaði sér ekki að leggja meira fé í bankann. Gengi bréfa í Credit Suisse hrundu í kjölfarið og dróg aðra evrópska banka niður með sér í leiðinni. Viðskipti með bréfin voru stöðvuð sjálfkrafa í svissnesku kauphöllinni. Nú segja forráðamenn bankans að þeir ætli sér að nýta sér heimild til þess að fá allt að fimmtíu milljarða franka lánaða frá svissneska seðlabankanum. „Þetta viðbótar lausafé styrkti kjarnastarfsemi Credit Suisse og viðskiptavini á meðan bankinn stígur nauðsynleg skref til þess að búa til einfaldari og hnitmiðaðri banka sem er sniðinn að þörfum viðskiptavina,“ sagði í yfirlýsingu frá svissneska bankanum. Seðlabanki Sviss segir að féð sé til staðar ef Credit Suisse þarf á því að halda. Bankinn sé tilbúinn að stíga inn í og leggja honum enn frekara lið ef þörf er á, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Sviss Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. 16. mars 2023 07:38 Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. 16. mars 2023 07:38
Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47