Ég býð mig fram til áframhaldandi forystu í VR Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 13. mars 2023 10:30 Sú kjaralota sem við stöndum í nú verður sú mikilvægasta í áratugi. Vanda þarf til verka og mun reynsla og staðfesta skipta öllu máli ef ekki á illa að fara. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna. Eftir áralöng teboð og vinaleg samtöl með sérhagsmunaöflum og stjórnmálunum gat hreyfingin sig hvergi hreyft án þess að stíga á tærnar á sjálfri sér. Hún lokaði sig af! Á meðan þáverandi ríkisstjórn gerði allt sem í hennar valdi stóð til að þóknast fjármagninu og kröfuhöfum á kostnað almennings, sem endaði með skelfilegum afleiðingum. Hræðslan var slík að enga mótstöðu var að finna innan veggja verkalýðshreyfingarinnar. Fólkið reis upp, í nauðvörn, og greip potta og pönnur og skundaði á austurvöll því málsvarinn hvarf. Ef einhver saknar þess tíma þegar duglaus og meðvirk verkalýðshreyfingin hjakkaði með tebolla í hönd í hjólfari meðvirkni og hræðslu þá geta þeir tímar auðveldlega komið aftur. En það má ekki gerast. Það eru öll viðvörunarljós löngu farin að blikka og því hefur sjaldan verið eins mikilvægt að velja til forystu fólk sem hefur kjark og getu til að veita það aðhald sem til þarf. Í þessari baráttu vinnst enginn fullnaðar sigur. Þetta er endalaus barátta, barátta fyrir bættum kjörum og varnarbarátta til að verja þau gildi og réttindi sem þegar eru til staðar og stöðugt er verið að þrengja að. Þetta er barátta gegn óréttlæti, sjálftöku, græðgi og spillingu. Þett er barátta fyrir daginn í dag og alla daga eftir hann. Þetta er barátta fyrir okkur sjálf, foreldra okkar, börnin okkar og komandi kynslóðir. Við stöndum á tímamótum sem samfélag. Kjaraviðræður um langtíma samning hófust formlega þann 19.janúar síðastliðinn, með viðræðum um starfsmenntamálin og hvernig við getum nýtt endurmenntun til að efla félagsfólk okkar á tímum sjálfvirknivæðingar og tæknibreytinga. Í byrjun febrúar hófum við undirbúning að aðgerðum vegna hárrar verðbólgu og vaxta. Viðræður um aðgerðir vegna stöðunnar á leigumarkaði og vegna hækkandi afborgana húsnæðislána. Vinna við stórátak í uppbyggingu á húsnæðismarkaði stendur yfir og vinna við að stórauka fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða í þeirri uppbyggingu. Nýja húsnæðisfélagið Blær, undir hatti ASÍ og BSRB, er að hefja framkvæmdir og verða fyrstu íbúðirnar afhentar næsta vor. VR fjármagnar fyrsta verkefnið og verða þær íbúðir eingöngu í boði fyrir félagsfólk VR. Um miðjan mars hefjast svo viðræður um fjarvinnu, 32 stunda vinnuviku og 30 daga orlof. Svo atvinnulýðræði og lýðræðisvæðingu lífeyrissjóðanna, útvíkkun á veikindarétti og svo koll af kolli. Viðræður eru tímasettar út árið út frá þeirri kröfugerð sem um 6.000 VR félagar tók þátt í að móta. Baráttan gegn meðvirkni og spillingu. Almenningur verður að ná völdum yfir lífeyrissjóðunum. Sterk staða atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna hefur komið í veg fyrir að þeir fjárfesti í uppbyggingu á húsnæðismarkaði, byggja fyrir eldra og yngra fólk og almennar leiguíbúðir, eins og gert er allstaðar í samanburðarlöndum Evrópu. Einnig hafa sjóðirnir setið hjá sem óvirkir meirihlutaeigendur stærstu fyrirtækja á markaði fyrir tilstuðlan atvinnulífsins, og verja þannig gengdarlausa spillingu og sjálftöku í viðskiptalífinu og fjármálakerfinu sem einkennist af botnlausri græðgi og hækkandi arðsemiskröfu. Lífeyrissjóðirnir eru ekki bara langstærstu eigendur skráðra fyrirtækja á Íslandi heldur hafa þeir setið hjá þegar fjöldi fyrirtækja eru skræld að innan með því að veita frekum minnihlutaeigendum öll völd í fyrirtækjum í skjóli óvirks meirihluta lífeyrissjóðanna. Sem lítið en stórt dæmi má nefna Stoðir (áður FL-group) í því samhengi, sem tóku ákvörðun um að selja Mílu úr símanum og fara mikin sem lítill hluthafi í skjóli óvirkra lífeyrissjóða, framganga Stoða teygjir sig víða og nú inn í fjármálakerfið með sameiningardaðri Kviku og Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Og þannig viðhalda sjóðirnir stefnu þekktra fjárglæframanna um skammtímagróða og áhættusækni, alveg sama hvaða áhrif það kunni að hafa á lífskjör almennings og sjóðfélaga til lengri tíma litið. Samfélagsábyrgðin skal alltaf liggja á herðum launafólks á meðan breiðustu bökunum er hlýft. Lífskjarabaráttan snýst ekki eingöngu um fleiri krónur í launaumslagið. Hún snýst einnig um að lækka kostnað við að lifa. Hún snýst um að berjast gegn spillingunni og hún snýst um að hafna stjórnlausu dekri stjórnmálanna við sérhagsmunaöflin. Ég hef verið félagsmaður VR í yfir 30 ár. Setið í stjórn félagsins frá 2009 og formaður frá 2017. Ég skrifaði fyrstu greinarnar um spillingu í íslensku samfélagi fyrir um 16 árum síðan og þær skipta líklega hundruðum fram til dagsins í dag. Spillingin er sú sama en hún hefur breyst. Spillingin finnur sér nýjar leiðir og farveg til að renna í, rétt eins og vatnið. Spillingin er engu minni nú en hún var þá, en hún er með öðrum hætti, ef lokað er fyrir eitt form spillingar verður annað til. Stjórnmálin og meðvirkni lífeyrissjóða skiptir lykilmáli í að viðhalda spillingu því mikilvægasta tækið í baráttunni gegn henni er gegnsæi og aðhald. Verðbólga og hækkandi vextir eru mikið áhyggjumál og risastórt viðfangsefni. En hverjir græða og hverjir tapa í verðbólgu? Fyrirtækin og fjármálakerfið hafa hagnast ævintýralega á þessu ástandi og eru tölurnar ógnvænlegar. Met ár var í hagnaði fyrirtækja árið 2021. En hvernig stendur á þessu? Kaupmáttur hrynur og innviðir og grunnþjónusta grotnar undan okkur hægt og bítandi. Hvernig í ósköpunum má vera að þetta þurfi að vera svona? Svarið er ósköp einfalt. Ríkisstjórnin hefur öll tæki og tól til að milda höggið á almenning og jafna þetta út. Rétt eins og flest siðmenntuð ríki Evrópu hafa gert með inngripum eins og leigubremsu, hóflegum vaxtahækkunum, hvalrekaskatti á ofur gróða fyrirtækja til að mæta aukinni þörf á stuðningi til almennings og styrkja stoðir grunnkerfa. Sækja á breiðustu bök samfélagsins í stað þess að hyggla þeim og moka enn frekar undir, í botnlausri tryggð. Ríkisstjórnin sem hefur hafið sitt fimmta starfsár og hefur staðið fyrir sömu vandamálunum árum saman en ekkert gert. Á sama tíma séð til þess að ekkert verði sótt í sjóði ríkasta minnihlutans eða hróflað við völdum þeirra og auð sem fara með auðlindir okkar sem sína eigin. Frekar hafa ráðamenn þjóðarinnar létt undir með þessum fámenna en gráðuga hópi með margvíslegum aðgerðum og aðgerðarleysi. Auðsöfnunin í kringum fiskeldið er líklega nýjasta dæmið af mörgum. Þessi inngróna spilling er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig allstaðar í stjórnsýslunni. Seðlabankinn er hollur þjónn sömu spillingar og má þar nefna leyndarhyggjuna í kringum fjárfestingaleið Seðlabankans og Lindarhvols málið þar sem útilokað virðist vera að fá upplýsingar um hverjir fengu afslátt af krónum og hvaðan peningarnir komu ásamt því hverjir keyptu/fengu eignir Lindarhvols á hrakvirði. Svo ekki sé minnst á þá gríðarlegu tilfærslu sem er að verða frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna með miklum stýrivaxtahækkunum. Hækkunum og tilfærslum sem eiga sér engin fordæmi í samanburðarlöndum. Árum saman hefur fjarað undan heilbrigðiskerfinu! Árum saman hefur húsnæðismarkaðurinn verið í molum og leigumarkaðurinn vígvöllur vel vopnum búnum fjárfestum gegn berskjölduðum leigjendum! Í eftirmálum hruns húsnæðismarkaðins í Bandaríkjunum, sem hratt af stað fjármálahruninu 2008, voru lobbíistar auðvaldsins fljótir að finna sökudólga og skelltu skuldinni á fátæka fólkið, innflytjendur og kennara (tilvitnun úr The Big Short). Á Íslandi voru það flatskjáir. Áfram halda fyrirtækin og fjármagnseigendur að græða. Á meðan Tenerife ferðir og kjarasamningar eru sagðar helsta ógnin við stöðugleika? Stóru málin eru húsnæðismálin. Við stöndum frami fyrir risastórum áskorunum í þeim efnum. Neyðaraðgerða er þörf til að mæta stöðu fólks með stökkbreyttan húsnæðiskostnað, í formi hærri leigu eða afborgana húsnæðislána, og aðgerðir til að mæta þeim fjölda fólks sem festu vexti á lánum sínum og koma til endurskoðunar næstu 12 til 24 mánuði, en þá mun greiðslubyrði lána allt að tvöfaldast í einum vettvangi. Þessar miklu hækkanir á húsnæðiskostnaði koma ofan á allt annað sem hækkað hefur í okkar samfélagi eins og verðlag og opinber gjöld. Einnig þarf að tryggja að sú mikla uppbygging á húsnæðismarkaði sem framundan er fari ekki í faðm braskara. Ég er varaformaður stjórnar Bjargs íbúðafélags og stefnum við í að fjöldi íbúða verði rétt undir 1.000 áður en árið er liðið, og það á aðeins fimm árum. Ég er einnig stjórnarformaður Blævar sem er nýtt húsnæðisfélag ASÍ og BSRB en framkvæmdir munu hefjast á næstu vikum og stefnt er að afhentingu fyrstu íbúða snemma næsta vor. VR fjármagnar fyrsta verkefnið en það er bygging 36 íbúða í Úlfarsárdal sem eingöngu verða í boði fyrir félagsfólk VR, einnig sömdum við um í síðustu samningum að stórauka fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða til að koma að þessari uppbyggingu sem er að evrópskri fyrirmynd og byggir á hagkvæmum lausnum með framfærslu og búsetuöryggi að leiðarljósi og hóflegri arðsemi. Blær mun byggja hagkvæmt fyrir alla tekjuhópa og alla aldurshópa, bæði til kaups og leigu. Byggja inn í hlutdeildarlánakerfi fyrir unga fólkið og þá sem lent hafa fjárhagslegum í áföllum. Ég mun halda áfram samstarfi við fjölmörg samtök sem starfa í almannaþágu. Samstarf VR og Neytendasamtakanna hefur verið sérstaklega gott og má nefna herferð og málsókn gegn smálánafyrirtækjunum og yfirstandandi málsókn gegn bönkunum vegna íþyngjandi og ólögmætra lánaskilmála húsnæðislána. Við höfum verið afar virk á mörgum sviðum réttindabaráttunnar. Með herferðum á sviði jafnréttismála eins og Þriðja vaktin sem fékk nýlega verðlaun sem orð ársins. Samstarf okkar við SVÞ á sviði starfsmenntamála á framhalds og háskólastigi. Með starfræna hæfnihjólinu og Stafræna hæfniklasanum sem er samstarfsverkefni SVÞ,VR og Háskólans í Reykjavík þar sem VR er í forystu stéttarfélaga í stafrænni umbyltingu. Stærsta málið eru kjarasamningarnir og staðan innan hreyfingarinnar. Góð vinna hefur farið fram eftir ASÍ þingið um hvernig vinna eigi úr flókinni stöðu Alþýðusambandsins og gengur sú vinna vel. Vinnufundir hafa verið haldnir og hugmyndir settar fram hvernig virkja megi ASÍ svo það verði öflugra þrýstiafl. Einnig er jákvætt samtal hafið um samflot hreyfingarinnar í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Þriðjungur landsmanna á í erfiðleikum með að ná endum saman og fer þessi hópur ört stækkandi. Þessi ógnvænlega þróunn tekur af allan vafa um mikilvægi öflugrar verkalýðsbaráttu og mikilvægi komandi kjarsamninga. Verðbólgan er að stórum hluta heimatilbúinn vandi stjórnvalda og Seðlabankans. Staðan í dag er mannanna verk. Hún er ákveðin af fólki sem tekur upplýsta ákvörðun um forgangsröðun, um hverjum skal hlífa og hverjum skal hyggla. Ekki verður um villst hver forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er og hvaða hópar samfélagsins skulu borga halla ríkissjóðs síðustu ára eftir botnlausa styrki til fyrirtækja á tímum heimsfaraldurs. Sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna barna og húsaleigubóta kroppa lítið í aukningu á hreinum vaxtatekjum og ofur gróða bankanna, eða 434 milljarða af hreinum hagnaði fyrirtækjanna árið 2021. Við þessu þarf að bregðast og leiðrétta þennan ójafna leik! Til þess þarf kjark og þor. Ég hef reynsluna og kraftinn til að ná árangri og óska því eftir áframhaldandi umboði til að leiða okkar öfluga starf. Kosning til formanns og stjórnar stendur nú yfir og líkur að hádegi þann 15.mars. Hægt er að kjósa á www.vr.is Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Sú kjaralota sem við stöndum í nú verður sú mikilvægasta í áratugi. Vanda þarf til verka og mun reynsla og staðfesta skipta öllu máli ef ekki á illa að fara. Í eftirmálum hrunsins var verkalýðshreyfingin samofin valdablokk stjórnmálanna. Eftir áralöng teboð og vinaleg samtöl með sérhagsmunaöflum og stjórnmálunum gat hreyfingin sig hvergi hreyft án þess að stíga á tærnar á sjálfri sér. Hún lokaði sig af! Á meðan þáverandi ríkisstjórn gerði allt sem í hennar valdi stóð til að þóknast fjármagninu og kröfuhöfum á kostnað almennings, sem endaði með skelfilegum afleiðingum. Hræðslan var slík að enga mótstöðu var að finna innan veggja verkalýðshreyfingarinnar. Fólkið reis upp, í nauðvörn, og greip potta og pönnur og skundaði á austurvöll því málsvarinn hvarf. Ef einhver saknar þess tíma þegar duglaus og meðvirk verkalýðshreyfingin hjakkaði með tebolla í hönd í hjólfari meðvirkni og hræðslu þá geta þeir tímar auðveldlega komið aftur. En það má ekki gerast. Það eru öll viðvörunarljós löngu farin að blikka og því hefur sjaldan verið eins mikilvægt að velja til forystu fólk sem hefur kjark og getu til að veita það aðhald sem til þarf. Í þessari baráttu vinnst enginn fullnaðar sigur. Þetta er endalaus barátta, barátta fyrir bættum kjörum og varnarbarátta til að verja þau gildi og réttindi sem þegar eru til staðar og stöðugt er verið að þrengja að. Þetta er barátta gegn óréttlæti, sjálftöku, græðgi og spillingu. Þett er barátta fyrir daginn í dag og alla daga eftir hann. Þetta er barátta fyrir okkur sjálf, foreldra okkar, börnin okkar og komandi kynslóðir. Við stöndum á tímamótum sem samfélag. Kjaraviðræður um langtíma samning hófust formlega þann 19.janúar síðastliðinn, með viðræðum um starfsmenntamálin og hvernig við getum nýtt endurmenntun til að efla félagsfólk okkar á tímum sjálfvirknivæðingar og tæknibreytinga. Í byrjun febrúar hófum við undirbúning að aðgerðum vegna hárrar verðbólgu og vaxta. Viðræður um aðgerðir vegna stöðunnar á leigumarkaði og vegna hækkandi afborgana húsnæðislána. Vinna við stórátak í uppbyggingu á húsnæðismarkaði stendur yfir og vinna við að stórauka fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða í þeirri uppbyggingu. Nýja húsnæðisfélagið Blær, undir hatti ASÍ og BSRB, er að hefja framkvæmdir og verða fyrstu íbúðirnar afhentar næsta vor. VR fjármagnar fyrsta verkefnið og verða þær íbúðir eingöngu í boði fyrir félagsfólk VR. Um miðjan mars hefjast svo viðræður um fjarvinnu, 32 stunda vinnuviku og 30 daga orlof. Svo atvinnulýðræði og lýðræðisvæðingu lífeyrissjóðanna, útvíkkun á veikindarétti og svo koll af kolli. Viðræður eru tímasettar út árið út frá þeirri kröfugerð sem um 6.000 VR félagar tók þátt í að móta. Baráttan gegn meðvirkni og spillingu. Almenningur verður að ná völdum yfir lífeyrissjóðunum. Sterk staða atvinnurekenda í stjórnum sjóðanna hefur komið í veg fyrir að þeir fjárfesti í uppbyggingu á húsnæðismarkaði, byggja fyrir eldra og yngra fólk og almennar leiguíbúðir, eins og gert er allstaðar í samanburðarlöndum Evrópu. Einnig hafa sjóðirnir setið hjá sem óvirkir meirihlutaeigendur stærstu fyrirtækja á markaði fyrir tilstuðlan atvinnulífsins, og verja þannig gengdarlausa spillingu og sjálftöku í viðskiptalífinu og fjármálakerfinu sem einkennist af botnlausri græðgi og hækkandi arðsemiskröfu. Lífeyrissjóðirnir eru ekki bara langstærstu eigendur skráðra fyrirtækja á Íslandi heldur hafa þeir setið hjá þegar fjöldi fyrirtækja eru skræld að innan með því að veita frekum minnihlutaeigendum öll völd í fyrirtækjum í skjóli óvirks meirihluta lífeyrissjóðanna. Sem lítið en stórt dæmi má nefna Stoðir (áður FL-group) í því samhengi, sem tóku ákvörðun um að selja Mílu úr símanum og fara mikin sem lítill hluthafi í skjóli óvirkra lífeyrissjóða, framganga Stoða teygjir sig víða og nú inn í fjármálakerfið með sameiningardaðri Kviku og Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Og þannig viðhalda sjóðirnir stefnu þekktra fjárglæframanna um skammtímagróða og áhættusækni, alveg sama hvaða áhrif það kunni að hafa á lífskjör almennings og sjóðfélaga til lengri tíma litið. Samfélagsábyrgðin skal alltaf liggja á herðum launafólks á meðan breiðustu bökunum er hlýft. Lífskjarabaráttan snýst ekki eingöngu um fleiri krónur í launaumslagið. Hún snýst einnig um að lækka kostnað við að lifa. Hún snýst um að berjast gegn spillingunni og hún snýst um að hafna stjórnlausu dekri stjórnmálanna við sérhagsmunaöflin. Ég hef verið félagsmaður VR í yfir 30 ár. Setið í stjórn félagsins frá 2009 og formaður frá 2017. Ég skrifaði fyrstu greinarnar um spillingu í íslensku samfélagi fyrir um 16 árum síðan og þær skipta líklega hundruðum fram til dagsins í dag. Spillingin er sú sama en hún hefur breyst. Spillingin finnur sér nýjar leiðir og farveg til að renna í, rétt eins og vatnið. Spillingin er engu minni nú en hún var þá, en hún er með öðrum hætti, ef lokað er fyrir eitt form spillingar verður annað til. Stjórnmálin og meðvirkni