Samþykkt ársþings KSÍ kosti sveitarfélög hundruði milljóna Valur Páll Eiríksson skrifar 3. mars 2023 08:00 Flóðljós á Kópavogsvelli uppfylla ekki skilyrði nýsamþykktra reglna, frekar en aðrir vellir félagsliða á Íslandi. Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir eru um flóðlýsingarskyldu á heimvöllum liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kostnaður af því að uppfylla kröfurnar getur numið um 100 milljónum króna á hvern völl. Samþykkt var á ársþingi KSÍ um helgina að skylda öll lið í efstu deild til flóðlýsingar á sínum heimavöllum. Þá var lágmarkskrafa um styrk slíks búnaðar hækkaður úr 500 lux að styrk í 800 lux. Kröfur UEFA vegna sjónvarpsútsendinga frá Evrópuleikjum segja til um lágmarksstyrk upp á 800 lux, og á því að jafna kröfur í efstu deild að Íslandi við kröfur UEFA. Breiðablik spilaði Evrópuleik við Aberdeen frá Skotlandi sumarið 2021 á Laugardalsvelli. Leikurinn fór þar fram vegna þess að skoska félagið samþykkti ekki að gefa Blikum undanþágu frá þeirri reglu, en ljós á Kópavogsvelli eru með 500 lux í styrk, líkt og aðrir flóðlýstir vellir í efstu deild. Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF.Vísir/Sigurjón Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF hagsmunasamtaka félaga í efstu deild sem er jafnframt formaður bæjarráðs í Kópavogi, lagði tillöguna fram. „Við lentum í ákveðnum vandræðum í fyrrahaust með birtuskilyrði. Við viljum setja þetta fram sem markmið og síðan verða menn og konur að róa í sömu átt og vonandi innan fárra ára verður þetta orðinn staðalbúnaður á völlum í efstu deild,“ segir Orri. Dæmi má taka af leik ÍBV við FH í október sem var leikinn klukkan 15:30 á miðvikudegi og FH við Leikni tæpri viku síðar sem fram fór klukkan 15:15 á mánudegi. Vegna lækkandi sólar og flóðljósaleysis á heimavöllum liðanna var ekki hægt að hefja leik síðar að deginum. Kostnaðurinn um 100 milljónir á völl Enginn völlur á Íslandi, að undanskildum Laugardalsvelli er með lýsingu upp á 800 lux, og þá eru fjögur lið í Bestu deild karla án allrar flóðlýsingar; Keflavík og KR, auk áðurnefndra FH og ÍBV. Ekki hefur verið krafa um lýsingu á völlum í efstu deild hingað til en munu þau fjögur lið því þurfa að uppfylla þær kröfur. Hvort sem þarf að auka lýsingu úr 500 í 800 lux eða að reisa slíka frá grunni er talið að kostnaðinn nemi um 100 milljónum króna á hvern völl. „Þetta er dýr búnaður, en hann er auðvitað til staðar á allnokkrum völlum. Þetta kostar peninga en góðu heilli eru sveitarfélögin í landinu að ráðstafa miklum fjármunum til íþróttamannvirkja, bæði skólamegin og íþróttafélagamegin, og ég tel þetta vera eðlilegt framhald af þeirri góðu þróun sem hefur verið í gangi síðustu áratugi á Íslandi,“ segir Orri. Gervigrasvöllurinn í Reykjanesbæ er einn af fáum völlum með lýsingu upp á 500 lux sem er þó með nógu stór möstur og sterka grunna til að bera ljós sem skila 800 lux (raunar myndu þau möstur bera 1200 lux). Kostnaðurinn þar á bæ yrði því minni þar sem aðeins þarf að uppfæra ljósabúnað. Í flestum tilfellum eru vellir efstu deildar liða þó með möstur sem geta ekki borið frekari ljósabúnað og þyrfti því að grunna fyrir nýjum og stærri möstrum, auk bætts ljósabúnaðar, með fylgjandi kostnaði. Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík.Vísir/Arnar Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, veltir því upp hvort sveitarfélögin sitji ekki uppi með allan kostnað af samþykktum félaga KSÍ. „Kröfurnar koma frá sérsamböndum en á endanum eru það kannski skattgreiðendur sem þurfa að bera stærstan hluta af kostnaðinum. Þá finnst mér eðlilegt að við stöldrum aðeins við,“ segir Pawel. Erfitt að réttlæta kostnaðinn fyrir „pjúra keppnisvelli“ Liðin fjögur sem eru án flóðlýsingar spila öll á grasvelli sem nýtist lítið sem ekkert utan keppnisleikja örfáa mánuði á ári. Erfitt sé fyrir sveitarfélög að forgangsraða tugum milljóna í lýsingu fyrir svo litla notkun. „Það má alveg setja eðlilegt spurningamerki við það. Reykjavíkurborg hefur alls ekki verið metnaðarlítil þegar kemur að fjárfestingum í íþróttamálum og hefur víða fjárfest í flóðlýsingu - þegar hún eykur notkun á æfingavöllum fyrir börn, unglinga og annað afreksfólk. En það er önnur jafna þegar þú ert að auka notkun um marga klukkutíma í viku, eða þegar þú ert að tala um notkun örfáa tíma á ári þegar um pjúra keppnisvelli er að ræða,“ segir Pawel. Þá má velta því upp hvort félögin sem um ræðir neyðist af grasi yfir á gervigras ef þau ætlast fram á stuðning síns sveitarfélags við uppbyggingu ljósanna. Hversu langt geta félögin gengið í regluverkinu? Íslensk lið hafa leynt og ljóst sett markið á að taka þátt í riðlakeppni í Evrópukeppnum UEFA á næstu árum. Lágmarkskröfur UEFA fyrir velli sem nýttir er í riðlakeppni í Sambandsdeild flokkast sem Category 4-vellir. Slíkur völlur þarf að taka minnst átta þúsund áhorfendur í sæti, hafa aðgangsstýringu, VIP stúku, tíu lýsendaklefa, rými fyrir blaðamannafundi með 50 blaðamönnum og flóðlýsingu á hæsta stigi. Pawel setur spurningamerki við hversu langt aðildarfélög KSÍ geti gengið í kröfum um keppnisvelli innan regluverks KSÍ og óttast að fleiri skref verði tekin í átt að lágmarkskröfum UEFA, líkt og 800 lux reglugerðin gerir. Kostnaður af slíku lendi óhjákvæmilega á sveitarfélögum og þar af leiðandi útsvarsgreiðendum sem í þeim búa. „Öll stærstu íþróttafélög landsins vilja vera í Bestu deild karla og kvenna, svo þau sjá öll fyrir sér mannvirki sem uppfyllir þær kröfur. Ef þau komast í riðlakeppnina í Sambandsdeildinni þá eru kröfurnar þar ennþá meiri. Það verða settar kröfur á meiri mannvirki í tengslum við það,“ „Þá þurfum við að spyrja okkur sem samfélag: Er raunhæft að við miðum við það að allir Evrópuleikir verði spilaðir á heimavöllum félaganna ef það felur í sér milljarða útgjöld fyrir okkur? Ég held að svarið við því sé nei.“ segir Pawel. Skipulag KSÍ UEFA Besta deild karla Besta deild kvenna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Samþykkt var á ársþingi KSÍ um helgina að skylda öll lið í efstu deild til flóðlýsingar á sínum heimavöllum. Þá var lágmarkskrafa um styrk slíks búnaðar hækkaður úr 500 lux að styrk í 800 lux. Kröfur UEFA vegna sjónvarpsútsendinga frá Evrópuleikjum segja til um lágmarksstyrk upp á 800 lux, og á því að jafna kröfur í efstu deild að Íslandi við kröfur UEFA. Breiðablik spilaði Evrópuleik við Aberdeen frá Skotlandi sumarið 2021 á Laugardalsvelli. Leikurinn fór þar fram vegna þess að skoska félagið samþykkti ekki að gefa Blikum undanþágu frá þeirri reglu, en ljós á Kópavogsvelli eru með 500 lux í styrk, líkt og aðrir flóðlýstir vellir í efstu deild. Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF.Vísir/Sigurjón Orri Vignir Hlöðversson, formaður ÍTF hagsmunasamtaka félaga í efstu deild sem er jafnframt formaður bæjarráðs í Kópavogi, lagði tillöguna fram. „Við lentum í ákveðnum vandræðum í fyrrahaust með birtuskilyrði. Við viljum setja þetta fram sem markmið og síðan verða menn og konur að róa í sömu átt og vonandi innan fárra ára verður þetta orðinn staðalbúnaður á völlum í efstu deild,“ segir Orri. Dæmi má taka af leik ÍBV við FH í október sem var leikinn klukkan 15:30 á miðvikudegi og FH við Leikni tæpri viku síðar sem fram fór klukkan 15:15 á mánudegi. Vegna lækkandi sólar og flóðljósaleysis á heimavöllum liðanna var ekki hægt að hefja leik síðar að deginum. Kostnaðurinn um 100 milljónir á völl Enginn völlur á Íslandi, að undanskildum Laugardalsvelli er með lýsingu upp á 800 lux, og þá eru fjögur lið í Bestu deild karla án allrar flóðlýsingar; Keflavík og KR, auk áðurnefndra FH og ÍBV. Ekki hefur verið krafa um lýsingu á völlum í efstu deild hingað til en munu þau fjögur lið því þurfa að uppfylla þær kröfur. Hvort sem þarf að auka lýsingu úr 500 í 800 lux eða að reisa slíka frá grunni er talið að kostnaðinn nemi um 100 milljónum króna á hvern völl. „Þetta er dýr búnaður, en hann er auðvitað til staðar á allnokkrum völlum. Þetta kostar peninga en góðu heilli eru sveitarfélögin í landinu að ráðstafa miklum fjármunum til íþróttamannvirkja, bæði skólamegin og íþróttafélagamegin, og ég tel þetta vera eðlilegt framhald af þeirri góðu þróun sem hefur verið í gangi síðustu áratugi á Íslandi,“ segir Orri. Gervigrasvöllurinn í Reykjanesbæ er einn af fáum völlum með lýsingu upp á 500 lux sem er þó með nógu stór möstur og sterka grunna til að bera ljós sem skila 800 lux (raunar myndu þau möstur bera 1200 lux). Kostnaðurinn þar á bæ yrði því minni þar sem aðeins þarf að uppfæra ljósabúnað. Í flestum tilfellum eru vellir efstu deildar liða þó með möstur sem geta ekki borið frekari ljósabúnað og þyrfti því að grunna fyrir nýjum og stærri möstrum, auk bætts ljósabúnaðar, með fylgjandi kostnaði. Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík.Vísir/Arnar Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, veltir því upp hvort sveitarfélögin sitji ekki uppi með allan kostnað af samþykktum félaga KSÍ. „Kröfurnar koma frá sérsamböndum en á endanum eru það kannski skattgreiðendur sem þurfa að bera stærstan hluta af kostnaðinum. Þá finnst mér eðlilegt að við stöldrum aðeins við,“ segir Pawel. Erfitt að réttlæta kostnaðinn fyrir „pjúra keppnisvelli“ Liðin fjögur sem eru án flóðlýsingar spila öll á grasvelli sem nýtist lítið sem ekkert utan keppnisleikja örfáa mánuði á ári. Erfitt sé fyrir sveitarfélög að forgangsraða tugum milljóna í lýsingu fyrir svo litla notkun. „Það má alveg setja eðlilegt spurningamerki við það. Reykjavíkurborg hefur alls ekki verið metnaðarlítil þegar kemur að fjárfestingum í íþróttamálum og hefur víða fjárfest í flóðlýsingu - þegar hún eykur notkun á æfingavöllum fyrir börn, unglinga og annað afreksfólk. En það er önnur jafna þegar þú ert að auka notkun um marga klukkutíma í viku, eða þegar þú ert að tala um notkun örfáa tíma á ári þegar um pjúra keppnisvelli er að ræða,“ segir Pawel. Þá má velta því upp hvort félögin sem um ræðir neyðist af grasi yfir á gervigras ef þau ætlast fram á stuðning síns sveitarfélags við uppbyggingu ljósanna. Hversu langt geta félögin gengið í regluverkinu? Íslensk lið hafa leynt og ljóst sett markið á að taka þátt í riðlakeppni í Evrópukeppnum UEFA á næstu árum. Lágmarkskröfur UEFA fyrir velli sem nýttir er í riðlakeppni í Sambandsdeild flokkast sem Category 4-vellir. Slíkur völlur þarf að taka minnst átta þúsund áhorfendur í sæti, hafa aðgangsstýringu, VIP stúku, tíu lýsendaklefa, rými fyrir blaðamannafundi með 50 blaðamönnum og flóðlýsingu á hæsta stigi. Pawel setur spurningamerki við hversu langt aðildarfélög KSÍ geti gengið í kröfum um keppnisvelli innan regluverks KSÍ og óttast að fleiri skref verði tekin í átt að lágmarkskröfum UEFA, líkt og 800 lux reglugerðin gerir. Kostnaður af slíku lendi óhjákvæmilega á sveitarfélögum og þar af leiðandi útsvarsgreiðendum sem í þeim búa. „Öll stærstu íþróttafélög landsins vilja vera í Bestu deild karla og kvenna, svo þau sjá öll fyrir sér mannvirki sem uppfyllir þær kröfur. Ef þau komast í riðlakeppnina í Sambandsdeildinni þá eru kröfurnar þar ennþá meiri. Það verða settar kröfur á meiri mannvirki í tengslum við það,“ „Þá þurfum við að spyrja okkur sem samfélag: Er raunhæft að við miðum við það að allir Evrópuleikir verði spilaðir á heimavöllum félaganna ef það felur í sér milljarða útgjöld fyrir okkur? Ég held að svarið við því sé nei.“ segir Pawel.
Skipulag KSÍ UEFA Besta deild karla Besta deild kvenna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira