Katarar neita að hafa njósnað um leynifundi Infantino Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2023 11:00 Gianni Infantino, forseti FIFA, ásamt Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani, emírnum af Katar. Alexander Hassenstein - FIFA/FIFA via Getty Images Katörsk stjórnvöld þvertaka fyrir að hafa njósnað um Gianni Infantino, forseta FIFA, á fundum hans með Michael Lauber, fyrrum ríkissaksóknara í Sviss. Infantino og Lauber sæta sakamálarannsókn vegna fundanna. Svissneski miðillinn Neue Zürcher Zeitung greindi frá því að fundur milli Infantino og Lauber á Schweizerhof-hótelinu í Bern, sem er í katarskri eigu, þann 16. júní 2017 hafi verið leynilega tekinn upp með hjálp fyrrum leyniþjónustumanna úr bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Verkefnið hafi borið heitið Project Matterhorn. Katarska sendiráðið í Sviss var á þeim tíma einnig til húsa í Scweizerhof-byggingunni en þegar fundurinn fór fram fór Lauber fyrir rannsókn á spillingu innan fótboltans, þar á meðal meintrar óreglu við kosningu framkvæmdastjórnar FIFA við kosningu á gestgjöfum HM árið 2010. Í þeirri kosningu hlaut Rússland gestgjafaréttinn árið 2018 og Katar 2022. Lauber sagði upp sem ríkissaksóknari árið 2020 eftir að upp komst um leynilega fundi hans með Infantino, sem var þá undir rannsókn embættisins. Fulltrúar FIFA segja Infantino ekki hafa vitað af tilraun til njósna eftir fréttir Neue Zürcher Zeitung. „Forseti FIFA hefur enga vitneskju um neinar leynilegar eftirlitsaðgerðir, hvaðan sem er, segir í tilkynningu frá FIFA. Það sem mikilvægara er, hefur enginn maður gert tilraun til að hafa áhrif á hans störf, hvað þá fjárkúgun,“ segir í yfirlýsingu FIFA. Lögmaður Lauber sagði svipaða sögu af skjólstæðingi sínum í samtali við svissneska miðilinn. „Ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu“ Katörsk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við fréttaflutningnum og hafa hótað lögsókn vegna „tilhæfulausra ásakana“. „Ásakanirnar eru enn ein tilraunin til að dreifa röngum upplýsingum um Katar og skaða orðstír þess,“ sagði í yfirlýsingu frá alþjóðlegri fjölmiðlaskrifstofu Katar. „Við höfnum ásökunum og erum að kanna rétt okkar,“ sagði þar enn fremur. „Það er ljóst að hinar margþættu ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu, sem birtar voru í fjölmiðlum í Frakklandi, Sviss og víðar í álfunni fyrr í þessum mánuði, ætla engan endi að taka.“ segir í yfirlýsingunni. Infantino endurkjörinn á fimmtudag Infantino flutti búferlum til Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram fór í ríkinu í desember í fyrra. Hann hefur haldið uppi vörnum fyrir katörsk stjórnvöld sem sættu gagnrýni fyrir mótið vegna mannréttindamála og ásakana um spillingu. Hann hefur sakað vestræn ríki um hræsni og segir mótið í Katar hafa verið besta mót sögunnar. Infantino og Lauber sæta enn rannsókn svissneskra yfirvalda vegna meintra þriggja leynilegra funda þeirra um rannsókn á FIFA árin 2016 og 2017. Infantino var yfirheyrður öðru sinni af svissneskum lögregluyfirvöldum í janúar síðastliðnum. Bæði Infantino og Lauber hafa neitað allri sök. Infantino tók við sem forseti FIFA af landa sínum Sepp Blatter, sem yfirgaf stofnunina með skömm árið 2016. Útlit er fyrir að hann verði endurkjörinn án mótframboðs á næsta FIFA-þingi sem fram fer í Kigali í Rúanda á fimmtudaginn kemur, 16. mars. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nýlega að sambandið hyggðist ekki styðja endurkjör Infantino. HM 2022 í Katar Katar Sviss FIFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira
Svissneski miðillinn Neue Zürcher Zeitung greindi frá því að fundur milli Infantino og Lauber á Schweizerhof-hótelinu í Bern, sem er í katarskri eigu, þann 16. júní 2017 hafi verið leynilega tekinn upp með hjálp fyrrum leyniþjónustumanna úr bandarísku leyniþjónustunni, CIA. Verkefnið hafi borið heitið Project Matterhorn. Katarska sendiráðið í Sviss var á þeim tíma einnig til húsa í Scweizerhof-byggingunni en þegar fundurinn fór fram fór Lauber fyrir rannsókn á spillingu innan fótboltans, þar á meðal meintrar óreglu við kosningu framkvæmdastjórnar FIFA við kosningu á gestgjöfum HM árið 2010. Í þeirri kosningu hlaut Rússland gestgjafaréttinn árið 2018 og Katar 2022. Lauber sagði upp sem ríkissaksóknari árið 2020 eftir að upp komst um leynilega fundi hans með Infantino, sem var þá undir rannsókn embættisins. Fulltrúar FIFA segja Infantino ekki hafa vitað af tilraun til njósna eftir fréttir Neue Zürcher Zeitung. „Forseti FIFA hefur enga vitneskju um neinar leynilegar eftirlitsaðgerðir, hvaðan sem er, segir í tilkynningu frá FIFA. Það sem mikilvægara er, hefur enginn maður gert tilraun til að hafa áhrif á hans störf, hvað þá fjárkúgun,“ segir í yfirlýsingu FIFA. Lögmaður Lauber sagði svipaða sögu af skjólstæðingi sínum í samtali við svissneska miðilinn. „Ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu“ Katörsk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við fréttaflutningnum og hafa hótað lögsókn vegna „tilhæfulausra ásakana“. „Ásakanirnar eru enn ein tilraunin til að dreifa röngum upplýsingum um Katar og skaða orðstír þess,“ sagði í yfirlýsingu frá alþjóðlegri fjölmiðlaskrifstofu Katar. „Við höfnum ásökunum og erum að kanna rétt okkar,“ sagði þar enn fremur. „Það er ljóst að hinar margþættu ófrægingarherferðir gegn Katar í Evrópu, sem birtar voru í fjölmiðlum í Frakklandi, Sviss og víðar í álfunni fyrr í þessum mánuði, ætla engan endi að taka.“ segir í yfirlýsingunni. Infantino endurkjörinn á fimmtudag Infantino flutti búferlum til Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram fór í ríkinu í desember í fyrra. Hann hefur haldið uppi vörnum fyrir katörsk stjórnvöld sem sættu gagnrýni fyrir mótið vegna mannréttindamála og ásakana um spillingu. Hann hefur sakað vestræn ríki um hræsni og segir mótið í Katar hafa verið besta mót sögunnar. Infantino og Lauber sæta enn rannsókn svissneskra yfirvalda vegna meintra þriggja leynilegra funda þeirra um rannsókn á FIFA árin 2016 og 2017. Infantino var yfirheyrður öðru sinni af svissneskum lögregluyfirvöldum í janúar síðastliðnum. Bæði Infantino og Lauber hafa neitað allri sök. Infantino tók við sem forseti FIFA af landa sínum Sepp Blatter, sem yfirgaf stofnunina með skömm árið 2016. Útlit er fyrir að hann verði endurkjörinn án mótframboðs á næsta FIFA-þingi sem fram fer í Kigali í Rúanda á fimmtudaginn kemur, 16. mars. Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nýlega að sambandið hyggðist ekki styðja endurkjör Infantino.
HM 2022 í Katar Katar Sviss FIFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira