Stjórnvöld í Bandaríkjunum hóta að banna TikTok Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 07:28 TikTok er gríðarvinsælt í Bandaríkjunum og víðar. Getty/Anadolu Agency/Celal Gunes Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa hótað því að banna samfélagsmiðilinn TikTok ef kínverskir fjárfestar selja ekki hlut sinn í fyrirtæknu. Áhyggjur eru uppi um að gögn fyrirtækisins endi í höndum yfirvalda í Kína. Stjórnvöld í Bretlandi, Kanada og Ástralíu hafa nú þegar í hyggju að banna einstaklingum sem starfa hjá hinu opinbera að vera með TikTok á símum sínum. Óttast er að Kínverjar séu að eða muni nota hið geysivinsæla smáforrit til að njósna um erlenda aðila. Vestanhafs hefur starfsmönnum alríkisins sömuleiðis verið bannað að vera með TikTok á símtækjum sínum. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, freistaði þess árið 2020 að banna Tik Tok en var stöðvaður af dómstólum. Brooke Oberwetter, talsmaður TikTok, staðfesti í gær að opinber nefnd um erlenda fjárfestingu í Bandaríkjunum hefði nýlega krafist þess að kínverskir fjárfestar seldu hlut sinn í fyrirtækinu. Annars væri hætta á að smáforritið yrði bannað. Oberwetter segir breytt eignarhald á fyrirtækinu hins vegar ekki munu breyta neinu varðandi gagnaflutninga og -öryggi. Framkvæmdastjóri TikTok, Shou Zi Chew, mun mæta fyrir bandaríska þingið í næstu viku. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill heims með yfir 100 milljón notendur í Bandaríkjunum. Fyrirtækið tilkynnti í febrúar um nýja öryggisáætlun fyrir Evrópu sem felur meðal annars í sér geymslu gagna á Írlandi og í Noregi og eftirlit óháðs þriðja aðila á öllum gögnum sem fara frá Evrópu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kína TikTok Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi, Kanada og Ástralíu hafa nú þegar í hyggju að banna einstaklingum sem starfa hjá hinu opinbera að vera með TikTok á símum sínum. Óttast er að Kínverjar séu að eða muni nota hið geysivinsæla smáforrit til að njósna um erlenda aðila. Vestanhafs hefur starfsmönnum alríkisins sömuleiðis verið bannað að vera með TikTok á símtækjum sínum. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, freistaði þess árið 2020 að banna Tik Tok en var stöðvaður af dómstólum. Brooke Oberwetter, talsmaður TikTok, staðfesti í gær að opinber nefnd um erlenda fjárfestingu í Bandaríkjunum hefði nýlega krafist þess að kínverskir fjárfestar seldu hlut sinn í fyrirtækinu. Annars væri hætta á að smáforritið yrði bannað. Oberwetter segir breytt eignarhald á fyrirtækinu hins vegar ekki munu breyta neinu varðandi gagnaflutninga og -öryggi. Framkvæmdastjóri TikTok, Shou Zi Chew, mun mæta fyrir bandaríska þingið í næstu viku. TikTok er einn vinsælasti samfélagsmiðill heims með yfir 100 milljón notendur í Bandaríkjunum. Fyrirtækið tilkynnti í febrúar um nýja öryggisáætlun fyrir Evrópu sem felur meðal annars í sér geymslu gagna á Írlandi og í Noregi og eftirlit óháðs þriðja aðila á öllum gögnum sem fara frá Evrópu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Kína TikTok Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira