Þrír nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 14:39 Boðið verður upp á pizzur og bakkelsi á Bakað. Þrír nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Barinn Loksins sem margir kannast við breytist yfir í Loksins Café & Bar. Staðirnir þrír eru Bakað, Loksins Café & Bar og Te og Kaffi. Á síðasta ári var tilkynnt að veitingastaðirnir Jómfrúin og Elda yrðu opnaðir á flugvellinum. Veitingastaðurinn Bakað mun bjóða upp á ferskt brauðmeti og pizzur. Ágúst Einþórsson, stofnandi staðarins BakaBaka, verður þar í fararbroddi. Loksins Bar verður að Loksins Café & Bar. Á nýjum Loksins verður vöruúrval breiðara en áður og verður staðurinn lokaðri sem tryggir betri hljóðvist. Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia, segir fyrirtækið vera með þessu að mæta mjög vel ólíkum þörfum farþega og gera Íslandi hátt undir höfði. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að fá fremstu bakara landsins og sterku íslensku vörumerkin Te og Kaffi og Brikk inn á flugvöllinn í samstarfi við Lagardère sem eru miklir sérfræðingar í flóknum veitingarekstri á flugvöllum. Keflavíkurflugvöllur er í stöðugri þróun og um leið og farþegum fjölgar verða þarfirnar fjölbreyttari,“ er haft eftir Gunnhildi í tilkynningu. Með breytingunum er verið að koma til móts við fleiri viðskiptavini. „Við hlökkum mikið til að hefja störf í flugstöðinni. Við munum baka allt á staðnum og ætlum að bjóða upp á fjölbreyttan og ferskan mat á góðum tíma. Við verðum með geggjað kaffi og almenna gleði,“ er haft eftir Ágústi Einþórssyni, bakara hjá BakaBaka. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. 6. janúar 2023 11:03 Krafa um áfengi og tilbúna rétti hafi alltaf legið fyrir Mikla athygli vakti í dag þegar aðstandendur veitingastaðakeðjunnar Joe & The Juice tilkynntu að þeir hefðu dregið sig úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli vegna kröfu um áfengissölu og sölu tilbúinna rétta. Í tilkynningu frá Isavia segir að krafan hafi legið fyrir allt frá því að útboðsferlið hófst snemma á síðasta ári. 6. janúar 2023 18:28 Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Staðirnir þrír eru Bakað, Loksins Café & Bar og Te og Kaffi. Á síðasta ári var tilkynnt að veitingastaðirnir Jómfrúin og Elda yrðu opnaðir á flugvellinum. Veitingastaðurinn Bakað mun bjóða upp á ferskt brauðmeti og pizzur. Ágúst Einþórsson, stofnandi staðarins BakaBaka, verður þar í fararbroddi. Loksins Bar verður að Loksins Café & Bar. Á nýjum Loksins verður vöruúrval breiðara en áður og verður staðurinn lokaðri sem tryggir betri hljóðvist. Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslana og veitinga hjá Isavia, segir fyrirtækið vera með þessu að mæta mjög vel ólíkum þörfum farþega og gera Íslandi hátt undir höfði. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að fá fremstu bakara landsins og sterku íslensku vörumerkin Te og Kaffi og Brikk inn á flugvöllinn í samstarfi við Lagardère sem eru miklir sérfræðingar í flóknum veitingarekstri á flugvöllum. Keflavíkurflugvöllur er í stöðugri þróun og um leið og farþegum fjölgar verða þarfirnar fjölbreyttari,“ er haft eftir Gunnhildi í tilkynningu. Með breytingunum er verið að koma til móts við fleiri viðskiptavini. „Við hlökkum mikið til að hefja störf í flugstöðinni. Við munum baka allt á staðnum og ætlum að bjóða upp á fjölbreyttan og ferskan mat á góðum tíma. Við verðum með geggjað kaffi og almenna gleði,“ er haft eftir Ágústi Einþórssyni, bakara hjá BakaBaka.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Veitingastaðir Verslun Tengdar fréttir Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. 6. janúar 2023 11:03 Krafa um áfengi og tilbúna rétti hafi alltaf legið fyrir Mikla athygli vakti í dag þegar aðstandendur veitingastaðakeðjunnar Joe & The Juice tilkynntu að þeir hefðu dregið sig úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli vegna kröfu um áfengissölu og sölu tilbúinna rétta. Í tilkynningu frá Isavia segir að krafan hafi legið fyrir allt frá því að útboðsferlið hófst snemma á síðasta ári. 6. janúar 2023 18:28 Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. 6. janúar 2023 11:03
Krafa um áfengi og tilbúna rétti hafi alltaf legið fyrir Mikla athygli vakti í dag þegar aðstandendur veitingastaðakeðjunnar Joe & The Juice tilkynntu að þeir hefðu dregið sig úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli vegna kröfu um áfengissölu og sölu tilbúinna rétta. Í tilkynningu frá Isavia segir að krafan hafi legið fyrir allt frá því að útboðsferlið hófst snemma á síðasta ári. 6. janúar 2023 18:28
Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57