Segjast enn verja Bakhmut Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2023 16:43 Úkraínskir hermenn að störfum nærri Bakhmot. Benda má á að netinu í kringum niðurgrafið stórskotaliðsvopnið er ætlað að grípa smá sjálfsprengidróna Rússa áður en þeir lenda á vopninu og springa. Getty/Wolfgang Schwan Embættismenn í Úkraínu segja úkraínska hermenn enn verja bæinn Bakhmut í Dónetskhéraði. Yfirmaður herafla Úkraínu í austri er sagður hafa heimsótt hermennina þar í dag. Hersveitir Rússa eru þó nærri því að umkringja bæinn og eru sagðar beina fallbyssum sínum að einu birgðaleið Úkraínumanna inn og út úr bænum. Fyrr í dag birtust myndbönd af Úkraínumönnum sprengja brýr við Bakhmut. Það þykir til marks um að Úkraínumenn séu að huga að því að yfirgefa Bakhmut, sem er nærri því umkringdur af Rússum. Sjá einnig: Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Seinna birti úkraínski herinn myndir af herforingjanum Oleksandr Syrsky, sem er yfir herafla Úkraínu í austurhluta landsins. Hann mun hafa heimsótt hermennina i Bakhmut í dag en í yfirlýsingu hersins segir að hann hafi fengið yfirlit yfir stöðu mála og tilraunir rússneska hersins og málaliða Wagner Group til að ná tökum á bænum. Þar segir einnig að hart sér barist í og við Bakhmut. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á Bakhmut frá því í ágúst en árásir Rússa eru sagðar hafa reynst þeim mjög kostnaðarsamar. Nú eru Rússar nærri því að umkringja bæinn en í frétt Reuters segir að Rússar beini nú fallbyssum sínum að einu birgðaleið Rússa inn og út úr Bakhmut. Þar segir einnig að Úkraínumenn virðist ekki tilbúnir til að hörfa frá bænum að svo stöddu, þar sem hermenn vinni að því að gera við vegi til Bakhmut. Þá segist blaðamaður Reuters hafa séð liðsauka úkraínskra hermanna á leið til Bakhmut. Vestur af Bakhmut vinna aðrir úkraínskir hermenn þó að því að grafa skotgrafir og mynda nýjar varnarlínur. Bærinn hefur náð táknrænni merkingu fyrir báðar fylkingar. Hernám Bakhmut yrði fyrsti sigur Rússa í Úkraínu um langt skeið en Rússar vonast til þess að geta notað bæinn sem stökkpall lengra inn í Dónetskhérað og Donbas svæðið allt. Úkraínumenn vilja þvinga Rússa til að gera árásir á víggirtar varnir þeirra í og við Bakhmut og valda sem mestu mannfalli hjá Rússum, sem njóta töluverðra yfirburða varðandi mannafla eftir að á þrjú hundruð þúsund menn voru skikkaðir til herþjónustu í fyrra. Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war birtu í nótt kort af stöðunni við Bakhmut sem sýnir glögglega hve nærri því Rússar eru að umkringja bæinn. Russian forces appear to have temporarily scaled back efforts to encircle #Bakhmut from both the southwest and northeast and may instead be focusing on pressuring Ukrainian forces to withdraw from the city by concentrating on the northeastern offensive. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/ydBLLvXywV— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Fyrr í dag birtust myndbönd af Úkraínumönnum sprengja brýr við Bakhmut. Það þykir til marks um að Úkraínumenn séu að huga að því að yfirgefa Bakhmut, sem er nærri því umkringdur af Rússum. Sjá einnig: Sprengdu brýr við Bakhmut og virðast ætla hörfa Seinna birti úkraínski herinn myndir af herforingjanum Oleksandr Syrsky, sem er yfir herafla Úkraínu í austurhluta landsins. Hann mun hafa heimsótt hermennina i Bakhmut í dag en í yfirlýsingu hersins segir að hann hafi fengið yfirlit yfir stöðu mála og tilraunir rússneska hersins og málaliða Wagner Group til að ná tökum á bænum. Þar segir einnig að hart sér barist í og við Bakhmut. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á Bakhmut frá því í ágúst en árásir Rússa eru sagðar hafa reynst þeim mjög kostnaðarsamar. Nú eru Rússar nærri því að umkringja bæinn en í frétt Reuters segir að Rússar beini nú fallbyssum sínum að einu birgðaleið Rússa inn og út úr Bakhmut. Þar segir einnig að Úkraínumenn virðist ekki tilbúnir til að hörfa frá bænum að svo stöddu, þar sem hermenn vinni að því að gera við vegi til Bakhmut. Þá segist blaðamaður Reuters hafa séð liðsauka úkraínskra hermanna á leið til Bakhmut. Vestur af Bakhmut vinna aðrir úkraínskir hermenn þó að því að grafa skotgrafir og mynda nýjar varnarlínur. Bærinn hefur náð táknrænni merkingu fyrir báðar fylkingar. Hernám Bakhmut yrði fyrsti sigur Rússa í Úkraínu um langt skeið en Rússar vonast til þess að geta notað bæinn sem stökkpall lengra inn í Dónetskhérað og Donbas svæðið allt. Úkraínumenn vilja þvinga Rússa til að gera árásir á víggirtar varnir þeirra í og við Bakhmut og valda sem mestu mannfalli hjá Rússum, sem njóta töluverðra yfirburða varðandi mannafla eftir að á þrjú hundruð þúsund menn voru skikkaðir til herþjónustu í fyrra. Sérfræðingar bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war birtu í nótt kort af stöðunni við Bakhmut sem sýnir glögglega hve nærri því Rússar eru að umkringja bæinn. Russian forces appear to have temporarily scaled back efforts to encircle #Bakhmut from both the southwest and northeast and may instead be focusing on pressuring Ukrainian forces to withdraw from the city by concentrating on the northeastern offensive. https://t.co/dS28y84TWd pic.twitter.com/ydBLLvXywV— ISW (@TheStudyofWar) March 3, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57 Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. 2. mars 2023 18:57
Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47
Í basli með að senda hlébarða til Úkraínu Úkraínumönnum hefur verið lofað tugum vestrænna skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. Minnst fjórir hafa þegar verið sendir til landsins og er verið að þjálfa hermenn á skriðdrekana í nokkrum löndum. Ríki Evrópu eiga þó í basli með að standa við stóru orðin og gengur erfiðlega að finna skriðdreka. 1. mars 2023 15:00