lífeyrissjóða skiptir lykilmáli í að viðhalda spillingu því mikilvægasta tækið í baráttunni gegn henni er gegnsæi og aðhald. Verðbólga og hækkandi vextir eru mikið áhyggjumál og risastórt viðfangsefni. En hverjir græða og hverjir tapa í verðbólgu? Fyrirtækin og fjármálakerfið hafa hagnast ævintýralega á þessu ástandi og eru tölurnar ógnvænlegar. Met ár var í hagnaði fyrirtækja árið 2021. En hvernig stendur á þessu? Kaupmáttur hrynur og innviðir og grunnþjónusta grotnar undan okkur hægt og bítandi. Hvernig í ósköpunum má vera að þetta þurfi að vera svona? Svarið er ósköp einfalt. Ríkisstjórnin hefur öll tæki og tól til að milda höggið á almenning og jafna þetta út. Rétt eins og flest siðmenntuð ríki Evrópu hafa gert með inngripum eins og leigubremsu, hóflegum vaxtahækkunum, hvalrekaskatti á ofur gróða fyrirtækja til að mæta aukinni þörf á stuðningi til almennings og styrkja stoðir grunnkerfa. Sækja á breiðustu bök samfélagsins í stað þess að hyggla þeim og moka enn frekar undir, í botnlausri tryggð. Ríkisstjórnin sem hefur hafið sitt fimmta starfsár og hefur staðið fyrir sömu vandamálunum árum saman en ekkert gert. Á sama tíma séð til þess að ekkert verði sótt í sjóði ríkasta minnihlutans eða hróflað við völdum þeirra og auð sem fara með auðlindir okkar sem sína eigin. Frekar hafa ráðamenn þjóðarinnar létt undir með þessum fámenna en gráðuga hópi með margvíslegum aðgerðum og aðgerðarleysi. Auðsöfnunin í kringum fiskeldið er líklega nýjasta dæmið af mörgum. Þessi inngróna spilling er sjálfnærandi og hefur hreiðrað um sig allstaðar í stjórnsýslunni. Seðlabankinn er hollur þjónn sömu spillingar og má þar nefna leyndarhyggjuna í kringum fjárfestingaleið Seðlabankans og Lindarhvols málið þar sem útilokað virðist vera að fá upplýsingar um hverjir fengu afslátt af krónum og hvaðan peningarnir komu ásamt því hverjir keyptu/fengu eignir Lindarhvols á hrakvirði. Svo ekki sé minnst á þá gríðarlegu tilfærslu sem er að verða frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna með miklum stýrivaxtahækkunum. Hækkunum og tilfærslum sem eiga sér engin fordæmi í samanburðarlöndum. Árum saman hefur fjarað undan heilbrigðiskerfinu! Árum saman hefur húsnæðismarkaðurinn verið í molum og leigumarkaðurinn vígvöllur vel vopnum búnum fjárfestum gegn berskjölduðum leigjendum! Í eftirmálum hruns húsnæðismarkaðins í Bandaríkjunum, sem hratt af stað fjármálahruninu 2008, voru lobbíistar auðvaldsins fljótir að finna sökudólga og skelltu skuldinni á fátæka fólkið, innflytjendur og kennara (tilvitnun úr The Big Short). Á Íslandi voru það flatskjáir. Áfram halda fyrirtækin og fjármagnseigendur að græða. Á meðan Tenerife ferðir og kjarasamningar eru sagðar helsta ógnin við stöðugleika? Stóru málin eru húsnæðismálin. Við stöndum frami fyrir risastórum áskorunum í þeim efnum. Neyðaraðgerða er þörf til að mæta stöðu fólks með stökkbreyttan húsnæðiskostnað, í formi hærri leigu eða afborgana húsnæðislána, og aðgerðir til að mæta þeim fjölda fólks sem festu vexti á lánum sínum og koma til endurskoðunar næstu 12 til 24 mánuði, en þá mun greiðslubyrði lána allt að tvöfaldast í einum vettvangi. Þessar miklu hækkanir á húsnæðiskostnaði koma ofan á allt annað sem hækkað hefur í okkar samfélagi eins og verðlag og opinber gjöld. Einnig þarf að tryggja að sú mikla uppbygging á húsnæðismarkaði sem framundan er fari ekki í faðm braskara. Ég er varaformaður stjórnar Bjargs íbúðafélags og stefnum við í að fjöldi íbúða verði rétt undir 1.000 áður en árið er liðið, og það á aðeins fimm árum. Ég er einnig stjórnarformaður Blævar sem er nýtt húsnæðisfélag ASÍ og BSRB en framkvæmdir munu hefjast á næstu vikum og stefnt er að afhentingu fyrstu íbúða snemma næsta vor. VR fjármagnar fyrsta verkefnið en það er bygging 36 íbúða í Úlfarsárdal sem eingöngu verða í boði fyrir félagsfólk VR, einnig sömdum við um í síðustu samningum að stórauka fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða til að koma að þessari uppbyggingu sem er að evrópskri fyrirmynd og byggir á hagkvæmum lausnum með framfærslu og búsetuöryggi að leiðarljósi og hóflegri arðsemi. Blær mun byggja hagkvæmt fyrir alla tekjuhópa og alla aldurshópa, bæði til kaups og leigu. Byggja inn í hlutdeildarlánakerfi fyrir unga fólkið og þá sem lent hafa fjárhagslegum í áföllum. Ég mun halda áfram samstarfi við fjölmörg samtök sem starfa í almannaþágu. Samstarf VR og Neytendasamtakanna hefur verið sérstaklega gott og má nefna herferð og málsókn gegn smálánafyrirtækjunum og yfirstandandi málsókn gegn bönkunum vegna íþyngjandi og ólögmætra lánaskilmála húsnæðislána. Við höfum verið afar virk á mörgum sviðum réttindabaráttunnar. Með herferðum á sviði jafnréttismála eins og Þriðja vaktin sem fékk nýlega verðlaun sem orð ársins. Samstarf okkar við SVÞ á sviði starfsmenntamála á framhalds og háskólastigi. Með starfræna hæfnihjólinu og Stafræna hæfniklasanum sem er samstarfsverkefni SVÞ,VR og Háskólans í Reykjavík þar sem VR er í forystu stéttarfélaga í stafrænni umbyltingu. Stærsta málið eru kjarasamningarnir og staðan innan hreyfingarinnar. Góð vinna hefur farið fram eftir ASÍ þingið um hvernig vinna eigi úr flókinni stöðu Alþýðusambandsins og gengur sú vinna vel. Vinnufundir hafa verið haldnir og hugmyndir settar fram hvernig virkja megi ASÍ svo það verði öflugra þrýstiafl. Einnig er jákvætt samtal hafið um samflot hreyfingarinnar í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Þriðjungur landsmanna á í erfiðleikum með að ná endum saman og fer þessi hópur ört stækkandi. Þessi ógnvænlega þróunn tekur af allan vafa um mikilvægi öflugrar verkalýðsbaráttu og mikilvægi komandi kjarsamninga. Verðbólgan er að stórum hluta heimatilbúinn vandi stjórnvalda og Seðlabankans. Staðan í dag er mannanna verk. Hún er ákveðin af fólki sem tekur upplýsta ákvörðun um forgangsröðun, um hverjum skal hlífa og hverjum skal hyggla. Ekki verður um villst hver forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er og hvaða hópar samfélagsins skulu borga halla ríkissjóðs síðustu ára eftir botnlausa styrki til fyrirtækja á tímum heimsfaraldurs. Sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna barna og húsaleigubóta kroppa lítið í aukningu á hreinum vaxtatekjum og ofur gróða bankanna, eða 434 milljarða af hreinum hagnaði fyrirtækjanna árið 2021. Við þessu þarf að bregðast og leiðrétta þennan ójafna leik! Til þess þarf kjark og þor. Ég hef reynsluna og kraftinn til að ná árangri og óska því eftir áframhaldandi umboði til að leiða okkar öfluga starf. Kosning til formanns og stjórnar stendur nú yfir og líkur að hádegi þann 15.mars. Hægt er að kjósa á www.vr.is Höfundur er formaður VR.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun