Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 117-113 | Níu í röð hjá Njarðvík eftir tvíframlengdan spennutrylli Siggeir Ævarsson skrifar 9. mars 2023 22:45 Dedrick Deon Basile leiddi sína menn til sigurs í kvöld Vísir/Bára Dröfn Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram í Subway-deildinni í körfuknattleik en liðið vann sigur á Þór frá Þorlákshöfn í tvíframlengdum leik í kvöld. Tvö heitustu lið deildarinnar mættust í leiknum í kvöld. Njarðvík með átta sigra í röð fyrir leikinn og Þór með fimm. Hlutskipti þeirra í deildinni þó nokkuð ólíkt, Njarðvíkingar á toppnum en Þórsarar nýstignir upp úr fallbaráttu og að freista þess að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Það sást berlega hvers vegna þessi lið hafa unnið alla þessa leiki undanfarið og hvorugt liðið var reiðubúið að láta sigurinn af hendi þegjandi og hljóðalaust. Útkoman var 50 mínútur af alvöru körfubolta, góð upphitun fyrir úrslitakeppnina sem er handan við hornið. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Njarðvíkingar tóku þó af skarið í upphafi og náðu tíu stiga forskoti, 21-11. Þá tók Lárus Jónsson þjálfari Þórs leikhlé og kláruðu hans menn leikhlutann á 12-4 áhlaupi. Munaði þar mestu um að Þórsarar voru að hitta eins og óðir menn fyrir utan, settu fimm þrista á móti aðeins einum hjá Njarðvíkingum. Nýtingin þeirra fyrir utan var með slíkum ólíkindum að um tíma var hún betri en vítanýtingin þeirra. 55 prósent fyrir utan, en aðeins 50 prósent af vítalínunni. Njarðvíkingar duttu loks í gang fyrir utan í 2. leikhluta og á einum tímapunkti komu fimm þristar í röð frá liðunum. Njarðvíkingar leiddu með sex stigum í hálfleik, 56-50. Þórsurum gekk afar illa að hemja Lisandro Rasio, sem skoraði nánast af vild í teignum, kominn með 14 stig í hálfleik og aðeins búinn að brenna af einu skoti í sjö tilraunum. Spennan minnkaði ekkert í seinni hálfleik og eftir því sem leið á magnaðist spennan einfaldlega upp. Njarðvíkingar virtust mögulega ætla að ná yfirhöndinni í 3. leikhluta, náðu upp í níu stig, en það var skammgóður vermir. Lárus tók leikhlé og hans menn komu til baka. Á 36. mínútu kom upp atvik sem hefði mögulega getað orðið vendipunkturinn í leiknum, þar Styrmir Snær fékk dæmda á sig hræódýra sóknarvillu, sem var jafnframt hans fimmta. Fjórum mínútum áður fékk Tómas Valur bróðir hans einnig sína fimmtu villu, svo að Þórsarar kláruðu leikinn án tveggja lykilmanna. Þeir létu fjarveru þeirra þó ekki slá sig útaf laginu en síðustu mínúturnar var allt í járnum og jafnt á öllum tölum þar sem hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. Bæði lið fengu tækifæri til að hrifsa til sín sigurinn í venjulegum leiktíma en sóknir beggja liða voru fremur ómarkvissar og því þurfti að framlengja. Það var engu líkara en bæði lið væru bara sátt við að spila fimm mínútur af auka körfubolta til að útkljá málin. Raunar þurfti að tvíframlengja því að lokinni fyrstu framlengingu var enn jafnt á öllum tölum. Þreytan var án vafa farin að segja til sín hjá báðum liðum, en Njarðvíkingar virtust öllu líklegri til að klára leikinn undir lokin, þrátt fyrir að gera heiðarlegar tilraunir til að kasta leiknum frá sér með töpuðum boltum. Þeir sluppu þó með skrekkinn og höfðu að lokum sigur, 117-113. Af hverju vann Njarðvík? Breiddin hjálpaði Njarðvíkingum töluvert í 50 mínútna löngum leik. Þeirra stærstu póstar, Dedrick Deon Basile og Haukur Helgi Pálsson, tóku af skarið á ögurstundu og voru allt í öllu síðustu mínúturnar. Hverjir stóðu upp úr? Stigahæstur á vellinum í kvöld var Vincent Malik Shahid, með 37 stig og tíu stoðsendingar að auki. Hann skoraði tíu af 19 stigum Þórsara í framlengingunum en tapaði líka fimm boltum. Vogun vinnur, vogun tapar. Vincent Shahid átti frábæran leik fyrir Þórsara í kvöld en það dugði ekki tilVísir / Hulda Margrét Styrmir Snær Þrastarson var næstur á blað með 17 stig, þar af 13 af vítalínunni (í 14 skotum), en Njarðvíkingar brutu alls níu sinnum á honum, oftast frekar harkalega. Hjá heimamönnum var Dedrick Deon Basile í ákveðnum sérflokki, með 31 stig og átta stoðsendingar. Lisandro Rasio var drjúgur framan af leik og endaði með 23 stig og bætti við 13 fráköstum. Haukur Helgi var sömuleiðis með 23 stig, mörg þeirra þegar mest á reyndi. Hvað gekk illa? Þórsurum gekk illa að halda í boltann, en Lárus Jónsson þjálfari þeirra sagði í viðtali eftir leik að tapaðir boltar hefðu gefið Njarðvík alltof mikið af ódýrum körfum. 25 tapaðir hjá Þórsurum í kvöld, gegn aðeins 14 hjá Njarðvík. Hvað gerist næst? Þórsarar halda áfram að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni og eiga leik næst gegn Stólunum á heimavelli 17. mars. Njarðvíkingar halda áfram í harði baráttu um toppsætið við Valsmenn, og eiga leik næst gegn föllnum KR-ingum á útivelli. „Við leiðum megnið af leiknum en náðum aldrei að losa okkur almennilega við þá“ Þórsarar létu Njarðvíkinga heldur betur hafa fyrir sigrinum í kvöld. Það var eiginlega ekki hægt að byrja viðtalið við Benedikt Guðmundsson, þjálfara Njarðvíkur, öðruvísi en að spyrja hann hvernig púlsinn væri eftir tvær rafmagnaðar framlengingar. Púlsinn var orðinn ansi hraður hjá Benna á köflum í kvöldHulda Margrét „Akkúrat núna er hann á niðurleið en hann fór hátt upp ansi oft í þessum leik, sérstaklega í lok venjulegs leiktíma og í framlengingunumi. Þetta er frábært lið. Bara geggjað lið ef maður á að súmmera það upp, hvílík gæði. Og Vincent, þessi bandaríski, hann er eitthvað annað. Hann er eiginlega bara of góður til að spila hérna.“ Það var töluvert um mistök undir lokin, sem kom þó ekki að sök þegar upp var staðið. Var þreytan farin að segja til sín hjá Njarðvíkingum? „Þetta er svo fín lína. Við reyndum að skipta mikið allan leikinn í venjulegum leiktíma. Ef þú veist að leikurinn er að fara í tvær framlengingar þá myndirðu fara að rótera aðeins í fyrri framlenginu. En svo færðu bara aðra í fangið á þér og þú vilt ekki vera að breyta miklu. Þeir eru í takti sem eru inná þannig að þetta er rosalega erfitt. En sem betur fer höfðum við orku í að klára þetta.“ Benedikt sagði að þrátt fyrir að hans menn hefðu náð smá forskoti í 3. leikhluta hefðu þeir aldrei náð að hrista Þórsara almennilega af sér, og Vincent Shahid hefði reynst þeim sérstaklega erfiður viðureignar. „Við leiðum megnið af leiknum en náðum aldrei að losa okkur almennilega við þá. Tíu stig í körfubolta er enginn munur sérstaklega með öll þessi vopn sem Þór hefur sóknarlega. Þeir voru frábærir bæði Vincent og Styrmir áður en hann fær fimmtu villuna. Þeir voru að hitta vel úr þristum. Það er erfitt að ráða við Vincent einn á einn og ef þú ert að hjálpa mikið er hann fljótur að finna skyttur. Þetta er svona pínu svikamylla.“ „Það er ekkert sama að horfa á þetta í sjónvarpinu eins og að mæta á staðinn“ Það var vel mætt í Ljónagryfjuna í kvöld og mikil stemming og læti í stúkunni. „Þetta var geggjaður leikur held ég fyrir alla í húsinu. Það er ekkert sama að horfa á þetta í sjónvarpinu eins og að mæta á staðinn. Fólk hérna sem mætti fékk hvílíka upplifun og mikið fyrir peninginn. Fólk sem er heima að missa af þessari veislu er að missa af ansi miklu.“ Það er góður möguleiki að þessi lið mætist aftur í úrslitakeppninni, en Benedikt sagði að hann væri langt frá því að hugsa um það. „Ég er ekkert farinn að spá í hverja við fáum í úrslitakeppninni. Ég veit bara að við erum að fara í úrslitakeppnina. Við erum búnir að tryggja okkur þangað inn og svo kemur bara í ljós hverja við fáum. Við erum bara að hugsa um okkur, og það sem bíður okkar bíður okkar og við tökum því.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn
Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram í Subway-deildinni í körfuknattleik en liðið vann sigur á Þór frá Þorlákshöfn í tvíframlengdum leik í kvöld. Tvö heitustu lið deildarinnar mættust í leiknum í kvöld. Njarðvík með átta sigra í röð fyrir leikinn og Þór með fimm. Hlutskipti þeirra í deildinni þó nokkuð ólíkt, Njarðvíkingar á toppnum en Þórsarar nýstignir upp úr fallbaráttu og að freista þess að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Það sást berlega hvers vegna þessi lið hafa unnið alla þessa leiki undanfarið og hvorugt liðið var reiðubúið að láta sigurinn af hendi þegjandi og hljóðalaust. Útkoman var 50 mínútur af alvöru körfubolta, góð upphitun fyrir úrslitakeppnina sem er handan við hornið. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi. Njarðvíkingar tóku þó af skarið í upphafi og náðu tíu stiga forskoti, 21-11. Þá tók Lárus Jónsson þjálfari Þórs leikhlé og kláruðu hans menn leikhlutann á 12-4 áhlaupi. Munaði þar mestu um að Þórsarar voru að hitta eins og óðir menn fyrir utan, settu fimm þrista á móti aðeins einum hjá Njarðvíkingum. Nýtingin þeirra fyrir utan var með slíkum ólíkindum að um tíma var hún betri en vítanýtingin þeirra. 55 prósent fyrir utan, en aðeins 50 prósent af vítalínunni. Njarðvíkingar duttu loks í gang fyrir utan í 2. leikhluta og á einum tímapunkti komu fimm þristar í röð frá liðunum. Njarðvíkingar leiddu með sex stigum í hálfleik, 56-50. Þórsurum gekk afar illa að hemja Lisandro Rasio, sem skoraði nánast af vild í teignum, kominn með 14 stig í hálfleik og aðeins búinn að brenna af einu skoti í sjö tilraunum. Spennan minnkaði ekkert í seinni hálfleik og eftir því sem leið á magnaðist spennan einfaldlega upp. Njarðvíkingar virtust mögulega ætla að ná yfirhöndinni í 3. leikhluta, náðu upp í níu stig, en það var skammgóður vermir. Lárus tók leikhlé og hans menn komu til baka. Á 36. mínútu kom upp atvik sem hefði mögulega getað orðið vendipunkturinn í leiknum, þar Styrmir Snær fékk dæmda á sig hræódýra sóknarvillu, sem var jafnframt hans fimmta. Fjórum mínútum áður fékk Tómas Valur bróðir hans einnig sína fimmtu villu, svo að Þórsarar kláruðu leikinn án tveggja lykilmanna. Þeir létu fjarveru þeirra þó ekki slá sig útaf laginu en síðustu mínúturnar var allt í járnum og jafnt á öllum tölum þar sem hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu. Bæði lið fengu tækifæri til að hrifsa til sín sigurinn í venjulegum leiktíma en sóknir beggja liða voru fremur ómarkvissar og því þurfti að framlengja. Það var engu líkara en bæði lið væru bara sátt við að spila fimm mínútur af auka körfubolta til að útkljá málin. Raunar þurfti að tvíframlengja því að lokinni fyrstu framlengingu var enn jafnt á öllum tölum. Þreytan var án vafa farin að segja til sín hjá báðum liðum, en Njarðvíkingar virtust öllu líklegri til að klára leikinn undir lokin, þrátt fyrir að gera heiðarlegar tilraunir til að kasta leiknum frá sér með töpuðum boltum. Þeir sluppu þó með skrekkinn og höfðu að lokum sigur, 117-113. Af hverju vann Njarðvík? Breiddin hjálpaði Njarðvíkingum töluvert í 50 mínútna löngum leik. Þeirra stærstu póstar, Dedrick Deon Basile og Haukur Helgi Pálsson, tóku af skarið á ögurstundu og voru allt í öllu síðustu mínúturnar. Hverjir stóðu upp úr? Stigahæstur á vellinum í kvöld var Vincent Malik Shahid, með 37 stig og tíu stoðsendingar að auki. Hann skoraði tíu af 19 stigum Þórsara í framlengingunum en tapaði líka fimm boltum. Vogun vinnur, vogun tapar. Vincent Shahid átti frábæran leik fyrir Þórsara í kvöld en það dugði ekki tilVísir / Hulda Margrét Styrmir Snær Þrastarson var næstur á blað með 17 stig, þar af 13 af vítalínunni (í 14 skotum), en Njarðvíkingar brutu alls níu sinnum á honum, oftast frekar harkalega. Hjá heimamönnum var Dedrick Deon Basile í ákveðnum sérflokki, með 31 stig og átta stoðsendingar. Lisandro Rasio var drjúgur framan af leik og endaði með 23 stig og bætti við 13 fráköstum. Haukur Helgi var sömuleiðis með 23 stig, mörg þeirra þegar mest á reyndi. Hvað gekk illa? Þórsurum gekk illa að halda í boltann, en Lárus Jónsson þjálfari þeirra sagði í viðtali eftir leik að tapaðir boltar hefðu gefið Njarðvík alltof mikið af ódýrum körfum. 25 tapaðir hjá Þórsurum í kvöld, gegn aðeins 14 hjá Njarðvík. Hvað gerist næst? Þórsarar halda áfram að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni og eiga leik næst gegn Stólunum á heimavelli 17. mars. Njarðvíkingar halda áfram í harði baráttu um toppsætið við Valsmenn, og eiga leik næst gegn föllnum KR-ingum á útivelli. „Við leiðum megnið af leiknum en náðum aldrei að losa okkur almennilega við þá“ Þórsarar létu Njarðvíkinga heldur betur hafa fyrir sigrinum í kvöld. Það var eiginlega ekki hægt að byrja viðtalið við Benedikt Guðmundsson, þjálfara Njarðvíkur, öðruvísi en að spyrja hann hvernig púlsinn væri eftir tvær rafmagnaðar framlengingar. Púlsinn var orðinn ansi hraður hjá Benna á köflum í kvöldHulda Margrét „Akkúrat núna er hann á niðurleið en hann fór hátt upp ansi oft í þessum leik, sérstaklega í lok venjulegs leiktíma og í framlengingunumi. Þetta er frábært lið. Bara geggjað lið ef maður á að súmmera það upp, hvílík gæði. Og Vincent, þessi bandaríski, hann er eitthvað annað. Hann er eiginlega bara of góður til að spila hérna.“ Það var töluvert um mistök undir lokin, sem kom þó ekki að sök þegar upp var staðið. Var þreytan farin að segja til sín hjá Njarðvíkingum? „Þetta er svo fín lína. Við reyndum að skipta mikið allan leikinn í venjulegum leiktíma. Ef þú veist að leikurinn er að fara í tvær framlengingar þá myndirðu fara að rótera aðeins í fyrri framlenginu. En svo færðu bara aðra í fangið á þér og þú vilt ekki vera að breyta miklu. Þeir eru í takti sem eru inná þannig að þetta er rosalega erfitt. En sem betur fer höfðum við orku í að klára þetta.“ Benedikt sagði að þrátt fyrir að hans menn hefðu náð smá forskoti í 3. leikhluta hefðu þeir aldrei náð að hrista Þórsara almennilega af sér, og Vincent Shahid hefði reynst þeim sérstaklega erfiður viðureignar. „Við leiðum megnið af leiknum en náðum aldrei að losa okkur almennilega við þá. Tíu stig í körfubolta er enginn munur sérstaklega með öll þessi vopn sem Þór hefur sóknarlega. Þeir voru frábærir bæði Vincent og Styrmir áður en hann fær fimmtu villuna. Þeir voru að hitta vel úr þristum. Það er erfitt að ráða við Vincent einn á einn og ef þú ert að hjálpa mikið er hann fljótur að finna skyttur. Þetta er svona pínu svikamylla.“ „Það er ekkert sama að horfa á þetta í sjónvarpinu eins og að mæta á staðinn“ Það var vel mætt í Ljónagryfjuna í kvöld og mikil stemming og læti í stúkunni. „Þetta var geggjaður leikur held ég fyrir alla í húsinu. Það er ekkert sama að horfa á þetta í sjónvarpinu eins og að mæta á staðinn. Fólk hérna sem mætti fékk hvílíka upplifun og mikið fyrir peninginn. Fólk sem er heima að missa af þessari veislu er að missa af ansi miklu.“ Það er góður möguleiki að þessi lið mætist aftur í úrslitakeppninni, en Benedikt sagði að hann væri langt frá því að hugsa um það. „Ég er ekkert farinn að spá í hverja við fáum í úrslitakeppninni. Ég veit bara að við erum að fara í úrslitakeppnina. Við erum búnir að tryggja okkur þangað inn og svo kemur bara í ljós hverja við fáum. Við erum bara að hugsa um okkur, og það sem bíður okkar bíður okkar og við tökum því.“