Ellert: Núna þurfa allir í KR að fara í naflaskoðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2023 13:01 Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR, ræddi við Stöð 2 um stöðuna á körfuknattleiksdeildinni í Vesturbænum. S2 Sport KR er fallið úr Subway-deildinni þrátt fyrir að enn sé eftir þrjár umferðir af deildinni. Í fyrsta sinn í 62 ár mun KR ekki vera í efstu deild körfuboltans og það aðeins fjórum árum eftir að KR varð Íslandsmeistari sjötta árið í röð. Formaður Körfuknattleiksdeildar KR segir að deildin sé nú í stefnumótun til framtíðar og þar sem ekki bara verið að hugsa til næstu tveggja ára. KR ætli að koma strax upp aftur og endurheimta sæti sitt meðal bestu körfuboltaliða landsins. „Þetta var búið að liggja aðeins í loftinu og orðin svolítið mikil brekka. Þegar maður er farinn að treysta á önnur lið þá veit maður aldrei enda ekki með þetta lengur í hendi sér. Vissulega var þetta síðasti naglinn í þessa efstu deildar líkkistu,“ sagði Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Brottfallið mjög mikið og mjög hratt „Þetta er mikil áfall í sjálfu sér en það er enginn leikmaður eftir úr 2019 liðinu enn þá með okkur. Þetta er búið að vera ótrúlegt tímabil og ég var sjálfur í 2007 og 2009 liðunum. Ótrúlegt þá voru ansi margir leikmenn enn spilandi árið 2019 sem voru í þeim liðum. Svo verður brottfallið mjög mikið og mjög hratt,“ sagði Ellert. „Ég vissi það fyrir þetta tímabil að við værum að fara í uppbyggingarvinnu en mér óraði að vísu ekki fyrir því að við færum niður. Við látum þetta ekki skilgreina okkur og þetta endurspeglar bara hvernig liðið er akkúrat í dag. Núna þurfa allir að fara í naflaskoðun, allt frá mér og stjórninni niður í þjálfara og leikmenn. Teikna upp plan fyrir næstu ár sem felur í sér snertilendingu í fyrstu deild og svo aftur upp. Við ætlum að koma félaginu aftur í efstu röð sem fyrst,“ sagði Ellert. Klippa: Viðtal við Ellert formann hjá KR Hræðist ekki að festast í 1. deildinni Hversu mikilvægt er að fara beint upp og hræðist Ellert að festast í fyrstu deildinni? „Í fyrsta lagi er maður ekki náð að melta þetta mjög lengi en í öðru lagi er það ekki hugsun sem hefur skotið upp í kollinum hjá okkur. Við ætlum okkur bara beint upp aftur og ég get ekki sagt að við hræðumst það endilega. Þessi vinna sem ég nefni, er svo sem farin af stað og þessi stefnumótun til framtíðar hjá okkur. Hún er ekki bara fyrir næsta ár og þar næsta. Þetta er stærra en tveggja ára plan og við þurfum að hugsa þetta í stærra samhengi,“ sagði Ellert. „Allt frá því hvernig við höldum utan um afreksstarfið, yfir í yngri flokkana og aðstöðuna. Það eru ýmsir hlutir að taka breytingum á KR-svæðinu á næstu árum. Allt sem miðar að því að koma okkur aftur í fremstu röð sem allra fyrst,“ sagði Ellert. Af hverju missti KR alla þessa leikmenn? En af hverju er félagið að missa alla þessa leikmenn? Af hverju hefur verið svona erfitt að halda í leikmenn KR síðustu ár? „Í fyrsta lagi eru þeir orðnir fjandi gamlir. Þessi 1982 árgangur tórði nú ansi lengi. Ég skal ekki segja. Ég held að það sé aðallega af því að menn hafi verið að hætta í körfubolta. Svo gerist það líka að við erum með ákveðna aðila sem við viljum fá til liðs við okkur en svo fara þeir erlendis. Púslin raðast ekki upp fyrir þetta tímabil og við förum inn í það með mjög ungan kjarna,“ sagði Ellert. „Mjög efnilega og flotta leikmenn en við hefðum mátt vera heppnari að fá með þeim reynslumeiri og sterkari erlenda leikmenn með til að ná að búa einhverja alvöru heildarmynd á liðið. Við reyndum að gera þó nokkrar breytingar á miðju tímabili en náðum aldrei að láta þessa passa alveg saman,“ sagði Ellert. Við sem stjórn berum ábyrgð í því En hver ber ábyrgð á því að það gekk svona illa að fá öfluga erlenda leikmenn til KR-liðsins. „Við sem stjórn berum ábyrgð í því. Þetta er bara stjórn, þjálfari og leikmenn. Það þurfa allir að líta í eigin barm og spyrna í til þess að koma þessari endurkomu af stað. Þetta var að einhverju leiti óheppni og að einhverju leiti reynsluleysi. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það voru margir samverkandi þættir sem skila okkur þessari niðurstöðu í ár,“ sagði Ellert. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Subway-deild karla KR Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Formaður Körfuknattleiksdeildar KR segir að deildin sé nú í stefnumótun til framtíðar og þar sem ekki bara verið að hugsa til næstu tveggja ára. KR ætli að koma strax upp aftur og endurheimta sæti sitt meðal bestu körfuboltaliða landsins. „Þetta var búið að liggja aðeins í loftinu og orðin svolítið mikil brekka. Þegar maður er farinn að treysta á önnur lið þá veit maður aldrei enda ekki með þetta lengur í hendi sér. Vissulega var þetta síðasti naglinn í þessa efstu deildar líkkistu,“ sagði Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Brottfallið mjög mikið og mjög hratt „Þetta er mikil áfall í sjálfu sér en það er enginn leikmaður eftir úr 2019 liðinu enn þá með okkur. Þetta er búið að vera ótrúlegt tímabil og ég var sjálfur í 2007 og 2009 liðunum. Ótrúlegt þá voru ansi margir leikmenn enn spilandi árið 2019 sem voru í þeim liðum. Svo verður brottfallið mjög mikið og mjög hratt,“ sagði Ellert. „Ég vissi það fyrir þetta tímabil að við værum að fara í uppbyggingarvinnu en mér óraði að vísu ekki fyrir því að við færum niður. Við látum þetta ekki skilgreina okkur og þetta endurspeglar bara hvernig liðið er akkúrat í dag. Núna þurfa allir að fara í naflaskoðun, allt frá mér og stjórninni niður í þjálfara og leikmenn. Teikna upp plan fyrir næstu ár sem felur í sér snertilendingu í fyrstu deild og svo aftur upp. Við ætlum að koma félaginu aftur í efstu röð sem fyrst,“ sagði Ellert. Klippa: Viðtal við Ellert formann hjá KR Hræðist ekki að festast í 1. deildinni Hversu mikilvægt er að fara beint upp og hræðist Ellert að festast í fyrstu deildinni? „Í fyrsta lagi er maður ekki náð að melta þetta mjög lengi en í öðru lagi er það ekki hugsun sem hefur skotið upp í kollinum hjá okkur. Við ætlum okkur bara beint upp aftur og ég get ekki sagt að við hræðumst það endilega. Þessi vinna sem ég nefni, er svo sem farin af stað og þessi stefnumótun til framtíðar hjá okkur. Hún er ekki bara fyrir næsta ár og þar næsta. Þetta er stærra en tveggja ára plan og við þurfum að hugsa þetta í stærra samhengi,“ sagði Ellert. „Allt frá því hvernig við höldum utan um afreksstarfið, yfir í yngri flokkana og aðstöðuna. Það eru ýmsir hlutir að taka breytingum á KR-svæðinu á næstu árum. Allt sem miðar að því að koma okkur aftur í fremstu röð sem allra fyrst,“ sagði Ellert. Af hverju missti KR alla þessa leikmenn? En af hverju er félagið að missa alla þessa leikmenn? Af hverju hefur verið svona erfitt að halda í leikmenn KR síðustu ár? „Í fyrsta lagi eru þeir orðnir fjandi gamlir. Þessi 1982 árgangur tórði nú ansi lengi. Ég skal ekki segja. Ég held að það sé aðallega af því að menn hafi verið að hætta í körfubolta. Svo gerist það líka að við erum með ákveðna aðila sem við viljum fá til liðs við okkur en svo fara þeir erlendis. Púslin raðast ekki upp fyrir þetta tímabil og við förum inn í það með mjög ungan kjarna,“ sagði Ellert. „Mjög efnilega og flotta leikmenn en við hefðum mátt vera heppnari að fá með þeim reynslumeiri og sterkari erlenda leikmenn með til að ná að búa einhverja alvöru heildarmynd á liðið. Við reyndum að gera þó nokkrar breytingar á miðju tímabili en náðum aldrei að láta þessa passa alveg saman,“ sagði Ellert. Við sem stjórn berum ábyrgð í því En hver ber ábyrgð á því að það gekk svona illa að fá öfluga erlenda leikmenn til KR-liðsins. „Við sem stjórn berum ábyrgð í því. Þetta er bara stjórn, þjálfari og leikmenn. Það þurfa allir að líta í eigin barm og spyrna í til þess að koma þessari endurkomu af stað. Þetta var að einhverju leiti óheppni og að einhverju leiti reynsluleysi. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það voru margir samverkandi þættir sem skila okkur þessari niðurstöðu í ár,“ sagði Ellert. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Subway-deild karla KR Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira