Óli Björn boðar óbreytt ástand Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 10. mars 2023 10:01 Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand. Staða leigjenda er óásættanleg Meira en fjórðungur leigjenda er með íþyngjandi húsnæðiskostnað og vaxandi fjöldi á erfitt með að ná endum saman eða er í vanskilum með leigu. Framboð leiguhúsnæðis er lítið og eftirspurn er mikil. Ólíkt því sem Óli Björn og aðrir markaðssinnar halda fram hefur framboðið ekki aukist nægilega til að mæta mikilli eftirspurn undanfarin áratug. Óbreytt húsnæðisstefna er því ekki í boði lengur, hún er einfaldlega gjaldþrota. Til lengri tíma er lausnin að byggja meira. Fjölga þarf íbúðum í almenna íbúðakerfinu ásamt því að lífeyrissjóðir þurfa að koma að uppbyggingu leiguhúsnæðis. Til skamms tíma er þörf á neyðaraðgerðum. Við núverandi aðstæður eru skammtímaleigusamningar ráðandi. Gjarnan eru gerðir verðtryggðir samningar til eins árs og svo tekur leiguverð mikilli hækkun við endurnýjun, oft með skömmum fyrirvara. Við þessu þarf að bregðast. Það leiguþak sem Óli Björn lýsir í grein sinni er leið til að slá ryki í augu fólks. Það hefur ekki verið almennt ákall um leiguþak. Hins vegar hefur verið kallað eftir því að gerðar verði breytingar þannig að leigjendur njóti aukins húsnæðisöryggis og meiri fyrirsjáanleika. Þessu markmiði má ná með því að gera ótímabundna samninga ráðandi. Þar sé leigufjárhæð frjáls í upphafi samnings en leigusala séu takmörk sett um hækkun innan samningstíma eða að hækkanir þurfi að rökstyðja með kostnaðarhækkunum. Slíkar leigubremsur eru til staðar í fjölda OECD ríkja án neikvæðra áhrifa á framboðshlið. Slíkar leigubremsur eru ekki róttækt inngrip í leigumarkað. Til viðbótar er ástæða til að leiðrétta Óla Björn um að bótakerfið hafi verið þanið út í aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Þetta er einfaldlega rangt. Húsnæðisbætur voru vissulega hækkaðar, en fjárhæðum hafði verið haldið óbreyttum á árunum 2017-2021 og því rýrnað verulega að raungildi. Sama gildir um vaxtabótakerfið þar sem fjárhæðir hafa að mestu verið óbreyttar í meira en áratug, þrátt fyrir að gríðarlegar vaxtahækkanir hafi dunið á heimilunum. Aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga voru skref í rétta átt, en gera þarf betur ef ætlunin er að ná markmiðum um að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði. Betra, einfaldara og réttlátara skattkerfi. Því ber að fagna að Óli Björn vilji einfaldara og réttlátara tekjuskattskerfi. Þó er full ástæða að minna Óla á að stóru áskoranirnar í skattkerfinu liggja ekki í tekjuskattskerfinu, þar voru gerðar töluverðar umbætur í tengslum við Lífskjarasamningana 2019. Vandamálin í skattkerfinu liggja í því hversu ólíkt atvinnutekjur og fjármagnstekjur eru meðhöndlaðar sem gerir að verkum að skattbyrði fer lækkandi með auknum tekjum hjá þeim allra tekjuhæstu vegna aukins vægis fjármagnstekna2. Lykillinn að réttlátara skattkerfi liggur því í að jafna skattbyrði milli ólíkra tekna, koma á raunverulegum auðlindagjöldum og fylla upp í glufur í skattkerfinu sem gera hinum best settu kleift að telja fram atvinnutekjur sem fjármagnstekjur. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson Húsnæðismál Leigumarkaður Skattar og tollar Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand. Staða leigjenda er óásættanleg Meira en fjórðungur leigjenda er með íþyngjandi húsnæðiskostnað og vaxandi fjöldi á erfitt með að ná endum saman eða er í vanskilum með leigu. Framboð leiguhúsnæðis er lítið og eftirspurn er mikil. Ólíkt því sem Óli Björn og aðrir markaðssinnar halda fram hefur framboðið ekki aukist nægilega til að mæta mikilli eftirspurn undanfarin áratug. Óbreytt húsnæðisstefna er því ekki í boði lengur, hún er einfaldlega gjaldþrota. Til lengri tíma er lausnin að byggja meira. Fjölga þarf íbúðum í almenna íbúðakerfinu ásamt því að lífeyrissjóðir þurfa að koma að uppbyggingu leiguhúsnæðis. Til skamms tíma er þörf á neyðaraðgerðum. Við núverandi aðstæður eru skammtímaleigusamningar ráðandi. Gjarnan eru gerðir verðtryggðir samningar til eins árs og svo tekur leiguverð mikilli hækkun við endurnýjun, oft með skömmum fyrirvara. Við þessu þarf að bregðast. Það leiguþak sem Óli Björn lýsir í grein sinni er leið til að slá ryki í augu fólks. Það hefur ekki verið almennt ákall um leiguþak. Hins vegar hefur verið kallað eftir því að gerðar verði breytingar þannig að leigjendur njóti aukins húsnæðisöryggis og meiri fyrirsjáanleika. Þessu markmiði má ná með því að gera ótímabundna samninga ráðandi. Þar sé leigufjárhæð frjáls í upphafi samnings en leigusala séu takmörk sett um hækkun innan samningstíma eða að hækkanir þurfi að rökstyðja með kostnaðarhækkunum. Slíkar leigubremsur eru til staðar í fjölda OECD ríkja án neikvæðra áhrifa á framboðshlið. Slíkar leigubremsur eru ekki róttækt inngrip í leigumarkað. Til viðbótar er ástæða til að leiðrétta Óla Björn um að bótakerfið hafi verið þanið út í aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Þetta er einfaldlega rangt. Húsnæðisbætur voru vissulega hækkaðar, en fjárhæðum hafði verið haldið óbreyttum á árunum 2017-2021 og því rýrnað verulega að raungildi. Sama gildir um vaxtabótakerfið þar sem fjárhæðir hafa að mestu verið óbreyttar í meira en áratug, þrátt fyrir að gríðarlegar vaxtahækkanir hafi dunið á heimilunum. Aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga voru skref í rétta átt, en gera þarf betur ef ætlunin er að ná markmiðum um að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði. Betra, einfaldara og réttlátara skattkerfi. Því ber að fagna að Óli Björn vilji einfaldara og réttlátara tekjuskattskerfi. Þó er full ástæða að minna Óla á að stóru áskoranirnar í skattkerfinu liggja ekki í tekjuskattskerfinu, þar voru gerðar töluverðar umbætur í tengslum við Lífskjarasamningana 2019. Vandamálin í skattkerfinu liggja í því hversu ólíkt atvinnutekjur og fjármagnstekjur eru meðhöndlaðar sem gerir að verkum að skattbyrði fer lækkandi með auknum tekjum hjá þeim allra tekjuhæstu vegna aukins vægis fjármagnstekna2. Lykillinn að réttlátara skattkerfi liggur því í að jafna skattbyrði milli ólíkra tekna, koma á raunverulegum auðlindagjöldum og fylla upp í glufur í skattkerfinu sem gera hinum best settu kleift að telja fram atvinnutekjur sem fjármagnstekjur. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun