Umfjöllun: Ísland - Tékkland 28-19 | Hefndin var dísæt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2023 17:55 Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran leik og skoraði sex mörk. vísir/hulda margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta endurheimti toppsæti riðils 3 í undankeppni EM 2024 með stórsigri á Tékklandi, 28-19, í Laugardalshöllinni í dag. Íslendingar svöruðu heldur betur fyrir leikinn slaka og tapið í Brno á miðvikudaginn með góðum leik og góðum sigri í dag. Margir spiluðu vel en enginn betur en Viktor Gísli Hallgrímsson sem varði sautján skot, eða 61 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Viktor Gísli var frábær í dag.Vísir/Hulda Margrét Staðan í hálfleik var 15-12 en Íslendingar gáfu enn frekar í eftir hlé og spiluðu þá stórkostlegan varnarleik og ekki var hann slæmur fyrir. Tékkarnir áttu engin svör og munurinn jókst bara og jókst. Íslendingar skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og unnu á endanum níu marka sigur, 28-19. Ísland þurfti sex marka sigur til að komast upp fyrir Tékkland og það náðist á verulega sannfærandi hátt. Viggó Kristjánsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu sex mörk hvor fyrir íslenska liðið og Bjarki Már Elísson fjögur. Vísir/Hulda Margrét Jafnræði var með liðunum framan af leik. Tomas Mrkva var í svipuðu stuði í tékkenska markinu og í fyrri leiknum og varði fjögur af fyrstu átta skotunum sem hann fékk á sig. Tékkar komust í 1-2 en Íslendingar svöruðu með þremur mörkum í röð og voru með frumkvæðið eftir það. Tékkneska liðið leitaðist eftir því að hægja á leiknum með löngum sóknum og varð ágengt. Íslenska liðið var lengi í vörn í hvert skipti en gerði það vel. En framan af vantaði markvörsluna með. Það breyttist þegar Viktor Gísli kom inn á um miðjan fyrri hálfleik. Hann varði fimm fyrstu skotin sem hann fékk á sig og átta af þeim tólf skotum sem Tékkarnir náðu á markið síðasta stundarfjórðung leiksins. Í sókninni tók Gísli Þorgeir svo yfir, tætti Tékkana í sig hvað eftir annað og annað hvort skoraði eða bjó til færi fyrir samherja sína. Ísland breytti stöðunni úr 8-8 í 11-8 og náði mest fjögurra marka forskoti, 15-11, þegar Arnar Freyr Arnarsson skoraði eftir sendingu Gísla. Tékkar skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum því 15-12. Stiven Tobar Valencia kom inn í hálfleik, spilaði vinstra hornið í sókn og sem bakvörður í vörn. Og hann gerði mjög góða vörn frábæra. Sama hvað Tékkarnir reyndu þeir komust ekki í gegnum Valsmanninn sem átti magnaða innkomu. Fyrrverandi liðsfélagi hans í Val, Ýmir Örn Gíslason, spilaði einn sinn besta landsleik í hjarta íslensku varnarinnar sem hélt vatni og vindum í seinni hálfleik þar sem Tékkar skoruðu aðeins sjö mörk. Vísir/Hulda Margrét Eini slæmi kaflinn hjá íslenska liðinu í leiknum var stuttur og kom þegar um tíu mínútur voru eftir. Arnar Freyr var rekinn af velli, Tékkar nýttu sér það, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í fimm mörk, 23-18. Þrátt fyrir þetta minni háttar bakslag var engan bilbug á íslenska liðinu að finna. Gunnar Magnússon tók leikhlé og eftir það skoraði Ísland tvö mörk í röð. Tékkland minnkaði muninn í 25-19 en okkar menn skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og unnu átta marka sigur, 28-19. Áhorfendur, sem fengu loksins tækifæri til að mæta í Laugardalshöllina á handboltalandsleik, fögnuðu strákunum okkar vel og innilega eftir þennan frábæra sigur sem var svo sannarlega nærandi og nauðsynlegur eftir skellinn á miðvikudaginn. Martröðin í Brno var strokuð út með afgerandi hætti í Höllinni í dag. Þá varð kátt í Höllinni.Vísir/Hulda Margrét Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta
Íslenska karlalandsliðið í handbolta endurheimti toppsæti riðils 3 í undankeppni EM 2024 með stórsigri á Tékklandi, 28-19, í Laugardalshöllinni í dag. Íslendingar svöruðu heldur betur fyrir leikinn slaka og tapið í Brno á miðvikudaginn með góðum leik og góðum sigri í dag. Margir spiluðu vel en enginn betur en Viktor Gísli Hallgrímsson sem varði sautján skot, eða 61 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Viktor Gísli var frábær í dag.Vísir/Hulda Margrét Staðan í hálfleik var 15-12 en Íslendingar gáfu enn frekar í eftir hlé og spiluðu þá stórkostlegan varnarleik og ekki var hann slæmur fyrir. Tékkarnir áttu engin svör og munurinn jókst bara og jókst. Íslendingar skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og unnu á endanum níu marka sigur, 28-19. Ísland þurfti sex marka sigur til að komast upp fyrir Tékkland og það náðist á verulega sannfærandi hátt. Viggó Kristjánsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu sex mörk hvor fyrir íslenska liðið og Bjarki Már Elísson fjögur. Vísir/Hulda Margrét Jafnræði var með liðunum framan af leik. Tomas Mrkva var í svipuðu stuði í tékkenska markinu og í fyrri leiknum og varði fjögur af fyrstu átta skotunum sem hann fékk á sig. Tékkar komust í 1-2 en Íslendingar svöruðu með þremur mörkum í röð og voru með frumkvæðið eftir það. Tékkneska liðið leitaðist eftir því að hægja á leiknum með löngum sóknum og varð ágengt. Íslenska liðið var lengi í vörn í hvert skipti en gerði það vel. En framan af vantaði markvörsluna með. Það breyttist þegar Viktor Gísli kom inn á um miðjan fyrri hálfleik. Hann varði fimm fyrstu skotin sem hann fékk á sig og átta af þeim tólf skotum sem Tékkarnir náðu á markið síðasta stundarfjórðung leiksins. Í sókninni tók Gísli Þorgeir svo yfir, tætti Tékkana í sig hvað eftir annað og annað hvort skoraði eða bjó til færi fyrir samherja sína. Ísland breytti stöðunni úr 8-8 í 11-8 og náði mest fjögurra marka forskoti, 15-11, þegar Arnar Freyr Arnarsson skoraði eftir sendingu Gísla. Tékkar skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum því 15-12. Stiven Tobar Valencia kom inn í hálfleik, spilaði vinstra hornið í sókn og sem bakvörður í vörn. Og hann gerði mjög góða vörn frábæra. Sama hvað Tékkarnir reyndu þeir komust ekki í gegnum Valsmanninn sem átti magnaða innkomu. Fyrrverandi liðsfélagi hans í Val, Ýmir Örn Gíslason, spilaði einn sinn besta landsleik í hjarta íslensku varnarinnar sem hélt vatni og vindum í seinni hálfleik þar sem Tékkar skoruðu aðeins sjö mörk. Vísir/Hulda Margrét Eini slæmi kaflinn hjá íslenska liðinu í leiknum var stuttur og kom þegar um tíu mínútur voru eftir. Arnar Freyr var rekinn af velli, Tékkar nýttu sér það, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í fimm mörk, 23-18. Þrátt fyrir þetta minni háttar bakslag var engan bilbug á íslenska liðinu að finna. Gunnar Magnússon tók leikhlé og eftir það skoraði Ísland tvö mörk í röð. Tékkland minnkaði muninn í 25-19 en okkar menn skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og unnu átta marka sigur, 28-19. Áhorfendur, sem fengu loksins tækifæri til að mæta í Laugardalshöllina á handboltalandsleik, fögnuðu strákunum okkar vel og innilega eftir þennan frábæra sigur sem var svo sannarlega nærandi og nauðsynlegur eftir skellinn á miðvikudaginn. Martröðin í Brno var strokuð út með afgerandi hætti í Höllinni í dag. Þá varð kátt í Höllinni.Vísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti